Innlent

Brotist inn í tvo veitingastaði

Brotist var inn í tvo veitingastaði í Reykjavík í gærkvöldi og áfengi og verðmætum stolið.

Nokkru eftir seinna innbrotið var ölvaður maður handtekinn með þýfi í fórum sínum, sem grunur leikur á að sé úr öðru eða báðum innbrotunum, og sefur hann nú úr sér ölvímuna í fangageymslu, eða þar til hann verður yfirheyrður í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×