Innlent

Vann 38 milljónir í Víkingalottóinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vinningsmiðinn var seldur á bensínstöð N1.
Vinningsmiðinn var seldur á bensínstöð N1.
Einn Íslendingur var svo heppinn að hreppa hinn alíslenska bónusvinning í Víkingalottóinu þegar dregið var í kvöld. Sá hinn sami fær tæpar 38,6 milljónir í sinn hlut. Það voru hins vegar þrír Norðmenn og einn finni sem skiptu með sér 1. vinningi í Víkingalottóinu, en hver þeirra fær í sinn hlut 66 milljónir íslenskra króna.

Sá sem fékk bónusvinninginn keypti miðann sinn í N1 á Ártúnshöfða.

Víkingalottótölurnar í kvöld voru 6, 8, 13, 26, 29 og 45 og bónustölurnar voru 7 og 39.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×