Innlent

Fyrsta loðnan í ár veiddist í nótt

Fjölveiðiskipin Jón Kjartansson og Börkur fengu í nótt fyrstu loðnuna í ár, austur af Langanesi, annað 100 tonn og hitt 170 tonn.

Skipin veiða í flottroll og er þessi afli í lægri kantinum miðað við þegar mikil loðna er á miðunum.

Að sögn stýrimanns á Jóni Kjartanssyni er loðnan stór og góð til hverskonar vinnslu. Fleiri skip hafa slakað trollunum út, en það er ekki gert nema að eitthvað hafi sést til loðnu. Þykir þessi byrjun því lofa góðu um vertíðina framundan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×