Innlent

Akurnesingar hætta við meiðyrðamál gegn Páli Baldvini

Páll Balcvin Baldvinsson, gagnrýnandi á Fréttatímanum.
Páll Balcvin Baldvinsson, gagnrýnandi á Fréttatímanum. mynd/365
Akraneskaupstaður hefur fallið frá meiðyrðamáli á hendur Páli Baldvini Baldvinssyni, gagnrýnanda á Fréttatímanum. Hann fór hörðum orðum um fyrsta bindið af Sögu Akraness í ritdómi sínum sem birtist í blaðinu í júlí á síðasta ári.

Þetta kemur fram á vefnum Skessuhorn. Þar er vitnað í yfirlýsingu frá Árna Múla Jónassyni, bæjarstjóra á Akranesi. Hann segir að ákveðið hafi verið að „eyða ekki frekari tíma, orku né fé til að elta ólar um þessi mál við Pál Baldvin.“

„Ástæðan mun vera sú að fá því að Páll Baldvin birti umræddan ritdóm í Fréttatímanum hafa virtir menn á þessu sviði, Guðmundur Magnússon fyrrverandi þjóðminjavörður, Jón Torfason skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands og Jón Þ. Þór sagnfræðingur og sagnaritari birt ritdóma um bókina og farið lofsamlegum orðum um hana," segir á Skessuhorni.

Vefur Skessuhorns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×