Innlent

Innbrot í sumarbústað í Grímsnesi

Lögreglunni á Selfossi barst í gær tilkynning um innbrot í sumarbústað i Grímsnesi, þaðan sem meðal annarra hluta var stolið sjónvarpstæki, fartölvu og áfengi.

Þjófurinn braut sér leið inn í bústaðinn um glugga, en vann ekki frekari skemmdir. Eftir ummerkjum að dæma er nokkuð síðan að þetta gerðist, að sögn lögreglu, og er ekki vitað hver var þarna á ferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×