Innlent

Fjórtán prósent landsmanna reykja daglega

Jón Hákon Halldórsson skrifar
mynd/ getty
Um 14,3% landsmanna reyktu daglega að eigin sögn á síðasta ári. Um 4,6% sögðust reykja sjaldnar en daglega. Samtals reyktu því 18,9% fullorðinna daglega eða sjaldnar. Þetta eru niðurstöður sem koma fram í skýrslu sem Capacent Gallup gerði fyrir Landlæknisembættið. Skýrslan byggir á fjórum könnunum sem gerðar voru á tímabilinu febrúar til nóvember í fyrra.

Samkvæmt niðurstöðum í skýrslunni hélst tíðni daglegra reykinga fólks á aldrinum 15-89 ára nokkuð óbreytt frá árinu áður. Þó hefur verulega dregið úr tíðni daglegra reykinga undanfarin ár. Til dæmis reyktu að meðaltali 19,0% fullorðinna daglega og 3,5% sjaldnar en daglega árið 2007, en það ár tók bann við reykingum á veitingahúsum gildi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×