Innlent

Breytingar við ritstjórn Eiðfaxa

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Trausti Þór Guðmundsson, ritstjóri Eiðfaxa, lét af því starfi um áramótin. Hann hefur ritstýrt blaðinu í fimm ár. Nú tekur ritnefnd við útgáfu blaðsins, en formaður hennar er Telma Tómasson fréttamaður og tamningamaður. Fjórir sitja með henni í ritnefnd en það eru þau:

Anton Páll Níelsson, reiðkennari

Gígja Dögg Einarsdóttir, ljósmyndari, tamningamaður frá Hólaskóla

Guðrún Hulda Pálsdóttir, blaðamaður og starfsmaður Eiðfaxa

Þorvaldur Kristjánsson, kennari við Landbúnaðarháskóla Íslands

Telma Tómasson verður eftir sem áður einn þriggja fréttalesara í kvöldfréttum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×