Innlent

Sprunga í rúðu þyrlu landhelgisgæslunnar vegna kulda

TF-GNA.
TF-GNA.
Við flugtak TF-GNA, þyrlu Landhelgisgæslunnar í gærmorgun kom sprunga í framrúðu þyrlunnar. Ákveðið var að snúa þyrlunni til flugvallar og skoða skemmdirnar samkvæmt upplýsingum á vef Landhelgisgæslunnar.

Leyfilegt er að nota þyrluna í neyðar- og björgunarflug. Von er á nýrri rúðu til landsins í dag.

Að sögn flugtæknideildar var engin hætta á ferðum. Ekki er óalgengt að brestur komi í rúður loftfara. Líklega kom sprunga í rúðuna vegna kuldans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×