Innlent

Tólf loðnuskip í hnapp á miðunum

Tólf loðnuskip eru nú í hnapp , um það bil 60 sjómílur aust- norðaustur af Langanesi og fleiri eru á leiðinni þangað.

Þar eru skipin að fá reitingsafla eftir að fyrsti aflinn fékkst á svipuðum slóðum í fyrrinótt. Ekkert skip er þó enn lagt af stað til löndunar, en búist er við að fyrstu loðnunni verði landað á Vopnafirði, jafnvel í dag, ýmist til frystingar eða bræðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×