Fleiri fréttir

Fullyrða að hafa greitt svart fyrir sílikonaðgerðir

Velferðarráðuneytinu hafa borist ábendingar um að læknar sem bjóða heilbrigðisþjónustu án greiðsluþáttöku sjúkratrygginga gefi ekki tekjur sínar að fullu upp til skatts. Nokkrar konur sem fréttastofa hefur rætt við fullyrða að þær hafi greitt svart fyrir brjóstaígræðslur sem þær fengu frá Jens Kjartanssyni.

Bíllinn tekinn í skjóli nætur

Tveggja barna móður rak í rogastans í morgun þegar hún hugðist keyra börnin sín í skólann. Bíllinn var horfinn. Lýsing lét vörslusvipta bílinn í skjóli nætur. Ömurleg vinnubrögð segir konan, óeðlileg vinnubrögð segir Umboðsmaður skuldara. Við erum í fullum rétti segir talsmaður Lýsingar.

Kannabisræktandi stal rafmagni frá annarri íbúð

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti í fyrradag. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust tæplega 150 kannabisplöntur á lokastigi ræktunar en þær vógu um 22 kg. Einn var handtekinn í þágu rannsóknarinnar en við hana kom jafnframt í ljós að rafmagnið sem var notað við ræktunina var fengið með því að stela því frá annarri íbúð í húsinu.

Ölvaður ökumaður ók greitt framhjá lögreglubíl

Tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Annar var stöðvaður í Hafnarfirði en hinn í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru þetta tveir karlar, 25 og 43 ára. Afskiptin af þeim eldri voru þannig tilkomin að hann ók mjög greitt framhjá lögreglubifreið og vakti það grunsemdir. Honum var veitt stutt eftirför en maðurinn reyndist ölvaður eins og áður sagði.

Gunna Dís á batavegi - fékk kökur frá Andra

Fjölmiðlamaðurinn Andri Freyr Viðarsson kom færandi hendi til Gunnu Dísar vinkonu sinnar nú á fjórða tímanum í dag með kökur og kræsingar. Fjölmiðlafólkið vinnur saman við þættina Virkir morgnar á Rás 2, en það brá mörgum í brún í gær þegar Gunna Dís fékk aðsvif í beinni útsendingu í útvarpinu í gær, þegar útsending á Gettu betur fór fram.

Íbúar hafa fengið 100 tonn af salti

Stöðugur straumur íbúa hefur verið á hverfastöðvarnar í dag að ná í sand og salt til að bera á einkalóðir og innkeyrslur. Starfsmenn stöðvanna hafa þegar afgreitt yfir 100 tonn af salti og sandi til íbúa síðustu daga, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Á morgun geta íbúar komið á hverfastöðvarnar milli klukkan hálfellefu og þrjú vanti þá salt eða sand. Hverfastöðvarnar sem verða opnar eru við Njarðargötu, við Flókagötu, í Jafnaseli og við Stórhöfða.

Fjarlægðu skráningarnúmer af 100 bílum

Skráningarnúmer voru fjarlægð af um eitt hundrað ökutækjum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu í gær og fyrradag. Ökutækin voru ýmist ótryggð eða óskoðuð, jafnvel hvorutveggja. Mikið er um ótryggð og óskoðuð ökutæki á höfuðborgarsvæðinu en lögreglan hvetur eigendur og umráðamenn þeirra til að gera þar bragarbót á. Lögreglan hefur undanfarna daga verið með eftirlit með slíkum ökutækjum og mun vera með slíkt eftirlit áfram. Lögreglan hvetur ökumenn til að passa upp á þetta svo ekki þurfi að koma til fyrrnefndra aðgerða.

Maðurinn látinn

Maðurinn sem slasaðist í hlíðum Helgafells í nágrenni Hafnarfjarðar í gær lést í nótt á Landspítalanum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Ekki er hægt að greina frá nafni mannsins á þessari stundu en hann var rúmlega þrítugur. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann manninn mikið slasaðan í hlíðum fjallsins síðdegis í gær eftir að björgunarsveit hafði leitað hans um nokkra stund.

Mál Más ekki á borði Steingríms

Steingrímur J. Sigfússon segir efnahags- og viðskiptaráðuneytið ekki eiga eftir að skipta sér af deilu Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, og seðlabankans. Allir eigi rétt á að bera ágreining undir dómstóla.

Tæpur þriðjungur hunda í Reykjavík óskráðir

Talið er að uppundir 30% hunda í Reykjavík séu óskráðir - og það leysir engan vanda að skylda hundaeigendur til að sækja námskeið, segir formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Í nýrri hundasamþykkt borgarinnar er hundum á bannlista fjölgað um níu tegundir.

Fékk grýlukerti á sig

Grýlukerti á þakbrún á húsi við Dalbrekku féll á mann í Dalbrekku í Kópavogi um níuleytið í morgun. Hann er ekki alvarlega slasaður en sjúkrabifreið var kölluð til, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Eftir klukkan tíu í morgun féll maður utandyra á Álfhólsvegi við Álfhólsskóla. Sjúkrabíll var kallaður til en ekki er vitað nánar um meiðsl hans.

Forsetahjónin fagna með drottningunni

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú munu um helgina taka þátt í hátíðardagskrá í Kaupmannahöfn í tilefni af því að 40 ár eru liðin frá því að Margrét Þórhildur varð drottning Danmerkur.

Lítið um vatnsflóð enn sem komið er

Tíðindalítið hefur verið hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir leysingarnar sem gengnar eru í garð. Þar á bæ beina menn þó eindregnum tilmælum til borgarbúa að þeir hreinsi vel frá niðurföllum við kjallara og á svölum sérstaklega. Eins minna þeir forsvarsmenn fyrirtækja sem verða lokuð yfir helgina að ganga vel frá þannig að vatn eigi örugglega greiða leið í niðurföll.

Samþykkja flestar beiðnir um hleranir

Dómstólar samþykkja meirihluta beiðna lögreglu um heimild til símhlerana. Túlka verður lög um hleranir þröngt segir fyrrverandi ríkissaksóknari. Segir einstök tilvik líta út eins og sérstakur saksóknari sé að fiska með hlerunum.

Kristján Möller stakk óþægilegri skýrslu undir stól

Kristján Möller þáverandi samgönguráðherra virðist hafa stungið skýrslu um Vaðlaheiðagöng undir stól en skýrsluna fékk hann í hendur sumarið 2010. Í henni kemur fram að veggjald þurfti að vera tvöfalt hærra en rætt hefur verið um og að framkvæmdin sé mjög áhættusöm.

Meiri áhersla á sölu leyfa til útlendinga

Sala til fyrirtækja og útlendinga mun standa undir hærri leigu í Þverá og Kjarrá segir nýr leigutaki. Mun bjóða Litlu-Þverá sem nýtt tveggja stanga veiðisvæði. Gamlar hefðir verða endurvaktar við Kjarrá og veiðimenn fá undir sig hesta.

Aldrei fleiri farið um Leifsstöð

Um 21 þúsund erlendir ferðamenn fóru úr landi um Leifsstöð í desember. Eru það ríflega 11 prósentum fleiri en í desember árið 2010. Samanlagt fóru því 541 þúsund erlendir ferðamenn úr landi um Leifsstöð á árinu 2011 sem er metfjöldi og tæplega 18 prósentum fleiri en árið 2010. Áður var árið 2008 metár þegar 473 þúsund erlendir ferðamann fóru um Leifsstöð.

Vökum yfir líðan barna okkar

„Það hefur ekkert foreldri meðfædda vitneskju um hvernig bregðast eigi við áfallastreitu barna, en það er okkar hlutverk að miðla, fræða og kenna, og það gerum við með ráðstefnum sem þessari og því að setja inn á heimasíðu okkar gagnlegar upplýsingar sem foreldrar og forráðamenn barna geta nýtt sér,“ segir Linda Kristmundsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL).

Fuglavernd styður bannið

Fuglavernd styður eindregið niðurstöðu meirihluta svartfuglanefndar umhverfisráðherra um að veiðar á svartfugli verði bannaðar í fimm ár. Í tilkynningu segir að ástundun veiða úr hnignandi stofnum sé siðlaus umgengni við náttúruna og veiðibann eina siðlega viðbragðið við stofnhruni tegunda.

Mikið af síld inn á Kolgrafarfirði

Talið er að mikið sé af síld inn á Kolgrafarfirði á norðanverðu Snæfellsnesi, en síldveiðiskip komast ekki undir brúnna, sem þverar fjörðinn.

Barroso segir þörf á stefnu um vöxt og atvinnu

José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að þótt gríðarlega mikilvægt sé að aðildarríkin nái saman um aukið aðhald í ríkisfjármálum, sé það ekki nóg.

Asahláka og slæmt ferðaveður víða um landið

Veðurstofan varar við slæmu ferðaveðri sunnan- og vestanlands í dag. Það verður hvöss sunnanátt, allt upp í 20 metra á sekúndu og má búast við snöprum vindstrengjum við fjöll.

Fundu nýja loðnugöngu út af Langanesi

Loðnuskipin fundu nýja loðnugöngu norðaustur af Langanesi í nótt og eru byrjuð að veiða úr henni. Það er þó engin kraftur komin í veiðarnar enn sem komið er og stendur loðnan djúpt.

Maðurinn sem féll í Helgafelli er þungt haldinn

Maðurinn, sem áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar fann í hlíðum Helgafells, ofan við Hafnarfjörð um miðjan dag í gær, reyndist mjög alvarlega slasaður og liggur hann þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans.

Aflétta þarf óvissu verktaka

Stjórn Vaðlaheiðarganga hf. segir að unnið hafi verið að gerð ganga undir Vaðlaheiði á faglegum forsendum í fullu samráði við „þar til bæra aðila“, eins og segir í yfirlýsingu.

„Hefðbundið stjórnsýsluklúður“

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur eru ósáttir við að tillaga um skipun samstarfshóps um mál tengd ÍTR skuli hafa komið fram í menningar- og ferðamálaráði og verið send beint þaðan til borgarráðs. Frumkvæðið hafi átt að vera hjá íþrótta- og tómstundaráði.

Vara sterklega við asahlákunni

Sterklega er varað við vetrarumhleypingunum sem fylgja vatnsveðrinu sem nú dynur á landsmönnum. Asahlákan um helgina verður mun meiri en um síðustu helgi og hætt við eignaspjöllum og hálkuslysum.

Verða af hundruðum milljóna króna

„Ljóst er að Hafnarfjörður hefur orðið af tekjum sem skipta tugum ef ekki hundruðum milljóna vegna þessa,“ bókuðu fulltrúar minnihluta Sjálfstæðisflokks eftir að meirihluti skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar ákvað að gera átak í að leiðrétta skráningu fasteigna.

Blönduð hjónabönd bönnuð

Hæstiréttur Ísraels hefur staðfest umdeild lög sem meina flestum Palestínuaröbum sem gifst hafa Ísraelum búsetu í landinu.

Fimm Vítisenglar í gæsluvarðhaldi

Fimm einstaklingar, tengdir Vítisenglum á Íslandi, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna líkamsárása á konu í Hafnarfirði. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins. Þar sagði einnig að leiðtogi þeirra, Einar Marteinsson, sé á meðal þeirra sem sitja í varðhaldi en hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í dag. Samkvæmt heimildum RÚV telur lögregla að hann hafi fyrirskipað árásirnar á konuna.

Óveðrið ekki búið - flughált og versnandi veður í nótt

Uppáhald okkar Íslendinga, veðrið, fer versnandi suðvestan- og vestanlands í kvöld og nótt. Seint í kvöld verður hríðarbylur á Hellisheiði og Þrengslum og það mun svo hlána og fer svo fljótlega í slyddu og rigningu, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Jens grunaður um skattsvik

Grunur leikur á að einkarekstur Jens Kjartanssonar lýtalæknis hafi ekki verið í samræmi við skattalög. Málinu verður vísað til fjármálaráðuneytisins til frekari skoðunar.

Íslendingar gerðu tæknibrellur fyrir Contraband

Íslenskt tæknibrellu og eftirvinnslu fyrirtæki hannaði allar brellur í nýjustu mynd Baltasar Kormáks, Contraband. Tuttugu og fimm manns unnu í hátt í fjóra mánuði við að gera myndina eins raunverulega og hægt er.

Már ekki í deilu við Seðlabankann - heldur við kjararáð

Lögmaður seðlabankastjóra segir málaferli hans vegna launakjara ekki vera deilu við Seðlabankann sjálfan heldur kjararáð sem hafi skort lagaheimild til að úrskurða um laun. Í lagarökum segir að ekki fái staðist að Már njóti ekki sömu réttinda á aðrir embættismenn.

Lögðu hald á 200 kannabisplöntur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði fjórar kannabisræktanir í jafnmörgum íbúðum í fjölbýlishúsum í Reykjavík í gær. Samtals var lagt hald á um 200 kannabisplöntur en á einum staðnum var jafnframt að finna ýmsa muni sem grunur leikur á að séu illa fengnir. Tveir menn voru handteknir í þessum aðgerðum lögreglu.

Hvað á að gera til að koma í veg fyrir vatnstjón?

Rigningartíðin sem von er á næstu daga þýðir að fólk þarf nú að undirbúa sig fyrir leysingarnar. Tryggingafyrirtækið Sjóvá hefur sent frá sér leiðbeiningar til fólks hvernig best sé að bera sig að til þess að koma í veg fyrir vatnstjón.

Leituðu að manni við Helgafell

Maðurinn sem þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitamenn leituðu að við Helgafell í dag er fundinn.. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var þyrlan að koma úr eftirlitsflugi þegar óskað var eftir að hún aðstoðaði við leitina. Áhöfn þyrlunnar fann hann fljótlega. Sigmaður og læknir sigu niður til hans. Þyrlan þurfti síðan frá að hverfa til að taka eldsneyti og samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni var hún komin aftur á staðinn um klukkan fimm til þess að sækja hann.

Keppt um hönnun á Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

Auglýst hefur verið samkeppni um hönnun nýbyggingar og lóðar fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands. Í tilkynningu frá Framvkæmdasýslu ríkisins segir að áætlað sé að byggingin verði um 4000 m², en þar af er um 1000 m² bílageymsla neðanjarðar. Byggingin mun rísa á horni Suðurgötu og Brynjólfsgötu í Reykjavík og munu göng undir Suðurgötu tengja bygginguna við Háskólatorg.

Búist við mun meiri leysingum en síðast

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að vatnsveðrið sem búist er við að hefjist á höfuðborgarsvæðinu í kvöld og næstu daga verði mun meira en um síðastliðna helgi, sem mörgum þótti nú nóg um. Í tilkynningu frá tryggingafélaginu VÍS er haft eftir Einari og úrkoman gæti fram á laugardag numið 30 til 40 millimetrum og jafnvel meiru í efri byggðum.

Sjá næstu 50 fréttir