Innlent

Fullyrða að hafa greitt svart fyrir sílikonaðgerðir

Velferðarráðuneytinu hafa borist ábendingar um að læknar sem bjóða heilbrigðisþjónustu án greiðsluþáttöku sjúkratrygginga gefi ekki tekjur sínar að fullu upp til skatts. Nokkrar konur sem fréttastofa hefur rætt við fullyrða að þær hafi greitt svart fyrir brjóstaígræðslur sem þær fengu frá Jens Kjartanssyni.



PIP málið svokallaða hefur gert það verkum að rekstur lýtalækna hefur verið undir smásjánni undanfarið.



Fyrir utan áleitnar spurningar um hver eiga að bera kostnað af því að fjarlægja gallaða PIP púða, þá hafa enn frekari og ekki síður alvarlegar spurningar vaknað, sem snúa að fjárhagslegum rekstri lýatlækna sem bjóða upp á heilbrigðsþjónustu án þáttöku Sjúkratrygginga Íslands.



Í bréfi sem velferðarráðuneytið sendi fjármálaráðuneytinu í dag segir að ráðuneytinu hafi borist óformlegar ábendingar um að læknar sem bjóða upp á þessa þjónustu gefi tekjur sínar ekki að fullu til skattyfivalda.



Fjármálaráðherra mun skoða erindið, kanna ábendingarnar og ákveða í kjölfarið hvort að því verði vísað áfram til ríkisskattstjóra.



Við það er að bæta að fréttastofa hefur undanfarna daga rætt við allnokkrar konur sem fengu PIP púða hjá Jens Kjartanssyni, en þrjár þeirra sögðu fréttastofu af því að þær hefði borgað svart fyrir ígræðslurnar, og meðal annars þurft að koma með mörg hundruð þúsund krónur í reiðufé á stofuna til Jens til að greiða fyrir aðgerðina.



Fréttastofa hefur í dag og í gær reynt að ná tali af Jens til að spyrja hann út í málið og gefa honum færi á bregðast við þessum ásökunum, en hann hefur ekki viljað ræða við fréttamenn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×