Fleiri fréttir

Lífshættulegt fyrir kjúklinga að fara í sláturhús

Um tvö þúsund kjúklingar lentu í lífsháska þegar þeir runnu út úr bíl sem var á leið með þá í sláturhús á Hellu í morgun. Um var að ræða kjúklinga frá kjúklingabúinu á Ásmundarstöðum. Kjúklingarnir voru í á annað hundrað kössum sem voru svo fluttir á bíl í sláturhúsið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli vildi ekki betur til en svo að hleri á bílnum opnaðist með þeim afleiðingum að kassarnir runnu út. Bílstjórinn áttaði sig hins vegar ekki á atvikinu fyrr en hann var kominn á staðinn. Fóru þá menn frá sláturhúsinu og frá hænsnabúinu til þess að bjarga málum.

Umferð dróst saman um 5,3%

Umferð hefur aldrei dregist meira saman á einu ári síðan mælingar Vegagerðarinnar á völdum stöðum hófust árið 2005.

Skaðsemi púðanna rannsökuð í Evrópu

Þúsundir íslenskra kvenna eru með sílíkonpúða í brjóstunum. Greinilegt er að aðgerðin nýtur mikilla vinsælda og virðast lýtalæknar almennt sammála um að fyllingarnar geti hjálpað konum við að öðlast sjálfstraust og líða betur með líkama sinn.

Þriggja bíla árekstur í Hólahverfinu

Þriggja bíla árekstur varð á gatnamótum Vesturhóla og Höfðabakka í morgun. Svo virðist vera sem Toyota Corolla bíll hafi runnið yfir á öfugan vegarhelming og farið utan í bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Einn bíll var fluttur með krana úr árekstrinum. Sjúkralið var kvatt á staðinn en sem betur fer þurfti ekki að flytja neinn burt með honum.

Eyjaklasi á Breiðafirði boðinn á 195 milljónir

Vinahjón sem átt hafa Svefneyjar á Breiðafirði í tuttugu ár bjóða eyjaklasann til sölu. Uppsett verð er 150 til 195 milljónir og þá fylgir tíu manna hraðbátur. Lenda má flugvél í heimatúninu. Hentar í ferðaþjónustu segir fasteignasali.

Krefst 2,6 milljóna eftir árás

Karlmaður um tvítugt hefur verið krafinn um rúmlega 2,6 milljónir króna af manni sem hann réðst á árið 2010 fyrir utan skemmtistað í Vestmannaeyjum.

"Stjórnarskráin ver okkur fyrir Þór Saari“

Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga, gerir alvarlegar athugasemdir við að Þór Saari, alþingismaður Hreyfingarinnar, setji „eignarrétt veiðiréttareigenda á veiðihlunnindum innan gæsalappa og tali eins og ríkisvaldið hafi það í hendi sér að gera þau upptæk“.

Segja ekki sýnt fram á réttmæti kröfu

Skilanefnd Glitnis tókst ekki að sýna fram á réttmæti kröfu um kyrrsetningu eigna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Lárusar Welding þegar krafan var lögð fram hjá sýslumanni.

Gera ráðstafanir vegna díoxíns

Sorpsamlag Þingeyinga hefur gripið til ráðstafana eftir að magn díoxíns og köfnunarefnisoxíðs reyndist yfir viðmiðunarmörkum þegar útblástur frá stöðinni var mældur í september 2011, en niðurstöður mælinganna bárust 5. janúar síðastliðinn.

Tekinn dópaður undir stýri

Lögregla stöðvaði ökumann á Hverfisgötu í Reykjavík í nótt, grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Verkalýðsfélög segja ríkisstjórnina hafa svikið mikilvæg loforð

Ríkisstjórnin hefur svikið mikilvæg loforð, meðal annarra um bætt kjör handa þeim, sem minnst bera úr býtum og ekkert bólar á fjárfestingum eða aðgerðum, sem væntingar voru uppi um vin undirritun kjarasamninga, segir í ályktun fundar samninganefndar Bárunnar og Verslunarmannafélags Suðurlands, sem haldinn var í gærkvöldi.

Teknir við kannabisræktun á tveimur stöðum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upprætti kannabisræktun á tveimur stöðum í austurborginni í gærkvöldi og lagði hald á plöntur og tæki til ræktunar. Nokkrir menn af asískum uppruna stóðu að þessari ræktun.

Gengið frá leigusamningi

Leigusamningur fyrir Þverá og Kjarrá í Borgarfirði var undirritaður í gær. Samningurinn er til fimm ára eða frá næsta sumri til ársins 2017.

Skora á stjórnvöld að standa við gefin loforð

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar stéttarfélags samþykkti ályktun um að skora á ríkisstjórn Íslands að standa við gefin loforð og undirritaðar yfirlýsingar, sem verða kjör og réttindi launafólks í landinu.

Búið að draga í Víkingalottóinu - Íslendingur fær 3 milljónir

Nú er búið að draga í Víkingalottóinu en ekki var hægt að draga á réttum tíma í kvöld vegna tæknilegra örðugleika. Það voru þrír sem hrepptu fyrsta vinningin, en þeir búa í Noregi, Danmörku og Finnlandi. Þeir fá tæplega 83 milljónir á mann.

Már í mál við Seðlabanka Íslands

Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur stefnt Seðlabanka Íslands til að fá launakjör sín leiðrétt. Málið hefur þegar verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Drættinum frestað

Sökum óviðráðanlegra aðstæðna hjá samstarfsaðila frestast Víkingalottó útdrátturinn um óákveðinn tíma. Tölurnar úr drættinum birtast hér á Vísi um leið og þær berast.

"Hver þarf á sjálfvirkri skammbyssu að halda?"

Blátt bann við eign og vörslu á hálfsjálfvirkum skotvopnum kemur ekki til með að hafa áhrif á iðkendur skotíþrótta að mati innanríkisráðherra sem vill herða vopnalögin í landinu.

Maturinn eyðilagðist þegar eldur kom upp í örbylgjuofni

Eldur kviknaði í örbylgjuofni í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu í dag. Óhappið varð þegar einn heimilismanna ætlaði að hita sér málsverð með fyrrgreindum afleiðingum. Engan sakaði en maturinn eyðilagðist og trúlega verður þessi örbylgjuofn ekki notaður framar. Aðrar skemmdir voru ekki sjáanlegar á heimilinu.

Tugmilljóna tjón þegar eldur kviknaði í spennistöð

Tugmilljóna tjón varð á spennuvirki í Hvalfirði eftir að eldur kviknaði þar í óveðrinu í gærkvöldi. Aðstoðarforstjóri Landsnets segir þörf á að skoða yfirbyggingu yfir spennuvirkið til að verja það fyrir salti og ísingu.

Jens Kjartansson farinn í leyfi

Jens Kjartansson er farinn í leyfi frá störfum sem yfirlæknir lýtalækningadeildar Landspítalans. Ákvörðunin er tekin að hans frumkvæði. Jens segir að landlæknir hafi vorið 2010 talið óheppilegt að hann upplýsti konur með PIP-púða um mögulega skaðsemi þeirra.

Fengu tilkynningu um hreyfingalausan mann

Lögreglumenn fara oft í útköll sem síðan reynast á misskilningi byggð en nú á dögunum fékk lögreglan tilkynningu um mann sem var sagður vera hreyfingalaus á bekk við suðurenda Reykjavíkurtjarnar.

Svartur á leik frumsýnd í Rotterdam

Íslenska kvikmyndin Svartur á leik verður frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Rotterdam sem hefst í lok mánaðarins að því er fram kemur á kvikmyndavefnum Hollywood Reporter. Þar keppir hún í flokki mynda sem eru allar eru frumraunir leikstjóranna.

Eiturefni yfir viðmiðunarmörkum á Húsavík

Magn díóxíns og köfnunarefnisoxíðs reyndist yfir viðmiðunarmörkum þegar útblástur frá Sorpsamlagi Þingeyinga var mældur þann 29. september 2011 en niðurstöður mælinganna bárust 5. janúar síðastliðinn. Í tilkynningu frá sorpsamlaginu segir að til viðeigandi ráðstafana hafi verið gripið. Efnin voru bæði undir viðmiðunarmörkum í mælingu sem gerð var 8. febrúar 2011. Gert er ráð fyrir að efnin verði innan viðmiðunarmarka þegar útblásturinn verður mældur að nýju í febrúar næstkomandi.

Tvö sveitarfélög halda leikskólagjöldum óbreyttum

Einungis tvö sveitarfélög af fimmtán hafa ekki hækkað gjaldskrár á leikskólum með fæði. Þar er um að ræða Ísafjarðabæ og Seltjarnarneskaupstað. Mesta hækkunin á almennri gjaldskrá fyrir átta tíma gæslu með fæði er hjá Reykjanesbæ um 16%, Hafnarfirði um 15% og Reykjavík um 13%. Níu tíma gæsla hefur einnig hækkað töluvert eða um allt að 23%. Forgangshópar eru ekki undanþegnir gjaldskrárhækkunum sveitarfélagana.

Fagnar því ef fatlaða fólkinu er hlift

"Ég fagna því ef þetta er rétt. Það er bara mikilvægt og gott að fólk sjái að sér," segir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG, um þá fyriræltun Reykjavíkurborgar að hætta við að hækka matargjöld á fatlaða starfsmenn á vernduðum vinnustöðum í Reykjavík.

Nýtt félag utan um Húsasmiðjuna

Danska byggingavörukeðjan Bygma Gruppen A/S mun stofna nýtt félag utan um rekstur Húsasmiðjunnar á Íslandi í kjölfar þess að hún keypti rekstur fyrirtækisins. Við það munu skuldir og skuldbindingar Húsasmiðjunnar ehf. á 2,5 milljarða króna færast yfir til hins nýja félags. Möguleg endurálagning skattayfirvalda upp á 700 milljónir króna og möguleg sekt samkeppnisyfirvalda vegna meints ólögmæts samráðs Húsasmiðjunnar við samkeppnisaðila sína verða skildar eftir á gömlu kennitölunni ásamt eignum upp á 240 milljónir króna. Enn fremur munu þær 800 milljónir króna sem Bygma greiddi fyrir Húsasmiðjuna verða eftir á henni og fara upp í sektargreiðslurnar verði þær að veruleika. Þetta kemur fram í skriflegu svari Framtakssjóðs Íslands (FSÍ), fyrrum eiganda Húsasmiðjunnar við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið. Bygma tók við rekstri Húsasmiðjunnar í byrjun árs 2012.

Allt á fullu í snjómokstrinum í dag

Vélheflar, stórvirkar vélskóflur, traktorar og fleiri tæki eru við snjóhreinsun í öllum hverfum borgarinnar. Í tilkynningu frá borginni segir að í dag séu 65 starfsmenn Reykjavíkurborgar og verktaka á hennar vegum við störf og hafa þeir 41 tæki til unmráða.

Réðust tvisvar inn á Dominos og hirtu tugi þúsunda

Fimm ungir karlmenn hafa verið ákærður fyrir rán á Dominos Pizza við Hjarðarhaga þann 21. febrúar síðastliðinn. Fjórir þeirra voru einnig ákærðir fyrir rán á Domnios í Spönginni þann 11. febrúar síðastliðinn.

Lögregla aðstoðaði illa haldinn mann í miðbænum

Færðin, eða ófærðin öllu heldur, í höfuðborginni síðustu daga hefur ekki farið framhjá neinum. Lögreglan greinir frá því að í gær hafi hún þurft að aðstoða mann sem var hríðskjálfandi og illa búinn á götum borgarinnar.

Golíat aflífaður

Hundurinn Golíat, sem er þriggja ára gamall, verður tekinn af lífi samkvæmt ákvörðun úrskurðarnefndar um hollustuhætti og mengunarvarnir. Hundurinn er í eigu 45 ára gamallar konu í Garðabæ.

Hundrað börn í nýjum leikskóla

Nýr leikskóli verður formlega tekinn í notkun í Garðabæ í dag. Fyrstu börnin hafa þó verið þar frá því á mánudag.

Sígildar perlur á metsölulista

Nokkrar af helstu perlum íslenskra bókmennta eru á meðal mest seldu bóka liðinnar viku í Pennanum-Eymundsson. Ástæðan er sú að nú eru skólarnir að hefjast á ný eftir jólaleyfi og margar af mest seldu bókunum eru á leslista framhaldsskólanna. Á lista yfir tíu mest seldu bækurnar eru meðal annars Úngfrúin góða og húsið, eftir Halldór Laxness, sem er í sjöunda sæti. Sjálfstætt fólk eftir sama höfund er í fjórða sæti. Það vekur líka kannski eftirtekt að í toppsætinu er svo kennslubók um hekl, sem Tinna Þórudóttir Þorvaldsdóttir skrifaði.

Líkir málinu við Úkraínu

„Kjósendur eiga að úrskurða um hvort ég hafi breytt rangt eða rétt í kjörklefanum. Að vera dreginn fyrir rétt af pólitískum andstæðingum minnir á Úkraínu þar sem forsætisráðherrann hefur verið dæmdur fyrir að hafa skrifað upp á slæman samning um gasflutninga.“

Ofbeldi foreldra dulinn vandi

Þrátt fyrir að líkamlegar refsingar á börnum séu bannaðar með lögum eru þær algengar hérlendis. Rannsókn sýnir að 6 til 10 ára börn eru líklegust til að verða fyrir ofbeldi. Fötluðum börnum er hætt við ofbeldi.

Þyngja refsingar við vopnaburði

Þynging refsinga við ólöglegum vopnaburði, aukin fjárframlög til lögreglu og aukin samvinna stjórnvalda við íslensk og alþjóðleg lögregluyfirvöld eru kostir sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sér í stöðunni eftir að nýtt hættumat greiningardeildar ríkislögreglustjóra var gert opinbert. Þar er dregin upp svört mynd af glæpastarfsemi hér, þar sem um er að ræða skipulagða starfsemi bæði innlendra og erlendra glæpahópa.

Eldur kom upp í spennistöð Landsnets í Hvalfirði

Eldur kom upp í spennistöðinni Brennimelur í Hvalfirði í gærkvöldi og var slökkvilið kallað á staðinn. Vegna eldsins og gríðarlegrar seltu var ekki mögulegt að spennusetja allt tengivirkið fyrr en ráðstafanir höfðu verið gerðar vegna eldsins og seltunnar.

Veiðileyfum í vötnum og ám verði úthlutað

Þingmaðurinn Þór Saari segir gróðahyggjuna komna út úr korti í stangveiði. Venjulegir veiðimenn hrekist burt. Gera ætti veiðirétt að almannarétti og úthluta stangveiðileyfum á sama hátt og nú er með hreindýraveiðileyfi.

Sjá næstu 50 fréttir