Innlent

Aldrei fleiri farið um Leifsstöð

Alls 541 þúsund erlendir ferðamenn yfirgáfu Ísland um Leifsstöð á árinu 2011. Eru það 14,4 prósentum fleiri en á árinu 2008 sem var áður metár.
Alls 541 þúsund erlendir ferðamenn yfirgáfu Ísland um Leifsstöð á árinu 2011. Eru það 14,4 prósentum fleiri en á árinu 2008 sem var áður metár. Fréttablaðið/GVA
Um 21 þúsund erlendir ferðamenn fóru úr landi um Leifsstöð í desember. Eru það ríflega 11 prósentum fleiri en í desember árið 2010. Samanlagt fóru því 541 þúsund erlendir ferðamenn úr landi um Leifsstöð á árinu 2011 sem er metfjöldi og tæplega 18 prósentum fleiri en árið 2010. Áður var árið 2008 metár þegar 473 þúsund erlendir ferðamann fóru um Leifsstöð.

Fyrstu tíu mánuðir síðasta árs voru allir metmánuðir yfir fjölda ferðamanna sem fóru gegnum Leifsstöð. Met voru hins vegar ekki slegin í nóvember og desember. Fjöldi ferðamanna í desember var meiri árin 2007 og 2008.

Þá hefur Icelandair birt tölur um fjölda farþega í flugum sínum á árinu 2011. Voru þeir 1.750 þúsund, um fimmtungi fleiri en árið 2010. Hefur Icelandair aldrei áður flutt jafnmarga farþega á einu ári og þá hefur sætanýting heldur aldrei verið betri.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×