Fleiri fréttir

Hélt dreng nauðugum

Ríkissaksóknari hefur ákært tæplega fertugan karlmann fyrir brot gegn frjálsræði, líkamsárás og brot gegn barnaverndarlögum gagnvart níu ára dreng.

110 milljóna tap hjá Sjálfstæðisflokki

Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 110 milljónum króna árið 2010, samkvæmt útdrætti úr ársreikningi flokksins, sem Ríkisendurskoðun hefur birt á vef sínum. Tapið er tveimur og hálfu sinni meira en árið áður, þegar það nam 46 milljónum.

Eldsupptökin í Drífanda voru í tauþurrkara

Eldsupptök í húsinu Drífanda í Vestmannaeyjum, sem hýsir Hótel Eyjar og bókaverslun Eymundssonar, voru í tauþurrkara á annarri hæð hótelsins, samkvæmt niðurstöðu rannsóknadeildar lögreglunnar í Reykjavík, sem sendi menn á vettvang í gær.

Krefjast allt að 400 milljóna fyrir björgun

Tryggingarféð sem krafist var við kyrrsetningu flutningaskipsins Ölmu í Fáskrúðsfjarðarhöfn er í samræmi við væntanlega kröfu björgunarlauna, eða allt að 400 milljónir króna.

Einhliða upptaka myntar allt of hættuleg

Allt of hættulegt er að taka einhliða upp mynt annars lands án þess að vera í samstarfi við landið að mati Más Guðmundssonar, bankastjóra Seðlabanka Íslands. Hann segir nauðsynlegt að hafa bakhjarl í seðlabanka viðkomandi lands.

Svari um viðskipti við Radíóraf

Innanríkisráðuneytið hefur gefið Ríkislögreglustjóra frest til 5. desember til að afhenda Ríkisendurskoðun upplýsingar varðandi 141 milljóna króna viðskipti við fyrirtækið Radíóraf á árunum 2007 til 2011. Spurt var um hvernig staðið var að vali á birgja í þeim viðskiptum.

Almyrkvi verður fyrir austan

Tunglmyrkvi verður á Íslandi 10. desember næstkomandi. Fram kemur á Vísi að myrkvinn muni sjást sem almyrkvi á austanverðu landinu en sem deildarmyrkvi vestanlands, svo fremi að ekki verði skýjað.

Jón samþykkti 600 milljónir frá ESB

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, greiddi atkvæði með 600 milljóna króna styrkjum frá Evrópusambandinu (ESB) vegna aðildarumsóknar Íslands. Fjárlög 2012 voru samþykkt til þriðju umræðu í gær eftir langar umræður.

Semja um skattamál stóriðjunnar - fréttaskýring

Fjármálaráðherra féll frá fyrirhuguðu kolefnisgjaldi á rafskaut, koks og kol, en gjaldið var að finna í bandormi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Ætlunin var að gjaldið skilaði 1,5 milljörðum króna í tekjur árið 2013.

Ekki stefnt að þjóðnýtingu

Líf Magneudóttir, formaður Vinstri grænna í Reykjavík, segir að ályktun á stjórnarfundi félagsins á þriðjudag, um að „einkaeignarhald á jarðnæði heyri almennt sögunni til“, megi ekki túlka þannig að þjóðnýting allra jarða sé á dagskrá.

Vilja fá skýrslu um Schengen

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ásamt átta öðrum þingmönnum flokksins farið fram á að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flytji Alþingi skýrslu um Schengen-samstarfið.

Ófrjósemisaðgerðum fjölgaði milli ára

Í fyrra gekkst 571 einstaklingur undir ófrjósemisaðgerð hér á landi, samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu. Um er að ræða 162 konur og 409 karla.

Aldrei fleiri doktorar í HÍ

Fimmtíu doktorsvarnir fara fram í Háskóla Íslands á þessu ári og hafa þær aldrei verið fleiri.

Leigja nú fimm myndir á ári

Hver Íslendingur leigði sér að meðaltali fimm sinnum mynd af myndbandaleigu á síðasta ári. Þegar mest lét, árið 2001, leigði hver Íslendingur sér ellefu myndir á ári. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands.

Fyrirspurnin of viðamikil

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra svarar ekki fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um hversu miklu fé opinberir aðilar verji til vísindarannsókna og nýsköpunar.

Birna stýrir Evrópustofu

Birna Þórarinsdóttir stjórnmálafræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastýra Evrópustofu. Evrópustofa verður opnuð eftir áramót og verður upplýsingamiðstöð Evrópusambandsins.

Framtíðarsýnin er skýr segir forseti borgarstjórnar

Engin pólitísk stefnumótun kemur fram í fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar sem kynnt var í gær að mati borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Forseti borgarstjórnar blæs á gagnrýni minnihlutans og segir pólitíska framtíðarsýn meirihlutans skýra.

Vinstri grænir segjast ekki mæla með eignaupptöku

Líf Magneudóttir formaður Vinstri grænna í Reykjavík segir að tilgangur ályktunarinnar um eignarhald á jarðnæði sem samþykkt var í gær hafi ekki verið sá að mæla með eignaupptöku eða blanda sér í þjóðlendumál. Henni sé einfaldlega ætlað að skapa umræðu. "Misjafnar skoðanir eru innan VG - sumar róttækar og aðrar íhaldssamar - og á það einnig við um stjórn VGR,“ segir Líf í samtali við fréttastofu.

Hringdu í neyðarlínuna og báðu um jólasveininn

Nú þegar desember nálgast eru krakkarnir farnir að iða af spenningi enda mikil gleði og hamingja sem fylgir jólunum. Eitt af því sem krakkarnir eru hvað spenntastir fyrir á jólunum er sjálfur jólasveinninn.

Jólabjórinn flæðir ofan í landsmenn - 206 þúsund lítrar seldir

Sala á jólabjór hefur farið einstaklega vel af stað þetta árið og samkvæmt upplýsingum frá Vínbúðinni hafa nú þegar verið seldir um 206 þúsund lítrar. Athygli vekur að hlutdeild Tuborg jólabjórs eru ríflega 80 þúsund lítrar, eða meira en þriðjungur allrar sölu.

Eldur í Viðarhöfða

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er nú á leið í Viðarhöfða vegna elds í iðnaðarhúsnæðis. Ekki er vitað meira um málið að svo stöddu.

Lögreglan lýsir eftir 16 ára pilti

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Tryggva Bergi, 16 ára. Talið er að hann sé klæddur í svarta úlpu, rauðar adidasbuxur og svarta inniskó. Tryggvi, sem er grannvaxinn og 175 cm á hæð, er með brún augu og stutt dökkt hár. Síðast er vitað um ferðir hans í Mosfellsbæ síðdegis á mánudag. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Tryggva eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.

VG í Reykjavík: Vilja afnema eignarhald á jarðnæði almennt

Stjórn Vinstri-grænna í Reykjavík lýsir yfir "létti og ánægju með þá ákvörðun Ögmundar Jónassonar, að synja Huang Nubo leyfis til uppkaupa á íslensku landi.“ Þetta kemur fram í ályktun frá stjórninni sem birt er á heimasíðu Vinstri grænna. Stjórnin segist vona að ákvörðunin megi verða "vísir þess sem koma skal, að eignarhald á jarðnæði verði úr höndum auðmanna, hverrar þjóðar sem þeir eru.“

Tónleikar til minningar um Hermann Fannar

"Það eru ótrúlegir hlutir að fara gerast þarna og mikið af snillingum sem ætla að koma þarna fram,“ segir Þorkell Máni Pétursson, sem stendur fyrir tónleikum til minningar um Hermann Fannar Valgarðsson, sem var bráðkvaddur í byrjun mánaðarins.

Þarf að borga 950 þúsund vegna bloggfærslu

Bloggari var dæmdur til að greiða konu þrjú hundruð þúsund krónur í miskabætur fyrir meiðyrði í hennar garð og þá voru ummæli sem birtust á heimasíðu mannsins dæmd dauð og ómerk. Dómari telur það vera tilefnislaust og óviðurkvæmilegt að rifja upp 30 ára gamla dóma, sem konan hlaut.

Viskíflaskan komin í 175 þúsund - uppboðið klárast í kvöld

Hæsta boð í viskíflöskuna fornu, sem fannst í Nauthólsvíkinni fyrir margt löngu, er komið í 175.000 krónur. Tilboðsfrestur rennur út í kvöld en andvirði flöskunnar mun óskipt renna til Guðmundar Felix Grétarssonar, fyrrverandi starfsmanns Rafmagnsveitunnar, sem eins og kunnugt er safnar nú fyrir kostnaðarsamri handaágræðsluaðgerð í Frakklandi.

Skammdegið reynist köttunum erfitt

Tólf kettir, sem ekki hefur verið hægt að rekja til eigenda sinna, hafa fundist dauðir í mánuðinum en í október voru slík tilvik aðeins fjögur talsins. Þetta kemur fram á vef Kattholts.

Rafmagnsvespur valda íbúum áhyggjum - engin aldurstakmörk

Rafmagnsvespur voru talsvert til umræðu þegar Garðbæingar hittu fulltrúa lögreglunnar að máli í fyrradag. Að sögn lögreglu eru vespurnar algengar í bænum og hafa bæjarbúar verulegar áhyggjur af tækjunum að sögn lögreglu. Þeim áhyggjum deila Garðbæingar með öðrum íbúum höfuðborgarsvæðisins en viðlíka kvartanir hafa komið fram á öðrum hverfafundum lögreglunnar.

Landsbankinn innkallar brúsa - tappinn gætið losnað

Landsbankinn hefur af öryggisástæðum ákveðið að innkalla alla nýlega drykkjarbrúsa sem merktir eru Sprota. Komið hefur í ljós að tappi brúsans getur losnað og það gæti valdið börnum hættu. Um er að ræða litla brúsa í fimm mismunandi litum með svörtum tappa.

Ræddu fjárlögin í sautján tíma samfleytt

Fjárlagafrumvarpið var rætt á Alþingi í alla nótt en umræðan hófst klukkan hálf þrjú í gær og henni lauk ekki fyrr en klukkan hálf átta í morgun. Útgjöld ríkissjóðs aukast um fjóra milljarða samkvæmt breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar.

Varaborgarfulltrúi VG spáir úrsögnum úr flokknum fari Jón

Fjöldi Vinstri grænna, sem lýsir stuðningi við Jón Bjarnason landbúnaðar-og sjávarútvegsráðherra í heilsíðuauglýsingum í dagblöðunum í dag, fullyrðir að Jóhanna Sigurðardóttir krefjist þess að Jón víki úr ríkisstjórninni. Varaborgarfulltrúi flokksins spáir úrsögnum úr flokknum ef það verður niðurstaðan.

Þrír teknir við kannabisrækt í Mosfellsbæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Mosfellsbæ í gærkvöld. Við húsleit á áðurnefndum stað var lagt hald á rúmlega 150 kannabisplöntur að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Jóni boðið að víkja en tekur slaginn - fréttaskýring

Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var boðið að velja sjálfur með hvaða hætti hann hyrfi úr ríkisstjórninni, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Jón þáði það boð ekki og berst nú fyrir framtíð sinni á ráðherrastól.

19 stiga frost í Svartárkoti

Eftir milda vetrarbyrjun upplifa landsmenn nú köldustu daga vetrarins til þessa. Sautján stiga frost mælist nú á Þingvöllum og í Mývatnssveit er kuldinn litlu minni eða fimmtán stiga frost. Allra mest mælist frostið þó í Svartárkoti, eða -18,9 gráður, en á þessum stöðum hefur verið kaldast í byggð í morgun.

Bloggari um nafnlaus SMS frá fyrrum þingmanni: "Merki um sjúkleika"

Bloggarinn Teitur Atlason hefur kært athafnamanninn Gunnlaug M. Sigmundsson til lögreglu fyrir SMS-sendingar þar sem Gunnlaugur villti á sér heimildir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Gunnlaugs í Fréttablaðinu í dag. Lögregla rannsakar málið, samkvæmt heimildum blaðsins.

Mildi var að fjórir gestir á hótelinu voru við vinnu úti í bæ

"Ég mun berjast fyrir því að koma því í gírinn aftur og vonandi er það hægt,“ segir Þröstur Johnsen, eigandi Hótels Eyja. En í húsnæðið sem hýsir meðal annars hótelið stór skemmdist í eldsvoða í nótt. Engan sakaði í eldsvoðanum.

Jóhanna í hópi helstu hugsuða

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er í 87. sæti yfir 100 mestu hugsuði heims í úttekt tímaritsins Foreign Policy.

Heilsíðuauglýsingar til stuðnings Jóni Bjarnasyni

Vel á annað hundrað manns úr röðum Vinstri grænna birta heilsíðuauglýsingu í dagblöðunum í morgun þar sem lýst er yfir eindregnum stuðningi við Jón Bjarnason landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra.

Eldurinn blossaði aftur upp í Eyjum

Eldurinn í stórhýsinu Drífandi í Vestmannaeyjum blossaði upp aftur um sjöleytið í morgun. Allt tiltækt slökkvilið Vestmannaeyja er aftur komið á staðinn og berst við eldinn.

Hærri gjöld lögð á herðar Kópavogsbúa

Gert er ráð fyrir að ýmis gjöld muni hækka í Kópavogi á næsta ári til að standa undir auknum rekstrarkostnaði, að því er fram kemur í fjárhagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár, sem lögð var fram til umræðu síðdegis í gær.

Lögregla rannsakar SMS-skeyti

Bloggarinn Teitur Atlason hefur kært athafnamanninn Gunnlaug M. Sigmundsson til lögreglu fyrir SMS-sendingar þar sem Gunnlaugur villti á sér heimildir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Gunnlaugs í Fréttablaðinu í dag. Lögregla rannsakar málið, samkvæmt heimildum blaðsins.

Kennarar á Akranesi segjast vera smánaðir

Tveir kennarar með samtals 67 ára starfsreynslu segja upp í Brekkubæjarskóla á Akranesi vegna vantrausts á stjórn skólans. Bæjarfulltrúi segir ömurlegt að þeim finnist þeir hraktir á braut og að enn virðist vandamál vera í skólanum.

Ísland enn valið besti kosturinn

Ísland var valið „Best European Adventure Destination“ af lesendum Sunday Times Travel Magazine, að því er kemur fram á heimasíðu Íslandsstofu. Í lauslegri þýðingu er Ísland því álitlegasti kosturinn þegar kemur að ævintýraferðum innan Evrópu.

Sjá næstu 50 fréttir