Fleiri fréttir

Sýna Færeyjum stuðning í verki

Vinirnir og söngvararnir Jógvan Hansen og Friðrik Ómar ætla að standa fyrir samstöðutónleikum sunnudaginn 11. desember í Hörpu.

Með burðargetu á við fimmtíu sæstrengi

Nýr hátæknisæstrengur milli Íslands og Rússlands gæti orðið að veruleika á næstunni. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, lýsti yfir áhuga sínum á lagningunni á blaðamannafundi með Össuri Skarphéðinssyni í Moskvu í gær.

Finna undanþágur frá árinu 1966

Innanríkisráðuneytið vinnur að því að taka saman svör við fyrirspurn þingmanns um undanþágur til aðila utan EES um kaup á jörðum og fasteignum hér á landi síðan árið 1966.

Fimm ára starfi nefndar lokið

Lokaskýrsla nefndar um aðstæður barna og unglinga á upptöku- og vistheimilum er nú í prentun og verður kynnt formlega í næstu viku.

Isavia styður Landsbjörg

Isavia ohf. hefur stofnað sérstakan sjóð til að styðja björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Tilgangur sjóðsins er að efla hópslysaviðbúnað björgunarsveita félagsins.

Manúela íhugar að stefna Grétari vegna njósna

Grétar Rafn Steinsson réði einkaspæjara til að fylgjast með ferðum fyrrverandi eiginkonu sinnar, Manúelu Óskar Harðardóttur, á meðan skilnaðarmál þeirra stóð yfir. Þá lét hann koma fyrir staðsetningartæki á bíl sem hún hafði til umráða. Hún íhugar að leita réttar síns hér á landi.

Guðfríður Lilja sendir formanni og þingflokksformanni tóninn

Átökin innan þingflokks Vinstri grænna opinberuðust í þingsal Alþingis þegar Guðfríður Lilja Grétarsdóttir skaut föstum skotum á formann og þingflokksformann síns eigin flokks um leið og hún lýsti eindregnum stuðningi við Jón Bjarnason. Sjálfstæðismenn krefjast þingkosninga.

Tunglmyrkvi á Íslandi 10. desember

Tunglmyrkvi verður á Íslandi þann 10. desember næstkomandi. Hann mun sjást sem almyrkvi á austanverðu landinu en sem deildarmyrkvi vestanlands. Samkvæmt upplýsingum á vef Almanaks Háskóla Íslands hefst almyrkvinn þegar enn er dagsbirta á Íslandi og því sést ekki almyrkvað tungl frá Reykjavík en deildarmyrkvi verður sýnilegur þaðan þegar dimmir.

Lögreglan: Ljóst að margir brotamenn hafa vopn undir höndum

Lögreglan segir að á hverju ári er lagt hald á verulagt magn af vopnum og oftar en ekki finnast þau við húsleitir í tengslum við rannsóknir mála. Í tilkynningu frá lögreglu segir að nýlega hafi verið lagt hald á nokkrar byssur og tugi hnífa í húsí í Reykjavík. Málið tengist skotárás í austurborginni föstudaginn 18. nóvember síðastliðinn.

Fór í meðferð og háskóla eftir að kíló af hassi fannst í bílnum

Karlmaður um þrítugt var í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjúár, fyrir fíkniefnalagabrot og umferðarlagabrot. Í júní á síðasta ári stöðvaði lögregla manninn er hann ók bíl sínum í Reykjavík. Hann var próflaus og fundu lögreglumenn tæpt kíló af hassi í rauðum plastpoka á gólfinu farþegamegin. Þá fundust einnig 87 kannabis plöntur, ásamt marijúana og kannabislaufum, í íbúð sem var á hans vegum í Kópavogi, sama dag.

Segja hallann á ríkissjóði vanáætlaðan um átján milljarða

Sjálfstæðismenn í fjárlaganefnd segja að halli ríkissjóðs á næsta ári verði 36 milljarðar eða um átján milljörðum meiri en í fyrstu hafi verið reiknað með. Þetta kemur fram í nefndaráliti sjálfstæðismanna en Kristján Þór Júlíusson einn nefndarmanna gerði grein fyrir álitinu á þingi í dag.

Alþingi viðurkennir sjálfstæði Palestínu

Alþingi Íslendinga samþykkti í dag að viðurkenna sjálfstæði og fullveldi Palestínu. Tillagan var samþykkt með 38 greiddum atkvæðum en 13 þingmenn Sjálfstæðisflokksins sátu hjá í málinu. Eftir að tillagan hafði verið samþykkt var klappað í þingsal og á pöllum þinghússins.

Hvenær eru skemmtistaðirnir opnir yfir hátíðarnar?

Það er að ýmsu að huga nú þegar jólin fara að ganga í garð. Á meðan sumir rembast við að finna jólagjafir handa vinum og vandamönnum eru aðrir að huga að því hvernig skreyta eigi jólatréð. Það eru þó einhverjir sem eru að velta fyrir sér hvernig skemmtanahaldið í miðborginni verður yfir hátíðarnar.

Ríkisstjórnin á engan stuðning inni hjá Hreyfingunni

Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir að innan þingflokks Hreyfingarinnar hafi ekkert verið rætt hvort ríkisstjórnin yrði varin vantrausti. Aðspurð segist hún sjálf efast um að það yrði raunin, enda hafi allir þingmenn Hreyfingarinnar greitt atkvæði gegn ríkisstjórninni þegar síðasta vantrauststillaga var lögð fram.

Meintir brennuvargar mættu í dómsal

Aðalmeðferð í máli fjögurra ungmenna, sem grunuð eru um að hafa brennt Krýsuvíkurkirkju til grunna aðfaranótt 2. janúar í fyrra, hófst í morgun. Öll fjögur mættu í dómsal í morgun.

Íslandsvasinn sleginn á 3,5 milljónir - Gallerí Fold bauð fyrir þrjá aðila

Postulínsvasi með mynd af Bessastöðum var í gær seldur hjá danska uppboðshaldaranum Bruun Rasmussen. Kaupandinn greiðir 3,5 milljónir króna fyrir vasann. "Þetta er stórmerkilegur gripur," segir Jóhann Hansen hjá Gallerí Fold um postulínsvasann en samkvæmt vefsíðunni Listapóstinum þá bauð starfsfólk gallerísins í vasann fyrir þrjá mismunandi aðila. Enginn þeirra fékk þó gripinn.

Meintum nauðgurum sleppt úr haldi

Tveir menn, um og yfir þrítugt, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu en þeir voru handteknir síðdegis á sunnudag grunaðir um að hafa nauðgað nítján ára stúlku í húsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Hin níu líf ríkisstjórnarinnar - tvö eftir

Ríkisstjórnin hefur haldið velli þrátt fyrir hvert átakamálið á fætur öðru á undanförnum tveimur árum. Ef ríkisstjórnin á níu líf eins og forsætisráðherra sagði, reiknast fréttastofunni til að að minnsta kosti sjö lífum hafi verið fórnað í átökum.

Telja líðan nemenda í Gerðaskóla ólíðandi

Fulltrúar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu ætla að gera ítarlega úttekt á starfsemi Gerðaskóla í Garði. Var þetta ákveðið eftir að svör bárust frá bæjarstjóra, skólanefnd og skólaráði í Garði við fyrirspurn ráðuneytisins í september síðastliðnum. Úttektin er gerð að ósk heimamanna í Garði.

Telur aðdróttanir ærumeiðandi

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Leikfélags Akureyrar ætlar að skoða réttarstöðu sína vegna þess sem hann kallar ærumeiðandi aðdróttanir í skýrslu um ófarir leikfélagsins.

Tekur ekki slag við Samfylkinguna

Fjármálaráðherra féll í gær frá fyrirhuguðu kolefnisgjaldi á rafskaut, koks og kol, en gjaldið var að finna í bandormi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Ætlunin var að gjaldið skilaði 1,5 milljörðum króna í auknar tekjur árið 2013.

Víkurskarð lokaðist

Víkurskarðið á milli Akureyrar og Húsavíkur lokaðist i gærkvöldi þegar stór flutningabíll komst ekki lengur leiðar sinnar, vegna yfirgefins bíls, og þurfti að nema staðar á miðjum vegi. Hann komst ekki af stað aftur vegna hálku og illviðris, en Vegagerðarmenn eru nú að greiða úr málinu.

Stór flutningabíll valt í Bakkaselsbrekku

Ökumaður á stórum flutningabíl var hætt kominn þegar hann missti stjórn á bílnum í vonsku veðri í Bakkaselsbrekku á Öxnadalsheiði um eitt leitið í nótt.

Stokkað upp í stjórninni á næstu vikum

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, nýtur ekki trausts í eigin þingflokki, þrátt fyrir eigin yfirlýsingar þar um. Þingflokkur Vinstri grænna fundaði í gær og kom þar fram megn óánægja með hvernig Jón hefur haldið á breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Hávær krafa kom fram um breytingar á ríkisstjórninni og er nú unnið að því að þær verði á næstu vikum.

Lyfin talsvert dýrari á Íslandi

Stúlkur, undir 18 ára aldri, fá bólusetningu í Lundi í Svíþjóð án þess að borga krónu hafi bólusetningin hafist áður en þær urðu 18 ára. Á Íslandi fá aðeins 12 og 13 ára stúlkur sams konar bólusetningu sér að kostnaðarlausu.

Ólína: „Enginn grunnur að sátt“

Ólína Þorvarðardóttir, þingkona Samfylkingar, og fulltrúi í atvinnuveganefnd, segir frumvarpsdrögin ekki koma til móts við greinargerð sem formaður og varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd sendu ráðherra síðastliðið haust.

Matís vill ekki styrk ESB vegna ráðherra

Óvissa um viðskiptalegar forsendur og pólitísk afstaða sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra varð til þess að stjórn Matvælarannsókna Íslands (Matís) ákvað síðastliðinn föstudag að hætta við að sækja um 300 milljóna króna styrk til Evrópusambandsins (ESB).

Telja enga stefnu í fimm ára áætlun

Borgarráðsfulltrúar minnihluta Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna segja „mjög slæmt“ að boðað sé til aukafunda í borgarráði og borgarstjórn í lok árs vegna fimm ára áætlunar um rekstur borgarinnar.

LÍÚ: Nýtingartími verði minnst 30-40 ár

„Við erum alfarið ósátt við þessar hugmyndir,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, sem gerir miklar athugasemdir við frumvarpsdrögin, meðal annars um nýtingartímann sem þyrfti að vera mun lengri.

Tap nú 5,3 milljarðar

Orkuveita Reykjavíkur (OR) tapaði ríflega 5,3 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Það er talsverður viðsnúningur frá sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn var tæplega 17 milljarðar króna. Þetta kemur fram í árshlutareikningi OR sem lagður var fram í gær.

Meiri áhersla á byggðamál

Frumvarpsdrög starfshóps Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að fiskveiðistjórnunarlögum hafa sætt gagnrýni fyrir verklag ráðherra, en ekki er að sjá efnislegar grundvallarbreytingar frá „Stóra kvótafrumvarpinu“ sem lagt var fram síðasta vor. Þó eru þættir tengdir byggðasjónarmiðum fyrirferðarmeiri í nýju drögunum.

Færri umsóknir en meira fé

Hjálparstarf kirkjunnar gerir ráð fyrir því að umsóknir um aðstoð fyrir jólin verði færri en að meira fé fari samt í úthlutun.

Segir ekkert um jarðaleigu

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vildi ekki tjá sig um mögulega afstöðu sína komi fram beiðni frá kínversku fjárfestingarfélagi varðandi leigu á Grímsstöðum á Fjöllum. Ráðherrann veitti félaginu ekki undanþágu til kaupa á jörðinni.

Viðurkenningar fyrir skreytingar

Orkuveita Reykjavíkur hyggst veita viðurkenningar fyrir fallegustu jólaskreytingarnar fyrir jólin líkt og undanfarin ár.

Fá engin svör frá Jóni Bjarna

Neytendasamtökin hafa í tvígang ítrekað við Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að reglugerð um kjöt og kjötvörur skuli endurskoðuð. Er það gert í ljósi gæðakönnunar sem birt var í mars árið 2010 á nautahakki. Frá þessu er greint í Neytendablaðinu.

Sjá næstu 50 fréttir