Fleiri fréttir

Lögreglan lýsir eftir vélsleða

Lögreglan lýsir eftir vélsleða sem var stolið í innbroti á Kjalarnesi í síðasta mánuði. Vélsleðinn, sem er gulur að lit og með númerið YN706, er af gerðinni SKI DOO MXZ 670. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar vélsleðinn er niðurkominn eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglustöðina á Krókhálsi 5b í Reykjavík í síma 444-1180 eða senda tölvupóst á netfangið

Forsætisráðherra þarf ekki að vera tekjuhæstur

Forsætisráðherra þarf ekki að vera tekjuhæsti starfsmaður ríkisins, samkvæmt nýju frumvarpi sem Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Þá verður tímabundin launalækkun þeirra sem heyra undir kjararáð numin úr gildi samkvæmt frumvarpinu.

Miðborgin skreytt fyrir 10 milljónir króna

Eins og glöggir miðborgargestir hafa tekið eftir að undanförnu hafa helstu verslunargötur í Reykjavíkurborg verið fagurlega skreyttar. Ekki skrýtið, enda er Reykjavíkurborg um þessar mundir að endurnýja jólaskraut fyrir tíu milljónir króna. Í bréfi sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs, sem birt var á fundi borgarráðs í gær, er óskað heimildar borgarráðs fyrir slíkri fjárfestingu.

Átján ára stúlka kærði nauðgun

Átján ára gömul stúlka hefur lagt fram kæru vegna nauðgunar sem hún segir að hafi átt sér stað aðfararnótt föstudags fyrir viku. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann sagði að stúlkan hefði kært málið í gær. Að öðru leyti vildi hann ekki veita upplýsingar um málið.

Sjálfstæðisflokkurinn með 38 prósenta fylgi

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 38 prósenta fylgi í nýjum þjóðarpólsi Gallups, sem RUV greinir frá, og hefur ekki mælst meira í tæp fjögur ár, eða frá því fyrir hrun.

Eldur í bílskúr

Eldur kviknaði í stökum bílskúr á baklóð í vesturbæ Reykjavíkur í nótt. Hann náði ekki að magnaðst áður en slökkvilið kom á vettvang og slökkti eldinn. Engin bíll var í skúrnum og varð óverulegt tjón á hlutum sem þar voru. Eldsupptök eru ókunn.

Saksóknari boðar Bjarna í yfirheyrslu

Embætti sérstaks saksóknara hefur boðað Bjarna Ármannsson, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, í yfirheyrslu vegna rannsóknar á stórfelldum brotum í rekstri Glitnis, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Reiddist eftir flöskutalningu

Lögreglan handtók síðdegis í gær karlmann á fimmtugsaldri sem ógnað hafði lögreglumönnum og öðru fólki með hnífi.

Fleiri ökumenn teknir dópaðir en drukknir

Lögreglan í Borgarnesi tekur orðið fleiri ökumenn sem aka undir áhrifum fíkniefna heldur en áfengis, að sögn Theódórs Þórðarsonar yfirlögregluþjóns í umdæminu.

Bygging nýs fangelsis sé háð skilyrðum

„Mín skoðun er sú að mikilvægt sé að veita heimild til byggingar nýs fangelsis en það þurfi að gera með ákveðnum skilyrðum.“ Þetta segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, en meirihluti nefndarinnar er andvígur því að heimila byggingu fangelsis á Hólmsheiði í samræmi við tillögur ríkisstjórnarinnar.

Stóra spurningin er hvort verðtrygging auki óstöðugleika

Það er óhætt að segja að verðtrygging lána hafi verið á milli tannanna á landsmönnum síðustu ár. Ekki síst í kjölfar gengisfalls íslensku krónunnar eftir bankahrunið haustið 2008 sem olli miklum hækkunum á höfuðstóli verðtryggðra lána. Hefur verið talað um „stökkbreytingu“ lána og forsendubrest í þessu samhengi.

Staða ríkissjóðs útilokar nýtt minjasafn

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir að staða ríkissjóðs sé með þeim hætti að ekki sé líklegt að fjárveitingar fáist á næstu árum til að byggja nýtt hús fyrir Náttúruminjasafn Íslands. Nefnd á vegum ríkisins og Reykjavíkurborgar um húsnæðismál safnsins, sem kom saman árið 2009, komst að þeirri niðurstöðu að ótímabært væri að vinna að málinu vegna fjárskorts.

Jólamarkaður í Álafosskvos

Ásgarður handverkstæði verður með sinn árlega jólamarkað og kaffisölu í húsnæði Ásgarðs að Álafossvegi 22 í Mosfellsbæ laugardaginn 3. desember. Markaðurinn hefst klukkan 12 og stendur til klukkan 17.

Vísar máli aftur til rannsóknar

Ríkissaksóknari hefur fellt úr gildi ákvörðun sérstaks saksóknara um að hætta rannsókn á fimm lífeyrissjóðum sem voru í umsjá Landsbankans. Sérstökum saksóknara hefur verið gert að taka málið til áframhaldandi rannsóknar.

Tvö fá verðlaun Velferðarsjóðs

Hrefna Haraldsdóttar foreldraráðgjafi og Stefán Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, hlutu í gær barnamenningarverðlaun Velferðarsjóoðs barna. Verðlaunin, samtals tvær milljónir króna, fengu þau fyrir framúrskarandi framlag í þágu velferðar barna.

Hringvegurinn klárast ekki næsta áratuginn

Breikkun Suðurlandsvegar til Selfoss lýkur í fyrsta lagi eftir áratug, Austfirðingar þurfa að bíða í sjö ár eftir Norðfjarðargöngum og Vestfirðingar fá ekki Dýrafjarðargöng fyrr en árið 2020. Þetta er meðal þess sem ný samgönguáætlun boðar en hún er nú í meðförum stjórnarflokkanna.

Úthlutun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur í 83 sinn

Hjartagæska Íslendinga sýnir sig í margskonar myndum rétt fyrir jól og ekki síst við söfnun og úthlutun jólaglaðninga Mæðrastyrksnefndar eins og Hugrún Halldórsdóttir fékk að kynnast í dag.

Þúsundir fjármögnunarleigusamninga í uppnámi

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að fjármögnunarleigusamningur sem fyrirtækið gerði við Lýsingu hafi verið ólöglegur. Þúsundir sambærilegra samninga eru í uppnámi vegna dómsins en stjórnarformaður Lýsingar segir að fyrirtækið fari ekki í þrot verði þetta niðurstaða Hæstaréttar.

Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna kynntar

Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna voru tilkynnt í dag. Athöfnin fór fram í Listasafni Íslands og var tilnefnt í tveimur flokkum, flokki fagurbókmennta og í flokki fræðibóka og rita almenns efnis og eru 5 bækur tilnefndar í hvorum flokki.

Ásgeir verður bæjarstjóri Voga

Sveitarfélagið Vogar hefur ráðið Ásgeir Eiríksson rekstrarhagfræðing og leiðsögumann sem næsta bæjarstjóra. Á fréttavef Víkurfrétta segir að tuttugu umsóknir hafi borist um starfið og þar segir ennfremur að forseta bæjarstjórnar hafi verið falið að ganga til samninga við Ásgeir.

Bjartari tímar framundan í HIV málum

Það eru bjartari tímar framundan þótt útlitið undanfarið hafi verið dökkt, segir Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV samtakanna á Íslandi. Alþjóðlegi alnæmisdagurinn er í dag og því verða samtökin með opið hús hjá sér milli klukkan fjögur og sjö í dag. Einar segir að það hafi orðið mikil aukning í HIV smiti undanfarin ár. Þá aukningu megi helst rekja til sprautusjúklinga. "Það er í mörgum tilfellum fólk sem á erfitt og býr við erfiðar félagslegar aðstæður,“ segir Einar.

Clarkson hneykslar - verkfallsmenn ætti að taka af lífi

Breska ríkisútvarpið hefur beðist afsökunar á ummælum sem Jeremy Clarkson, þáttastjórnandi bílaþáttarins Top Gear lét falla í beinni útsendingu í spjallþættinum The One Show á BBC. Þar var Clarkson spurður út í verkfall opinberra starfsmanna í Bretlandi sem boðað var til í gær og sagði hann réttast að taka starfsmennina af lífi fyrir framan fjölskyldur þeirra.

Vörukarfan hækkar alls staðar nema í Hagkaup og Nóatúni

Vörukarfa Alþýðusambands Íslands hefur hækkað í flestum verslunarkeðjum um 1,6% til 5,6% frá því í júní, nema í Hagkaupum og Nóatúni. Vörukörfurnar í þessum verslunum lækkuðu um -1,2% og -2,4%. Mæling ASÍ var framkvæmd í síðasta mánuði og samkvæmt könnunnni var mesta hækkunin hjá Nettó 5,6%, 10-11, 5,2% og Samkaupum Úrval 4,6%. Í tilkynningu frá ASÍ segir að frá seinustu mælingu megi sjá töluverðar hækkanir í öllum vöruflokkum í verslunum landsins, en einstakar lækkanir eru þó sjáanlegar í öllum verslunum nema hjá 10-11.

Markús nýr forseti Hæstaréttar

Markús Sigurbjörnsson var í dag kjörinn forseti Hæstaréttar og mun hann gegna embættinu frá 1. janúar á næsta fram til lok ársins 2016. Þetta var niðurstaða á fundi dómara Hæstaréttar í dag en á sama fundi var Viðar Már Matthíasson kosinn varaforseti réttarins. Ingibjörg Benediktsdóttir lætur af embætti.

Þau sungu saman með Mugison

Þessi mynd var tekin í kringum 11:17 í dag þegar þjóðin sameinaðist í söng í tilefni af Degi íslenskrar tónlistar. Sú nýbreytni var tekin upp í ár að allar útvarpsstöðvar landsins spiluðu sömu þrjú lögin frá klukkan 11:15. Myndin er tekin á Þorraseli, dagvist aldraðra, þar sem heimilisfólk tók undir fullum hálsi með Mugison í laginu Stingum af sem var eitt af lögunum þremur. Myndin er ein þeirra sem send var inn í samkeppni sem Úttón efndi til en verðlaun eru einkatónleikar með Mugison.

Vilja að Strætó gangi fram yfir miðnætti alla daga

Síðastliðinn mánuð voru settar inn rúmlega 300 hugmyndir á samráðsvettvanginn Betri Reykjavík. Hugmyndirnar miða að því að bæta þjónustu við borgarbúa og á meðal þeirra tillagna sem fengu mestan stuðning síðastliðinn mánuð var sú að Strætó verði látinn ganga fram yfir miðnætti alla daga. Sú hugmynd hefur nú verið send til umhverfis- og samgönguráðs til umfjöllunar.

Biskup hvetur þjóðkirkjufólk til að þrýsta á þingmenn

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, hvetur þjóðkirkjufólk til þess að minna þingmenn á mikilvæg hagsmunamál þjóðkirkjusafnaða í tölvupósti sem hann sendi á póstlista Þjóðkirkjunnar í dag. Í póstinum bendir hann á að lokaumræða um fjárlögin verði á miðvikudaginn.

Snjóar og snjóar í Bláfjöllum

Nú kyngir niður snjónum í Bláfjöllum að sögn Einars Bjarnasonar rekstrarstjóra skíðasvæðisins. Starfsmenn eru byrjaðir að troða og nú styttist í að hægt verði að opna eina lyftu fyrir þá sem stunda skipulagðar æfingar.

Glitnismenn leiddir fyrir dómara - myndband

Myndatökumenn á Fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis voru fyrir utan húsnæði sérstaks saksóknara í gærkvöldi þegar að skýrslutökum yfir fyrrum starfsmönnum Glitnis lauk og fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur þegar farið var fram á gæsluvarðhald yfir þremur þeirra.

Gengur ekki lengur að nota hrunið sem afsökun

Landsbyggðarþingmönnum var heitt í hamsi í atkvæðagreiðslu um niðurskurð heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni síðdegis í gær og sagði þingflokksformaður framsóknarmanna, Gunnar Bragi Sveinsson, að það þýddi ekki lengur fyrir ríkisstjórnina að nota hrunið sem afsökun.

Hrunið ýtti undir brugg og ræktun

Yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar segir afbrotatölfræði ríkislögreglustjóra undirstrika að eftir hrun hafi fólk frekar gripið til heimabruggunar og fíkniefnaframleiðslu frekar en innflutnings.

Manúela ætlar ekki að kæra Grétar - vegna barnanna

Manúela Ósk Harðardóttir ætlar ekki að kæra fyrrum eiginmann sinn Grétar Rafn Steinsson, knattspyrnumann, fyrir brot á friðhelgi einkalífsins. Grétar leigði breska einkaspæjara til þess að fylgjast með ferðum Manúelu og fjölskyldu hennar í haust. Manúela segir í yfirlýsingu að hún falli frá kærunni með hagsmuni barna þeirra að leiðarljósi.

Dorrit kveikir á Kringlutrénu

Kveikt verður á jólatré Kringlunnar við hátíðlega athöfn í dag klukkan fimm. Forsetafrúin Dorrit Moussaieff mun tendra ljósin og við sama tækifæri hefst formlega góðgerðarsöfnun á jólapökkum undir jólatréð.

Framleiðendur Game of Thrones ljóstruðu upp leyndarmáli

Það vakti athygli þegar framleiðendur Game of Thrones uppljóstruðu því í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í gær að persónur úr sögunni, sem ekki dóu í bók númer tvö, sem heitir A Clash of Kings, myndu deyja í þáttaröðinni sem tekin er upp hér á landi.

Syngjum saman!

Dagur íslenskrar tónlistar er haldinn hátíðlegur í dag og af því tilefni hefur verið ákveðið að leika þrjú íslensk lög samtímis á öllum útvarpsstöðvum landsins. Fyrsta lagið fer í loftið klukkan 11:15.

Bergljót hryggbrotnaði við myndatökur

Bergljót Arnalds datt illa af hestbaki síðustu helgi þar sem hún sat fyrir á myndatöku við að kynna nýja bók sína Íslensku húsdýrin og Trölli. Tveir hryggjaliðir féllu saman og samkvæmt læknum Bergljótar er mikið mildi að ekki fór verr. Samkvæmt frásögn útgefenda Bergljótar lá hún á hestinum og þegar hann jós kastaðist hún af baki, flaug heilan hring og lenti mjög illa á bakinu. Bergljót var að sögn heppin og verður útskrifuð af spítalanum í dag. Bergljót mun þurfa að ganga með hryggspelku næstu þrjá mánuði.

Fjórir árekstrar í morgun

Fjórir árekstrar hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu í morgun, samkvæmt upplýsingum frá árekstri.is. Flestir árekstranna eru aftanákeyrslur og þá var ekið á staur í Hafnarfirði. Ökumenn eru hvattir til að aka varlega nú þegar mikill snjór er á götum borgarinnar.

Teitur svarar: Annar Gunnlaugur en sá sem hefur kallað mig galinn

Teitur Atlason kennari í Svíþjóð og bloggari hefur nú svarað Gunnlaugi M. Sigmundssyni en þeir tveir hafa staðið í deilum um nokkra hríð í kjölfar þess að Teitur bloggaði um Gunnlaug og fyrirtækið Kögun. Svo langt gekk málið að Gunnlaugur, sem er fyrrverandi alþingismaður, sendi Teiti nafnlaus SMS skilaboð sem voru það svæsin að Teitur hefur kært málið til lögreglu. Gunnlaugur ritaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hann viðurkenndi að hafa sent skilaboðin.

Munum eftir sorphirðumönnunum

Reykjavíkurborg brýnir fyrir fólki að hafa aðgengi að sorpskýlum gott til að tryggja góða þjónustu. Það getur tekið á fyrir sorphirðumenn Reykjavíkurborgar að draga fullar tunnur í vondri færð og því eru íbúar hvattir til að hafa leiðir að sorptunnunum greiðar og moka frá sorpgeymslum. Auðvelt er að komast að því hvenær sorphirðumenn borgarinnar koma til að sækja sorpið. Íbúar geta séð þá daga sem leiðin þarf að vera greið að sorptunnunum með því að slá inn götuheiti í sorphirðudagatali Reykjavíkurborgar.

Sjá næstu 50 fréttir