Fleiri fréttir Grunaður um kynferðisbrot gegn 11 ára dóttur Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Vesturlands yfir manni sem grunaður er um að hafa beitt ellefu ára gamla dóttur sína kynferðisofbeldi. Stúlkan mun hafa sagt vinum sínum frá ofbeldinu. 5.12.2011 18:14 Ríkislögreglustjóri svarar ríkisendurskoðun Ríkislögreglustjóri hefur svarað fyrirspurn Ríkisendurskoðanda vegna viðskipta embættisins við Radíóraf. Ríkislögreglustjóri krafðist þess að Ríkisendurskoðandi viki sæti við afgreiðslu málsins þar sem hann taldi ríkisendurskoðanda vanhæfan til þess að fara með málið, þar sem hann fullyrti í fjölmiðlum að embætti ríkislögreglustjóra hefði brotið lög. 5.12.2011 16:12 Yfirvegaður og neitaði sök Laurent Gbagbo, fyrrum forseti Fílabeinsstrandarinnar, mætti í dag fyrir Alþjóðaglæpadómstólinn í Haag en hann er ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu, meðal annars morð og nauðgun. Samkvæmt ákærunni á hann að hafa framið voðaverkin á síðasta ári eftir að hann neitaði að viðurkenna ósigur í forsetakosningum. Um þrjú þúsund manns létust í átökum sem brutust út eftir kosningarnar. Gbagbo neitar sök, en hann var yfirvegaður þegar hann mætti fyrir dómara, þar sem hann tjáði honum að hann þyrfti ekki að lesa yfir ákærurnar. 5.12.2011 15:49 Margir eiga um sárt að binda á jólunum Þórhallur Heimisson, sóknarprestur við Hafnarfjarðarkirkju, segir að margir eigi um sárt að binda nú þegar jólin nálgast. Þó að jólin eigi að vera skemmtileg og hátíð ljóss og friðar sé staðreyndin sú að margir hafa miklar áhyggjur á þessum tíma ársins. 5.12.2011 15:35 Dagbókarbrot Páls Óskars: Von og vonleysi Dagbókarbrot frá Páli Óskari Hjálmtýssyni í Síerra Leóne munu birtast næstu daga á Vísi, eitt á dag, fram að söfnunar- og skemmtiþætti UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, sem sýndur verður á föstudag, á degi rauða nefsins. Dagur rauða nefsins verður í opinni útsendingu á Stöð 2 og hér á Vísi. 5.12.2011 15:30 Tveir ölvaðir af 860 ökumönnum Átta hundruð og sextíu ökumenn voru stöðvaðir víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu um helgina í sérstöku umferðareftirliti sem lögreglan heldur nú úti í umdæminu. 5.12.2011 15:24 Rafmagnslaust í Kópavogi Rafmagn fór af í Kópavogi fyrir stundu. Ekki er ljóst hvort það sé rafmagnslaust á fleiri stöðum. Samkvæmt bilanasíma orkuveitunnar hefur orðið bilun í dreifikerfi Orkuveitunnar og unnið er að lagfæringum. Líklega mun sú viðgerð taka um klukkustund. 5.12.2011 15:04 Tobba hótar að stefna forlagi vegna Flick My Life-bókar "Málið er að það gengur ekki upp að sumir þurfi að fara eftir reglum og aðrir ekki,“ segir Tobba Marinósdóttir fjölmiðlakona, en hún hefur látið lögfræðing senda útgáfunni Ókeibæ-kur viðvörun út af nýútkominni Flick My Life bók. Í bókinni, sem er unninn upp úr samnefndri heimasíðu, má finna tvær myndir af Tobbu sem eru teknar af Facebook-síðu hennar. 5.12.2011 14:22 Þorvarður hugsanlega ákærður fyrir að hafa orðið föður sínum að bana Ríkissaksóknari skoðar nú hvort það eigi að ákæra Þorvarð Davíð Ólafsson fyrir að hafa orðið föður sínum, Ólafi Þórðarsyni, að bana, en hann lést um helgina vegna áverka sem sonur hans veitti honum í hrottalegri árás á síðasta ári. Ólafur, sem hlaut mikla áverka, komst aldrei til meðvitundar eftir árásina. 5.12.2011 12:49 Vont veður og líkamsárásir á Suðurlandi Maður var sleginn í höfuðið með glasi utan við skemmtistaðinn Hvíta húsið á Selfossi aðfaranótt sunnudags samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi. Maðurinn var fluttur á heilsugæslustöðina á Selfossi þar sem gert var að sárum hans. 5.12.2011 11:45 Mikið frost næstu daga „Það vantar eina góða lægð úr suðri og þá ætti að hlýna,“ segir Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Mikið frost er víða um land og mældist hitastigið í Reykjavík -9 gráður klukkan níu í morgun og á Þingvöllum mældist -21 stigs frost í nótt. 5.12.2011 11:18 Ari Edwald: Gillz fer ekki í loftið á meðan málið er í athugun "Hann fer ekki í loftið á meðan málið er í athugun,“ svarar Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, spurður hvort Egill Gillzenegger Einarsson, muni skemmta landanum á vegum 365 miðla eftir að hann og unnusta hans voru kærð fyrir nauðgun í síðustu viku. 5.12.2011 10:55 Studdi ekki framlag til að halda áfram saksókn gegn Geir Atli Gíslason alþingismaður studdi ekki 12 miljóna króna framlag til sérstaks saksóknara Alþingis svo hann gæti haldið áfram saksókninni gegn Geir H. Haarde fyrir Landsdómi. Í atkvæðagreiðslu um þennan lið eftir 2. umræðu um fjárlagafrumvarpið var Atli í hópi tólf þingmanna sem sátu hjá en hann var sem kunnugt er formaður þingmannanefndarinnar sem lagði til að Geir yrði ákærður. 5.12.2011 10:55 23 morð á síðustu 13 árum Lagt var hald á um 27 kíló af marijúana á síðasta ári, 11 kíló af amfetamíni og yfir 15 þúsund e-töflur. Þá var einnig lagt hald á rúmlega 9 þúsund stykki af hassplöntum. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í afbrotatölfræði ríkislögreglustjóra. Á síðasta ári voru tilkynnt rúmlega 73.500 brot til lögreglu og heildarfjöldi brota voru færri en árin 2009 og 2008. 5.12.2011 09:51 Tveir teknir með mikið magn af steratöflum á Snæfellsnesi Síðustu tvær helgar hafa lögreglumenn á Snæfellsnesi fylgst sérstaklega með ástandi ökumanna. Leiddi þetta aukna eftirlit til þess að fjórir ökumenn voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. 5.12.2011 09:46 Ísland heldur áfram að falla niður spillingarlista Transparency Ísland er dottið niður í 13. sætið á lista Transparency International yfir spillingu í heiminum. 5.12.2011 07:43 Innbrotsþjófur ógnaði öryggisvörðum með kúbeini Innbrotsþjófur ógnaði tveimur öryggisvörðum með kúbeini, þegar þeir stóðu hann að verki við innbrot í verkstæði við Sefgarða á Seltjarnarnesi í nótt. 5.12.2011 07:41 Dópaður og réttindalaus ökumaður á 147 km hraða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók ökumann eftir að hafa mælt bíl hans á 147 kílómetra hraða á Reykjanesbraut á móts við Arnarnesbrúnna um klukkan hálf tvö í nótt. Ökumaðurinn, sem er um tvítugt, reyndist auk þess réttindalaus og undir áhrifum fíkniefna. 5.12.2011 07:39 Björgunarsveit aðstoðaði ökumann á Kleifaheiði Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til að aðstoða ökumann, sem hafði misst bíl sinn út af veginum á Kleifaheiði á Vestfjörðum í gærkvöldi. Ökuaðurinn slapp ómeiddur og gekk leiðangurinn vel. 5.12.2011 07:22 Þættir brutu blað í fjölmiðlun Öryrkjabandalag Íslands veitti Hvatningarverðlaun sín um helgina, á Alþjóðadegi fatlaðra, í fimmta sinn. Í flokki einstaklinga fékk Bergþór Grétar Böðvarsson viðurkenningu fyrir að stuðla að jákvæðri og uppbyggilegri umræðu um geðsjúkdóma á Íslandi og Hestamannafélagið Hörður fékk verðlaun í flokki fyrirtækja og stofnana fyrir frumkvöðlastarf í hestaíþróttum fatlaðra barna og unglinga. Loks hlaut sjónvarpsþátturinn Með okkar augum viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf í dagskrárgerð. 5.12.2011 07:15 Þorskur og ýsa nú MSC-vottuð Útflutningsráð norskra sjávarafurða (NSEC) hefur fengið MSC-vottun um sjálfbærar veiðar á allar þorsk- og ýsuveiðar við Noreg. Þetta þýðir að mögulegt er að selja afurðir af veiðum á 340 þúsund tonnum af þorski og 153 þúsund tonnum af ýsu undir merki MSC. Nær þetta til veiða í troll, línu, handfæri og net. Norðmenn selja saltfisk og fleiri afurðir í suðlægum löndum Evrópu og Suður-Ameríku. Frosnar afurðir og ferskar afurðir eru seldar í norðlægari Evrópulöndum. - shá 5.12.2011 07:00 Mannvirkjagerð er enn áberandi Vinnumálastofnun bárust tvær tilkynningar um hópuppsagnir í nóvember 2011. Um er að ræða tilkynningu um uppsagnir í fjármálastarfsemi og iðnaði. Heildarfjöldi þeirra sem sagt er upp er 72 starfsmenn. 5.12.2011 07:00 Hugmyndir um makríl fráleitar „Hugmyndir um fjögurra prósenta hlut Íslands í makrílveiðum eru fráleitar og ekki í neinu samræmi við kröfur okkar um réttmæta hlutdeild úr makrílstofninum,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, á heimasíðu sambandsins. 5.12.2011 06:00 Bókaskattur þvingar SI í mál gegn ríkinu Bækur og tímarit prentuð á Íslandi bera mun hærri virðisaukaskatt en erlent prentverk. Samtök iðnaðarins (SI) hlutast til um að reka prófmál gegn ríkinu fyrir héraðsdómi þar sem þess verður krafist að innlendir framleiðendur sitji við sama borð og þeir sem flytja inn bækur og tímarit prentuð erlendis. Bókaútgefendur, ólíkt prenturum, virðast hins vegar ekki hafa þekkt til þessa mikla munar á skattinum og hann skýrir ekki hvar þeir láta prenta bækur sínar. 5.12.2011 05:00 Aldrei mælst eiturefni í fóðri frá Líflandi Matvælastofnun (MAST) segir að „seint verði unnt að segja“ það æskilegt að fóðurframleiðsla sé innan þynningarsvæðis mengandi starfsemi, í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um starfsemi Líflands á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga. 5.12.2011 04:00 Aðferð Norðmanna yki fé um milljarða Íslendingar standa Norðmönnum langt að baki þegar kemur að fjármögnun rannsókna- og þróunarverkefna í sjávarútvegi. Væri aðferðafræði Norðmanna fylgt væri fé til rannsókna og þróunar um tveimur milljörðum krónum meira á ári. 5.12.2011 03:15 Með eigið lík í eftirdragi Rithöfundurinn Steinar Bragi hefur ekki sérstakan áhuga á að skrifa hrollvekjandi skáldskap en ýtir ekki frá sér heillandi hugmyndum sem sækja á hann, í fegurð sinni eða viðbjóði. Hann lýsir fyrir Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur baráttunni við krabbamein, stöðugri dauðahræðslu og hugmyndinni að baki nýju skáldsögunni Hálendinu, sem hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. 4.12.2011 22:00 Átakanlegt myndband um einelti vekur gríðarlega athygli Unglingur að nafni Jonah Mowry birti í ágúst síðastliðnum myndband á YouTube þar sem hann lýsir einelti sem hann hefur mátt þola í langan tíma. Myndbandið hefur vakið gríðarlega athygli enda hjartanístandi á að horfa. 4.12.2011 19:45 Ólafur Þórðarson látinn Ólafur Þórðarson tónlistarmaður lést á Grensásdeild í morgun. Hann komst aldrei til meðvitundar eftir að ráðist var á hann fyrir rúmu ári. Ólafur var fæddur árið 1949 í Glerárþorpi á Akureyri. Hann var menntaður tónlistarkennari og átti að baki glæstan feril með fjölmörgum hljómsveitum. Þar ber hæst Ríó Tríó, en einnig spilaði hann með hljómsveitunum Kuran Swing og South River Band, svo einhverjar séu nefndar. Hann rak einnig í mörg ár umboðsskrifstofu fyrir listamenn. 4.12.2011 14:52 Jónas Ingimundarson heiðurslistamaður Kópavogs Móttaka til heiðurs Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara var haldin í Salnum síðdegis í dag í tilefni þess að hann hefur verið kosinn heiðursborgari Kópavogsbæjar. Hann er fjórði heiðursborgari bæjarins. 4.12.2011 20:30 Vídeóleigum fer fækkandi Myndbandaleigur eiga nú undir högg að sækja en markaðurinn hefur dregist saman um rúman helming á tíu árum. Margar leigur hafa lagt upp laupana á síðustu misserum. 4.12.2011 18:42 Ögmundur: Vona að ekki sé verið að leiðbeina Nubo framhjá lögum Innanríkisráðherra segist vona að ekki sé verið að leiðbeina Nubo framhjá íslenskum lögum. Það sé ekkert óeðlilegt við það að ráðuneytið hafi ekki haft samband við fjárfestinn. Hlutverk þess sé ekki að standa í samningaviðræðum. 4.12.2011 18:34 Íbúar í Skaftárhreppi þreyttir á öskunni Aska heldur áfram að gera íbúum í Skaftárhreppi lífið leitt sem eru orðnir þreyttir á ástandinu. Þeir vilja fá svifryksmæli í Fljótshverfið en hafa þó andað léttar eftir að snjórinn kom. 4.12.2011 17:58 Lyfjanotkun aldraðra eykst Langflestir eða um níutíu prósent aldraðra sem búa heima taka einhver lyf að staðaldri og sumir fleiri en tíu lyf. Öldrunarlæknir segir lyfjanotkun hafa aukist hjá eldra fólki samhliða auknum lífslíkum. Mikilvægt sé að vera á varðbergi þegar öldruðum eru gefin lyf þar sem aukaverkanir lyfjanna geti haft mikil áhrif. 4.12.2011 17:50 Meiri spilling á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum Ísland lendir í þrettánda sæti á spillingarlista Transparancy International en samtökin gefa árlega út listann þar sem löndum er raðað eftir því hve mikil spilling þrífst þar. Í ár mælist minnsta spillingin á Nýja Sjálandi og þar á eftir koma Norðurlöndin Danmörk, Finnland og Svíþjóð. Í fimmta sæti er Singapúr og Norðmenn ná sjötta sætinu. Íslendingar eru því samkvæmt þessum mælikvarða töluvert spilltari en frændur okkar á Norðurlöndunum. Í sætunum fyrir neðan koma lönd á borð við Þýskaland, Japan og Austurríki. 4.12.2011 16:07 Hvatningarverðlaun ÖBÍ veitt í fimmta sinn Öryrkjabandalag Íslands veitti í gær á alþjóðadegi fatlaðra hvatningarverðlaun sín í fimmta sinn. Bergþór Grétar Böðvarsson fékk verðlaunin í flokki einstaklinga fyrir að stuðla að jákvæðri og uppbyggilegri umræðu um geðsjúkdóma á Íslandi. Í flokki fyrirtækja og stofnana fékk Hestamannafélagið Hörður verðlaunin fyrir frumkvöðlastarf í hestaíþróttum fatlaðra barna og unglinga. 4.12.2011 15:45 Einn forsprakka Outlaws í gæsluvarðhald - var með afsagaða haglabyssu Karl á þrítugsaldri, sem lögregla segir að sé einn forsprakka Outlaws vélhjólaklúbbsins hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. desember vegna gruns um aðild að skotárás í austurborginni í síðasta mánuði. Hann hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Maðurinn hefur ítrekað komið við sögu hjá lögreglu en hann var handtekinn á heimili sínu í Reykjavík á föstudag og síðan úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær. "Við húsleit hjá manninum var lagt hald á afsagaða haglabyssu og skotfæri en nú er rannsakað hvort byssan hafi verið notuð í umræddri skotárás,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. 4.12.2011 14:54 Engar yfirheyrslur hjá sérstökum í dag Hlé var gert á yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara í dag í Glitnismálinu svokallaða. Fjölmargir voru yfirheyrðir í gær vegna málsins en í samtali við fréttastofu í dag sagði Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari að ákveðið hefði verið að gera hlé í dag og einbeita sér þess í stað að því að undirbúa næstu viku. Þrír eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 4.12.2011 13:33 Jóla popup markaður í Hörpunni í dag Fjölmargir íslenskir hönnuðir tóku sig saman og settu upp jóla popup markað í Hörpu í gær og í dag. Af nógu er að taka og þeir sem eru í vandræðum með jólagjafirnar þetta árið finna áreiðanlega eitthvað á markaðnum. Opið er til klukkan sex í dag. 4.12.2011 13:29 „Gaman að vinna lottóið í þetta skiptið“ Kvikmyndin Á annan veg eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson vann til fyrstu verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Tórínó í gær. Hafsteinn segir verðlaunin hafa komið sér skemmtilega á óvart og líkir þeim við að vinna í lottó. 4.12.2011 12:29 Fjárlaganefnd stefnir á að klára í dag Formaður fjárlaganefndar segir nefndina ætla að afgreiða frumvarpið til þriðju umræðu í dag. Það sé mikilvægt að klára fjárlögin og hafa þau tilbúin fyrir næsta ár. Nefndin mun funda klukkan sex í kvöld og stjórnarflokkarnir stefna að því að greiða atkvæði um málið á miðvikudag. 4.12.2011 12:15 Nota fimm eða fleiri lyf að staðaldri - sláandi niðurstöður Ríflega fjörutíu prósent aldraðra nota fimm eða fleiri lyf að staðaldri samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var á Norðurlandi. Hjúkrunarfræðingur sem vann rannsóknina segir þetta sláandi niðurstöður. 4.12.2011 12:03 Skóflustunga tekin að stúku í Eyjum Fyrsta skóflustungan að nýrri stúku var tekin við Hásteinsvöll í Vestmannaeyjum í gær í þriggja stiga frosti og snjó. Samkvæmt vefmiðlinum eyjar.net var það Eyjólfur Guðjónsson útgerðarmaður sem fékk það hlutver að taka skóflustunguna og notaði til þess stóra skurðgröfu. 4.12.2011 10:18 Frábært skíðafæri fyrir norðan Skíðasvæði Skagfirðinga, Akureyringa, Dalvíkinga og Siglfirðinga eru opin í dag. Umsjónarmaður skíðasvæðisins á Siglufirði segir sjö stiga frost þar, norðaustan golu og smá „jólaéljagang“. Í Hlíðarfjalli er níu gráðu frost og logn og á Dalvík er flott færi og veður eins og það er orðað í tilkynningu. Svipaða sögu er að segja frá Sauðárkróki. 4.12.2011 10:15 Tvö umferðaróhöpp á Selfossi Tvö umferðaróhöpp komu upp í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í nótt og í morgun. Rétt fyrir hálf fjögur fór bíll útaf á Eyrarbakkavegi og hafnaði á skilti. Bíllinn er mikið skemmdur að sögn lögreglu en ekki urðu slys á fólki. 4.12.2011 10:11 Sjá næstu 50 fréttir
Grunaður um kynferðisbrot gegn 11 ára dóttur Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Vesturlands yfir manni sem grunaður er um að hafa beitt ellefu ára gamla dóttur sína kynferðisofbeldi. Stúlkan mun hafa sagt vinum sínum frá ofbeldinu. 5.12.2011 18:14
Ríkislögreglustjóri svarar ríkisendurskoðun Ríkislögreglustjóri hefur svarað fyrirspurn Ríkisendurskoðanda vegna viðskipta embættisins við Radíóraf. Ríkislögreglustjóri krafðist þess að Ríkisendurskoðandi viki sæti við afgreiðslu málsins þar sem hann taldi ríkisendurskoðanda vanhæfan til þess að fara með málið, þar sem hann fullyrti í fjölmiðlum að embætti ríkislögreglustjóra hefði brotið lög. 5.12.2011 16:12
Yfirvegaður og neitaði sök Laurent Gbagbo, fyrrum forseti Fílabeinsstrandarinnar, mætti í dag fyrir Alþjóðaglæpadómstólinn í Haag en hann er ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu, meðal annars morð og nauðgun. Samkvæmt ákærunni á hann að hafa framið voðaverkin á síðasta ári eftir að hann neitaði að viðurkenna ósigur í forsetakosningum. Um þrjú þúsund manns létust í átökum sem brutust út eftir kosningarnar. Gbagbo neitar sök, en hann var yfirvegaður þegar hann mætti fyrir dómara, þar sem hann tjáði honum að hann þyrfti ekki að lesa yfir ákærurnar. 5.12.2011 15:49
Margir eiga um sárt að binda á jólunum Þórhallur Heimisson, sóknarprestur við Hafnarfjarðarkirkju, segir að margir eigi um sárt að binda nú þegar jólin nálgast. Þó að jólin eigi að vera skemmtileg og hátíð ljóss og friðar sé staðreyndin sú að margir hafa miklar áhyggjur á þessum tíma ársins. 5.12.2011 15:35
Dagbókarbrot Páls Óskars: Von og vonleysi Dagbókarbrot frá Páli Óskari Hjálmtýssyni í Síerra Leóne munu birtast næstu daga á Vísi, eitt á dag, fram að söfnunar- og skemmtiþætti UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, sem sýndur verður á föstudag, á degi rauða nefsins. Dagur rauða nefsins verður í opinni útsendingu á Stöð 2 og hér á Vísi. 5.12.2011 15:30
Tveir ölvaðir af 860 ökumönnum Átta hundruð og sextíu ökumenn voru stöðvaðir víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu um helgina í sérstöku umferðareftirliti sem lögreglan heldur nú úti í umdæminu. 5.12.2011 15:24
Rafmagnslaust í Kópavogi Rafmagn fór af í Kópavogi fyrir stundu. Ekki er ljóst hvort það sé rafmagnslaust á fleiri stöðum. Samkvæmt bilanasíma orkuveitunnar hefur orðið bilun í dreifikerfi Orkuveitunnar og unnið er að lagfæringum. Líklega mun sú viðgerð taka um klukkustund. 5.12.2011 15:04
Tobba hótar að stefna forlagi vegna Flick My Life-bókar "Málið er að það gengur ekki upp að sumir þurfi að fara eftir reglum og aðrir ekki,“ segir Tobba Marinósdóttir fjölmiðlakona, en hún hefur látið lögfræðing senda útgáfunni Ókeibæ-kur viðvörun út af nýútkominni Flick My Life bók. Í bókinni, sem er unninn upp úr samnefndri heimasíðu, má finna tvær myndir af Tobbu sem eru teknar af Facebook-síðu hennar. 5.12.2011 14:22
Þorvarður hugsanlega ákærður fyrir að hafa orðið föður sínum að bana Ríkissaksóknari skoðar nú hvort það eigi að ákæra Þorvarð Davíð Ólafsson fyrir að hafa orðið föður sínum, Ólafi Þórðarsyni, að bana, en hann lést um helgina vegna áverka sem sonur hans veitti honum í hrottalegri árás á síðasta ári. Ólafur, sem hlaut mikla áverka, komst aldrei til meðvitundar eftir árásina. 5.12.2011 12:49
Vont veður og líkamsárásir á Suðurlandi Maður var sleginn í höfuðið með glasi utan við skemmtistaðinn Hvíta húsið á Selfossi aðfaranótt sunnudags samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi. Maðurinn var fluttur á heilsugæslustöðina á Selfossi þar sem gert var að sárum hans. 5.12.2011 11:45
Mikið frost næstu daga „Það vantar eina góða lægð úr suðri og þá ætti að hlýna,“ segir Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Mikið frost er víða um land og mældist hitastigið í Reykjavík -9 gráður klukkan níu í morgun og á Þingvöllum mældist -21 stigs frost í nótt. 5.12.2011 11:18
Ari Edwald: Gillz fer ekki í loftið á meðan málið er í athugun "Hann fer ekki í loftið á meðan málið er í athugun,“ svarar Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, spurður hvort Egill Gillzenegger Einarsson, muni skemmta landanum á vegum 365 miðla eftir að hann og unnusta hans voru kærð fyrir nauðgun í síðustu viku. 5.12.2011 10:55
Studdi ekki framlag til að halda áfram saksókn gegn Geir Atli Gíslason alþingismaður studdi ekki 12 miljóna króna framlag til sérstaks saksóknara Alþingis svo hann gæti haldið áfram saksókninni gegn Geir H. Haarde fyrir Landsdómi. Í atkvæðagreiðslu um þennan lið eftir 2. umræðu um fjárlagafrumvarpið var Atli í hópi tólf þingmanna sem sátu hjá en hann var sem kunnugt er formaður þingmannanefndarinnar sem lagði til að Geir yrði ákærður. 5.12.2011 10:55
23 morð á síðustu 13 árum Lagt var hald á um 27 kíló af marijúana á síðasta ári, 11 kíló af amfetamíni og yfir 15 þúsund e-töflur. Þá var einnig lagt hald á rúmlega 9 þúsund stykki af hassplöntum. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í afbrotatölfræði ríkislögreglustjóra. Á síðasta ári voru tilkynnt rúmlega 73.500 brot til lögreglu og heildarfjöldi brota voru færri en árin 2009 og 2008. 5.12.2011 09:51
Tveir teknir með mikið magn af steratöflum á Snæfellsnesi Síðustu tvær helgar hafa lögreglumenn á Snæfellsnesi fylgst sérstaklega með ástandi ökumanna. Leiddi þetta aukna eftirlit til þess að fjórir ökumenn voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. 5.12.2011 09:46
Ísland heldur áfram að falla niður spillingarlista Transparency Ísland er dottið niður í 13. sætið á lista Transparency International yfir spillingu í heiminum. 5.12.2011 07:43
Innbrotsþjófur ógnaði öryggisvörðum með kúbeini Innbrotsþjófur ógnaði tveimur öryggisvörðum með kúbeini, þegar þeir stóðu hann að verki við innbrot í verkstæði við Sefgarða á Seltjarnarnesi í nótt. 5.12.2011 07:41
Dópaður og réttindalaus ökumaður á 147 km hraða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók ökumann eftir að hafa mælt bíl hans á 147 kílómetra hraða á Reykjanesbraut á móts við Arnarnesbrúnna um klukkan hálf tvö í nótt. Ökumaðurinn, sem er um tvítugt, reyndist auk þess réttindalaus og undir áhrifum fíkniefna. 5.12.2011 07:39
Björgunarsveit aðstoðaði ökumann á Kleifaheiði Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til að aðstoða ökumann, sem hafði misst bíl sinn út af veginum á Kleifaheiði á Vestfjörðum í gærkvöldi. Ökuaðurinn slapp ómeiddur og gekk leiðangurinn vel. 5.12.2011 07:22
Þættir brutu blað í fjölmiðlun Öryrkjabandalag Íslands veitti Hvatningarverðlaun sín um helgina, á Alþjóðadegi fatlaðra, í fimmta sinn. Í flokki einstaklinga fékk Bergþór Grétar Böðvarsson viðurkenningu fyrir að stuðla að jákvæðri og uppbyggilegri umræðu um geðsjúkdóma á Íslandi og Hestamannafélagið Hörður fékk verðlaun í flokki fyrirtækja og stofnana fyrir frumkvöðlastarf í hestaíþróttum fatlaðra barna og unglinga. Loks hlaut sjónvarpsþátturinn Með okkar augum viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf í dagskrárgerð. 5.12.2011 07:15
Þorskur og ýsa nú MSC-vottuð Útflutningsráð norskra sjávarafurða (NSEC) hefur fengið MSC-vottun um sjálfbærar veiðar á allar þorsk- og ýsuveiðar við Noreg. Þetta þýðir að mögulegt er að selja afurðir af veiðum á 340 þúsund tonnum af þorski og 153 þúsund tonnum af ýsu undir merki MSC. Nær þetta til veiða í troll, línu, handfæri og net. Norðmenn selja saltfisk og fleiri afurðir í suðlægum löndum Evrópu og Suður-Ameríku. Frosnar afurðir og ferskar afurðir eru seldar í norðlægari Evrópulöndum. - shá 5.12.2011 07:00
Mannvirkjagerð er enn áberandi Vinnumálastofnun bárust tvær tilkynningar um hópuppsagnir í nóvember 2011. Um er að ræða tilkynningu um uppsagnir í fjármálastarfsemi og iðnaði. Heildarfjöldi þeirra sem sagt er upp er 72 starfsmenn. 5.12.2011 07:00
Hugmyndir um makríl fráleitar „Hugmyndir um fjögurra prósenta hlut Íslands í makrílveiðum eru fráleitar og ekki í neinu samræmi við kröfur okkar um réttmæta hlutdeild úr makrílstofninum,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, á heimasíðu sambandsins. 5.12.2011 06:00
Bókaskattur þvingar SI í mál gegn ríkinu Bækur og tímarit prentuð á Íslandi bera mun hærri virðisaukaskatt en erlent prentverk. Samtök iðnaðarins (SI) hlutast til um að reka prófmál gegn ríkinu fyrir héraðsdómi þar sem þess verður krafist að innlendir framleiðendur sitji við sama borð og þeir sem flytja inn bækur og tímarit prentuð erlendis. Bókaútgefendur, ólíkt prenturum, virðast hins vegar ekki hafa þekkt til þessa mikla munar á skattinum og hann skýrir ekki hvar þeir láta prenta bækur sínar. 5.12.2011 05:00
Aldrei mælst eiturefni í fóðri frá Líflandi Matvælastofnun (MAST) segir að „seint verði unnt að segja“ það æskilegt að fóðurframleiðsla sé innan þynningarsvæðis mengandi starfsemi, í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um starfsemi Líflands á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga. 5.12.2011 04:00
Aðferð Norðmanna yki fé um milljarða Íslendingar standa Norðmönnum langt að baki þegar kemur að fjármögnun rannsókna- og þróunarverkefna í sjávarútvegi. Væri aðferðafræði Norðmanna fylgt væri fé til rannsókna og þróunar um tveimur milljörðum krónum meira á ári. 5.12.2011 03:15
Með eigið lík í eftirdragi Rithöfundurinn Steinar Bragi hefur ekki sérstakan áhuga á að skrifa hrollvekjandi skáldskap en ýtir ekki frá sér heillandi hugmyndum sem sækja á hann, í fegurð sinni eða viðbjóði. Hann lýsir fyrir Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur baráttunni við krabbamein, stöðugri dauðahræðslu og hugmyndinni að baki nýju skáldsögunni Hálendinu, sem hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. 4.12.2011 22:00
Átakanlegt myndband um einelti vekur gríðarlega athygli Unglingur að nafni Jonah Mowry birti í ágúst síðastliðnum myndband á YouTube þar sem hann lýsir einelti sem hann hefur mátt þola í langan tíma. Myndbandið hefur vakið gríðarlega athygli enda hjartanístandi á að horfa. 4.12.2011 19:45
Ólafur Þórðarson látinn Ólafur Þórðarson tónlistarmaður lést á Grensásdeild í morgun. Hann komst aldrei til meðvitundar eftir að ráðist var á hann fyrir rúmu ári. Ólafur var fæddur árið 1949 í Glerárþorpi á Akureyri. Hann var menntaður tónlistarkennari og átti að baki glæstan feril með fjölmörgum hljómsveitum. Þar ber hæst Ríó Tríó, en einnig spilaði hann með hljómsveitunum Kuran Swing og South River Band, svo einhverjar séu nefndar. Hann rak einnig í mörg ár umboðsskrifstofu fyrir listamenn. 4.12.2011 14:52
Jónas Ingimundarson heiðurslistamaður Kópavogs Móttaka til heiðurs Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara var haldin í Salnum síðdegis í dag í tilefni þess að hann hefur verið kosinn heiðursborgari Kópavogsbæjar. Hann er fjórði heiðursborgari bæjarins. 4.12.2011 20:30
Vídeóleigum fer fækkandi Myndbandaleigur eiga nú undir högg að sækja en markaðurinn hefur dregist saman um rúman helming á tíu árum. Margar leigur hafa lagt upp laupana á síðustu misserum. 4.12.2011 18:42
Ögmundur: Vona að ekki sé verið að leiðbeina Nubo framhjá lögum Innanríkisráðherra segist vona að ekki sé verið að leiðbeina Nubo framhjá íslenskum lögum. Það sé ekkert óeðlilegt við það að ráðuneytið hafi ekki haft samband við fjárfestinn. Hlutverk þess sé ekki að standa í samningaviðræðum. 4.12.2011 18:34
Íbúar í Skaftárhreppi þreyttir á öskunni Aska heldur áfram að gera íbúum í Skaftárhreppi lífið leitt sem eru orðnir þreyttir á ástandinu. Þeir vilja fá svifryksmæli í Fljótshverfið en hafa þó andað léttar eftir að snjórinn kom. 4.12.2011 17:58
Lyfjanotkun aldraðra eykst Langflestir eða um níutíu prósent aldraðra sem búa heima taka einhver lyf að staðaldri og sumir fleiri en tíu lyf. Öldrunarlæknir segir lyfjanotkun hafa aukist hjá eldra fólki samhliða auknum lífslíkum. Mikilvægt sé að vera á varðbergi þegar öldruðum eru gefin lyf þar sem aukaverkanir lyfjanna geti haft mikil áhrif. 4.12.2011 17:50
Meiri spilling á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum Ísland lendir í þrettánda sæti á spillingarlista Transparancy International en samtökin gefa árlega út listann þar sem löndum er raðað eftir því hve mikil spilling þrífst þar. Í ár mælist minnsta spillingin á Nýja Sjálandi og þar á eftir koma Norðurlöndin Danmörk, Finnland og Svíþjóð. Í fimmta sæti er Singapúr og Norðmenn ná sjötta sætinu. Íslendingar eru því samkvæmt þessum mælikvarða töluvert spilltari en frændur okkar á Norðurlöndunum. Í sætunum fyrir neðan koma lönd á borð við Þýskaland, Japan og Austurríki. 4.12.2011 16:07
Hvatningarverðlaun ÖBÍ veitt í fimmta sinn Öryrkjabandalag Íslands veitti í gær á alþjóðadegi fatlaðra hvatningarverðlaun sín í fimmta sinn. Bergþór Grétar Böðvarsson fékk verðlaunin í flokki einstaklinga fyrir að stuðla að jákvæðri og uppbyggilegri umræðu um geðsjúkdóma á Íslandi. Í flokki fyrirtækja og stofnana fékk Hestamannafélagið Hörður verðlaunin fyrir frumkvöðlastarf í hestaíþróttum fatlaðra barna og unglinga. 4.12.2011 15:45
Einn forsprakka Outlaws í gæsluvarðhald - var með afsagaða haglabyssu Karl á þrítugsaldri, sem lögregla segir að sé einn forsprakka Outlaws vélhjólaklúbbsins hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. desember vegna gruns um aðild að skotárás í austurborginni í síðasta mánuði. Hann hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Maðurinn hefur ítrekað komið við sögu hjá lögreglu en hann var handtekinn á heimili sínu í Reykjavík á föstudag og síðan úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær. "Við húsleit hjá manninum var lagt hald á afsagaða haglabyssu og skotfæri en nú er rannsakað hvort byssan hafi verið notuð í umræddri skotárás,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. 4.12.2011 14:54
Engar yfirheyrslur hjá sérstökum í dag Hlé var gert á yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara í dag í Glitnismálinu svokallaða. Fjölmargir voru yfirheyrðir í gær vegna málsins en í samtali við fréttastofu í dag sagði Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari að ákveðið hefði verið að gera hlé í dag og einbeita sér þess í stað að því að undirbúa næstu viku. Þrír eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 4.12.2011 13:33
Jóla popup markaður í Hörpunni í dag Fjölmargir íslenskir hönnuðir tóku sig saman og settu upp jóla popup markað í Hörpu í gær og í dag. Af nógu er að taka og þeir sem eru í vandræðum með jólagjafirnar þetta árið finna áreiðanlega eitthvað á markaðnum. Opið er til klukkan sex í dag. 4.12.2011 13:29
„Gaman að vinna lottóið í þetta skiptið“ Kvikmyndin Á annan veg eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson vann til fyrstu verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Tórínó í gær. Hafsteinn segir verðlaunin hafa komið sér skemmtilega á óvart og líkir þeim við að vinna í lottó. 4.12.2011 12:29
Fjárlaganefnd stefnir á að klára í dag Formaður fjárlaganefndar segir nefndina ætla að afgreiða frumvarpið til þriðju umræðu í dag. Það sé mikilvægt að klára fjárlögin og hafa þau tilbúin fyrir næsta ár. Nefndin mun funda klukkan sex í kvöld og stjórnarflokkarnir stefna að því að greiða atkvæði um málið á miðvikudag. 4.12.2011 12:15
Nota fimm eða fleiri lyf að staðaldri - sláandi niðurstöður Ríflega fjörutíu prósent aldraðra nota fimm eða fleiri lyf að staðaldri samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var á Norðurlandi. Hjúkrunarfræðingur sem vann rannsóknina segir þetta sláandi niðurstöður. 4.12.2011 12:03
Skóflustunga tekin að stúku í Eyjum Fyrsta skóflustungan að nýrri stúku var tekin við Hásteinsvöll í Vestmannaeyjum í gær í þriggja stiga frosti og snjó. Samkvæmt vefmiðlinum eyjar.net var það Eyjólfur Guðjónsson útgerðarmaður sem fékk það hlutver að taka skóflustunguna og notaði til þess stóra skurðgröfu. 4.12.2011 10:18
Frábært skíðafæri fyrir norðan Skíðasvæði Skagfirðinga, Akureyringa, Dalvíkinga og Siglfirðinga eru opin í dag. Umsjónarmaður skíðasvæðisins á Siglufirði segir sjö stiga frost þar, norðaustan golu og smá „jólaéljagang“. Í Hlíðarfjalli er níu gráðu frost og logn og á Dalvík er flott færi og veður eins og það er orðað í tilkynningu. Svipaða sögu er að segja frá Sauðárkróki. 4.12.2011 10:15
Tvö umferðaróhöpp á Selfossi Tvö umferðaróhöpp komu upp í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í nótt og í morgun. Rétt fyrir hálf fjögur fór bíll útaf á Eyrarbakkavegi og hafnaði á skilti. Bíllinn er mikið skemmdur að sögn lögreglu en ekki urðu slys á fólki. 4.12.2011 10:11