Fleiri fréttir

Athvarf fyrir asna sótt heim

Skammt vestur af Malaga á suðurströnd Spánar, í bænum Nerja, er athvarf fyrir asna sem eru gamlir eða hafa sætt illri meðferð. Stefán Karlsson ljósmyndari Fréttablaðsins sótti athvarfið heim síðasta sumar og heillaðist af þessu óvenjulega heilsuhæli þar sem dýr eiga öruggt skjól.

Vill að menntamálaráðherra rannsaki íþróttahús vegna ósiðlegs athæfis

Móðir stúlku sem nítján ára karlmaður braut á í íþróttahúsi á Vestfjörðum á síðasta ári, hefur óskað eftir því við menntamálaráðuneytið að opinber rannsókn fari fram á því hvernig eftirlit með íþróttahúsinu, þar sem brotið átti sér stað, sé háttað. Þetta kemur fram á vefsíður Bæjarins bestu, bb.is.

Dæmdur fyrir að reyna smygla kókaíni til Íslands

Bandarískur karlmaður var dæmdur í tíu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Maðurinn reyndi að smygla um 380 grömmum af kókaíni hingað til lands í september í fyrra en fíkniefnin, samtals 68 einingar, flutti maðurinn til landsins frá New York, falin í líkama sínum. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi og þótti dómara tíu mánað fangelsi hæfileg refsing.

Fella niður flug til London á miðvikudag

Icelandair hefur fellt niður síðdegisflug til og frá London á miðvikudaginn kemur vegna verkfalls á Heathrow Um er að ræða verkfallsaðgerðir starfsmanna bresku flugmálastjórnarinnar. Búist er við miklum töfum og erfiðleikum vegna verkfallsins og hafa bresk stjórnvöld hvatt flugfélög til þess að fella niður flug svo forða megi neyðarástandi. Þetta var ítrekað á fundi með flugrekendum nú síðdegis.

Mikil hætta á að ungt fólk með ADHD noti vímugjafa

Meiri líkur eru á að ungt fólk með athyglisbrest með ofvirkni (ADHD) reyki, noti áfengi og ólögleg fíkniefni en fólk sem ekki hefur ADHD. Þetta sýna niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar sem unnin var af rannsóknarteymi undir stjórn Gisla Guðjónssonar prófessors í sálfræði við Kings College í Lundúnum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að fólk með ADHD sé með slíkri vímugjafanotkun að reyna að meðhöndla eigið ástand upp á eigin spýtur (e. self medication).

Björn Valur: Það er ágreiningur og við munum leysa hann

„Það blasir við ágreiningur, á því er enginn vafi, og við ætlum að leysa hann,“ sagði Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstri grænna, í viðtali í Kastljósinu í kvöld, þar sem hann sat fyrir svörum ásamt Ólöfu Nordal, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins.

Katrín afar bjartsýn á olíuleitina

Iðnaðarráðherra segir að þung áhersla verði lögð á að þjónustumiðstöð vegna olíuleitar á Drekasvæði verði á Íslandi fremur en Jan Mayen og lýsir mikilli bjartsýni um yfirstandandi útboð.

Isavia styrkir Landsbjörg

Isavia ohf. hefur stofnað sjóð til að styðja björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Tilgangur sjóðsins er að efla hópslysaviðbúnað björgunarsveita félagsins með sérstaka áherslu á hlutverk björgunarsveita í viðbúnaðaráætlunum áætlunarflugvalla. Markmið verkefnisins er að björgunarsveitir, og þar með viðbúnaðarkerfi landsins, séu ávallt sem best búnar þess að takast á við hópslys. Verkefnið er til þriggja ára og ráðgerir Isavia að styrkja björgunarsveitir Slysavarnafélagsins um 5 milljónir króna árið 2011 og 8 milljónir árið 2012 og 2013, samtals um 21 milljón króna, segir í tilkynningu.

300 stoppaðir um helgina - bara tveir ölvaðir

Um þrjú hundruð ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu um helgina í sérstöku umferðareftirliti sem lögreglan heldur nú úti í umdæminu. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að tveir ökumenn hafi reynst ölvaðir við stýrið og voru þeir sviptir ökuréttindum til bráðabirgða. „Tveimur til viðbótar var gert að hætta akstri sökum þess að þeir höfðu neytt áfengis en voru þó undir leyfilegum mörkum.“

Jón er enn ráðherra

Jón Bjarnason landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra sagði eftir þingflokksfund Vinstri grænna sem lauk rétt fyrir klukkan þrjú í dag, að hann væri enn í embætti. Mikill styr hefur staðið um störf Jóns síðustu daga og hefur hann verið harðlega gagnrýndur af samfylkingarfólki en einnig af nokkrum samflokksmönnum sínum.

Veist þú um fallega jólaskreytingu? Láttu Orkuveituna vita

Orkuveita Reykjavíkur óskar eftir tilnefningum almennings á fegurstu, smekklegustu og snotrustu jólaskreytingum á íbúðarhúsum og fyrirtækjum. Fyrirtækið hefur um árabil veitt viðurkenningar fyrir fallegustu skreytingarnar en það eru húseigendur eða íbúar eftir atvikum sem viðurkenninguna.

Þingflokkar Samfylkingar og VG funda

Þingflokkur Vinstri grænna situr nú á fundi en á honum mun Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, þurfa að gefa skýringar á því að hafa unnið að nýju frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða án vitneskju ríkisstjórnarinnar. Þingflokkur Samfylkingarinnar fundar einnig um málið á Alþingi núna.

Jón Bjarna segist njóta fulls trausts

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist njóta fulls trausts Steingríms J. Sigfússonar til að vera áfram í ríkisstjórninni. Þá segist hann gera ráð fyrir að njóta trausts forsætisráðherra þó hún hafi gagnrýnt störf hans.

Miklar frosthörkur fram undan

Veður fer kólnandi á landinu á næstu dögum. Spáð er allt að 18 stiga frosti á Hvanneyri á miðvikudag en þá spáir 13 stiga frosti í Reykjavík, 16 stiga frosti á Suðurlandi og 12 stigum á Egilsstöðum.

Norska Vítisenglinum verður vísað úr landi

Norskur vítisengill, sem lögreglan á Keflavíkurflugvelli stöðvaði við komuna hingað til lands í gærkvöldi til að vera viðstaddur aðalmeðferð í máli hans gegn íslenska ríkinu, fékk ekki að fara inn í landið og verður sendur aftur til Noregs við fyrsta tækifæri, að sögn lögreglustjóranum á Suðurnesjum.

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar

Herjólfur mun sigla til Þorlákshafnar til miðvikudagsins 7. desember næstkomandi en ástæðan er dýpi í Landeyjahöfn. Ekkert hefur verið hægt að dýpka þar undanfarið vegna öldurhæðar.

Eyruglu sleppt lausri í Eyjum

Eyruglu var á dögunum bjargað undan hrafnahópi í Vestmannaeyjum og farið var með hana á Náttúrugripasafnið við Heiðarveg þar í bæ. Uglan var í ágætu ásigkomulagi og var frelsinu fegin þegar henni var sleppt lausri daginn eftir. Talið er að uglan hafi haft viðdvöl í Eyjum í nokkrar vikur ásamt annarri stærri uglu, að því er kom fram á Eyjafrettir.is. Fjölmargir hafa séð þessar tvær uglur á ferli, aðallega við Hraunskóg í nýja hrauninu sunnan við Skanssvæðið og umhverfinu þar um kring.- fb

Hátt í hundrað ný tilfelli á hverju ári

Nýgengi átröskunarsjúkdóma hér á landi hefur haldist svipað undanfarin fimm ár. Síðan í janúar síðastliðnum hafa 79 einstaklingar leitað til geðdeildar Landspítalans vegna átröskunar, segir Sigurlaug María Jónsdóttir, sálfræðingur í átröskunarteymi spítalans á Hvítabandinu. Árið 2008 jókst nýgengið verulega, en þá leituðu fleiri en 100 einstaklingar eftir greiningu og meðferð.

Framleiðsla fóðurs á iðnaðarlóð gagnrýnd

Umhverfisvaktin við Hvalfjörð furðar sig á framleiðslu fóðurs innan þynningarsvæðis eiturefna á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga. Fyrirtækið segir hráefni geymd og unnin í lokuðum kerfum. Vöktun og eftirlit sé auk þess strangt.

Nubo sakar embættismenn um skort á upplýsingum

Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo hefur verið duglegur yfir helgina við að tjá sig í kínverskum fjölmiðlum um vonbrgiði sín og reiði yfir því að kaupum hans á Grímstöðum á Fjöllum var hafnað.

Stálu víni frá veitingastað

Brotist var inn í veitingastað í Reykjavík laust fyrir miðnætti í gærkvöldi og þaðan stolið nokkrum vínflöskum af barnum.

Erill hjá björgunarsveitum um helgina

Björgunarsveitarmenn komu með erlendan ferðamann til byggða í Hveragerði um kvöldmatarleitið eftir nokkurra klukkustunda björgunarleiðangur í Reykjadal, ofan við Hveragerði.

Hlýtur að fæla fjárfesta frá

„Þessi niðurstaða kom á óvart. Það er mikið kallað eftir erlendri fjárfestingu og þarna virtist vera áhugaverð hugmynd á döfinni,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um ákvörðun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um að veita kínverska fjárfestinum Huang Nubo ekki leyfi til að kaupa Grímsstaði á Fjöllum.

Pólitísk framtíð Jóns óviss

Pólitísk framtíð Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra ræðst í dag á þingflokksfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ræðst það af svörum ráðherrans hvort honum er sætt áfram í ríkisstjórninni.

Bændur geta framleitt sína orku sjálfir

Bændasamtök Íslands (BÍ) og Landbúnaðarháskólinn (Lbhí) telja raunhæft að íslenskur landbúnaður verði sjálfbær um orku með því að nýta lífræn hráefni til orkuframleiðslu. Átaksverkefni í orkumálum landbúnaðarins hefur verið hleypt af stokkunum með það að takmarki að minnka aðkeypta orku bænda um 20 prósent fyrir árslok 2015 og um 80 prósent fyrir árslok 2020.

Veruleg óánægja með Jón Bjarnason í ríkisstjórninni

Mikil óánægja er innan ríkisstjórnarinnar með framgöngu Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í tengslum við endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir ekki hægt að líða vinnubrögð Jóns.

Íslandsvasi til sölu á 2 milljónir

„Þetta er stórmerkilegur gripur,“ segir Jóhann Hansen hjá Gallerí Fold um postulínsvasa með mynd af Bessastöðum sem er til sölu hjá danska uppboðshaldaranum Bruun Rasmussen.

Fann til í baki og fæti

Erlendi ferðamaðurinn sem slasaði sig í Reykjadal fyrr í dag komst í hendur sjúkraflutningamanna núna rétt um sjöleytið. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg er ekki ljóst hverjir áverkar hans voru en hann fann til í baki og fæti og þótti réttara að flytja hann með gát.

Leppalúði prýðir Oslóartréð

Ljósin á Oslóartrénu voru tendruð fyrr í dag að viðstöddu fjölmenni. Auk ljósanna á trénu prýðir Leppalúði, jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, tréð. Leppalúði er sjötti óróinn í jólasveinaseríu Styrktarfélagsins en fyrri óróar félagsins hafa prýtt tréð síðustu ár.

Kallaði eftir aðstoð vegna fótbrots

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út til að aðstoða erlendan ferðamann í Reykjadal á Hellisheiði fyrir stundu. Sá hringdi inn til Neyðarlínu og óskaði eftir aðstoð. Hann telur sig vera fótbrotinn. Björgunarsveitir frá Þorlákshöfn, Hveragerði og Selfossi eru á leið á staðinn en reynist ástand hans rétt þarf að bera viðkomandi langa leið. Til þess þarf á bilinu 10 - 20 björgunarsveitarmenn enda aðstæður þannig að hált er á svæðinu.

Mál Vítisengils fyrir héraðsdóm á morgun

Mál Leif Ivar Kristiansen, leiðtoga Vítisengla í Noregi, verður flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun, samkvæmt dagskrá dómsins. Leif Ivar var stöðvaður við komuna til Íslands þann áttunda febrúar í fyrra. Hann gisti fangageymslur í Reykjanesbæ yfir eina nótt og var svo sendur með flugvél til Noregs. Morten Furuholmen, lögmaður Leifs Ivars, var með honum í för þegar hann kom til landsins en hann fékk inngöngu í landið.

Sprenging á Nesjavöllum

Sprenging varð við Nesjavallarvirkjun um hálfellefuleytið í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti varð sprengingin í tengivirki við streng eitt. Ein vél bilaði við óhappið en hún mun vera komin í gagnið aftur samkvæmt upplýsingum Vísis.

Engin sátt um nýja kvótafrumvarpið

Þingmaður Samfylkingarinnar segir enga sátt fólgna í drögum að nýju kvótafrumvarp sjávarútvegsráðherra og getur ekki ímyndað sér að það gæti komist óbreytt í gegnum þingið.

Ljósin tendruð í dag

Ljósin verða tendruð við hátíðlega athöfn á Oslóartrénu í dag. Sextíu ár eru liðin síðan íbúar Oslóar færðu Reykvíkingum fyrsta grenitréð að gjöf en tréð hefur ævinlega hefur verið sett upp á Austurvelli. Í mörg ár hefur verið til siðs að borgarbúar haldi upp á þessa vinargjöf fyrsta sunnudag í aðventu með bæði hátíðlegum söng og skemmtilegum uppákomum og á þessu afmælisári verður engin undantekning gerð þar á.

Höfuðkúpubrotinn eftir líkamsárás í Hafnarfirði

Tveir voru handteknir og einn var fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás í heimahúsi í Hafnarfirði um tvöleytið í nótt. Hinn slasaði var gestkomandi og leikur grunur á að hann sé höfuðkúpubrotinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fór gleðskapur ungs fólks úr böndunum með fyrrgreindum afleiðingum en fólkið var í annarlegu ástandi. Hnífur var dreginn upp eftir að til átakanna kom en engan sakaði af völdum hans. Málið er í rannsókn.

Sjá næstu 50 fréttir