Innlent

Hlýtur að fæla fjárfesta frá

Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar telur að ákvörðun innanríkisráðherra fæli erlenda fjárfesta frá.
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar telur að ákvörðun innanríkisráðherra fæli erlenda fjárfesta frá. fréttablaðið/Anton

„Þessi niðurstaða kom á óvart. Það er mikið kallað eftir erlendri fjárfestingu og þarna virtist vera áhugaverð hugmynd á döfinni,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um ákvörðun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um að veita kínverska fjárfestinum Huang Nubo ekki leyfi til að kaupa Grímsstaði á Fjöllum.

Hún segir það hljóta að vera að þessi ákvörðun fæli erlenda fjárfesta frá landinu.

„Þessi viðhorf hluta ríkisstjórnarinnar til erlendra fjárfesta hljóta að fæla frá. Þetta er allavega ekki til þess fallið að laða þá að.“

Erna segir samtökin, líkt og aðra í atvinnulífinu, hafa kallað eftir erlendri fjárfestingu hingað til lands og finnst henni mál Nubo vera glatað tækifæri.

„Það sem kom mér mest á óvart er að það hafi ekki verið reynt að semja við manninn á nokkurn hátt. Hann fékk ekki viðtal við ráðherra,“ segir hún.

Erna segir það undarlegt að innanríkisráðuneytið hafi ekki reynt að komast að einhvers konar málamiðlun við Nubo, til þess að reyna að ná einhverri lendingu. - sv
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.