Fleiri fréttir

Dráttartaugin slitnaði - Þór í jómfrúarútkallið

Dráttartaug á milli togskipsins Hoffells og Ölmu, hundrað metra flutningaskips frá Kýpur, slitnaði nú laust fyrir hádegi eftir að Landhelgisgæslan kom því til bjargar í nótt. Stýrisbúnaður skipsins bilaði og gæslan var því kölluð út í umfangsmiklar björgunaraðgerðir. Í þeim var Þór sendur í jómfrúarútkallið sitt.

Skipi bjargað við Hornafjörð

Í nótt barst Landhelgisgæslunni aðstoðarbeiðni frá Birni, dráttarbátnum á Höfn í Hornafirði vegna flutningaskipsins Ölmu, sem er um hundrað metra langt skip, skráð á Kýpur. Alma óskaði eftir aðstoð þegar í ljós koma að stýri skipsins virkaði ekki þegar dráttarbáturinn aðstoðaði skipið út fyrir Ósinn á Hornafirði. Lóðsinn tók skipið í tog og óskaði samstundis eftir allri aðstoð. Ingibjörg, björgunarskip Landsbjargar á Hornafirði og togskipið Hoffell voru þá kölluð til. Einnig voru dráttarbátarnir á Reyðafirði og Vestmannaeyjum settir í viðbragðsstöðu. Þyrlur gæslunnar voru einnig kallaðar út og Þór er í viðbragðsstöðu. Vindar tóku að snúast í SV hvassviðri nú í morgunsárið og því var nauðsynlegt að koma skipinu austur fyrir stokksnes. Um kl. sex var komin dráttartaug á milli Ölmu og Hoffells og þá var hættuástandi aflýst. Björgunarskipum var jafnframt snúið til hafnar. Flutningaskipið verður nú dregið í var í Berufirði eða Reyðarfirði.

Íslenskir járnkarlar leggja í þrekraunina

Núna klukkan tólf á hádegi hófu Íslendingar tólf keppni en Ironman eða Járnkarl samanstendur af þriggja komma átta kílómetra sundi sem fram fer í mexíkóflóa, hundrað og áttatíu kílómetra á hjóli og að lokum heilu maraþoni eða fjörutíu og tveggja komma tveggja kílómetra hlaupi. Íslendingarnir hafa margir hverjir æft undir viðburðinn í heilt ár og var góð stemmning í hópnum þegar fréttastofa náði tali af þeim á leið á keppnisstað í morgun. Einn Íslendinganna, Vignir Þór Sverrisson, stefnir að því setja nýtt íslandsmet í Ironman í dag en núgildandi metið, níu klukkustundir og tæpar tuttugu og fimm mínútur á Steinn Jóhannson frá því í Iron Man í Köln í fyrra. Hægt er að fylgjast með keppendum á heimasíðunni ironmanlive punktur com.

Þjófnaður eykst á Íslandi

Skipulagður þjófnaður hefur aukist hér á landi en verið er að rannsaka hvort alþjóðleg glæpastarfsemi tengist þessum kerfisbundnu þjófnuðum eins og í tilviki kvenna sem voru handteknar nýlega grunaðar um stórfelldan þjófnað úr verslunum á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir áttatíu til nítíu prósent búðaþjófa vera útlendinga. Hann spyr hvers vegna sé ekki tekið jafn föstum tökum á skipulagðri glæpastarfsemi af þessu tagi og á mótórhjóla- og glæpasamtökunum Vítisenglum.

Líkamsárás í Reykjavík

Tilkynnt var um eina líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Þar var maður laminn með flösku og náði lögregla að góma árásarmanninn á leið af vettvangi. Hann var fluttur niður á lögreglustöð en síðan leyft að fara að skýrslutökum loknum. Að öðru leyti var nóttin róleg, einungis tveir gistu fangageymslur og einn var kærður fyrir ölvun við akstur.

Ákært í Kvíabryggjumálinu

DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fyrrum forstöðumanni fangelsisins á Kvíabryggju, Geirmundi Vilhjálmssyni, svo og öðrum karlmanni til viðbótar.

Bylting í samgöngum

Einhver hafði á orði nýlega að íbúar Grindavíkur og Þorlákshafnar væru búnir að fá sín jarðgöng. Þar er vísað til nýs Suðurstrandarvegar á milli staðanna tveggja sem var opnaður almennri umferð á dögunum og þeirra möguleika sem hann gefur í atvinnu- og byggðamálum almennt. Varla er ofsagt að þessi tenging Suðurnesja og Suðurlands sé bylting sem er samanburðarhæf við tengingu byggða með jarðgöngum. Gunnar V. Andrésson ljósmyndari og Svavar Hávarðsson fóru á rúntinn einn dagpart og komust að því að ekki einungis er sunnanvert Reykjanes náttúruperla heldur ekki síður forvitnilegt fyrir áhugamenn um sögu og jarðfræði.

Krafist sextán ára fangelsis

Saksóknari í Mandal í Noregi krefst sextán ára fangelsisvistar yfir morðingja Heidi Thisland Jensen. Réttarhöldum lauk í gær. Heidi Thisland var stungin til bana af kærasta sínum, sem er 25 ára gamall og hefur játað á sig morðið. Átta ára gamall sonur Heidi fluttist til fjölskyldu sinnar í Vestmannaeyjum þegar móðir hans var myrt. "Það eru hrottalegar lýsingar sem ég hef fengið þegar réttarlæknirinn var að lýsa áverkum Heidiar, gömlum og nýjum sárum, en það er ekki lýsingarhæft,“ segir Óskar P. Friðriksson, afi drengsins

Úraræningjarnir eru þekktir glæpamenn

Úraræningjarnir sem rændu verslun Michelsen að morgni mánudagsins 17. október eru þekktir brotamenn í sínu heimalandi, Póllandi. Þrír þeirra komust úr landi og eru eftirlýstir af alþjóðalögreglunni Interpol. Sá fjórði hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 27. október og sætt yfirheyrslum. Hann hefur lítið viljað tjá sig, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins.

Hlutverk forsetans skýrara í tillögunum

Tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á hlutverki forseta Íslands eru að mörgu leyti til bóta. Til að mynda er formlegt hlutverk forseta, sem bar keim af stöðu konungs í gömlu dönsku stjórnarskránni, afnumið og því gefa tillögurnar betri mynd af því hvar framkvæmdarvaldið liggur en núverandi stjórnarskrá. Tillögurnar skortir hins vegar að tekist sé nægilega á við þá staðreynd að forseti fer með virk og raunveruleg völd í stjórnskipuninni. Þá eru ýmis ákvæði vanhugsuð.

AGS ekki með reglur um kynferðisáreitni

Segja mætti að það sé aðeins heppni að ekki hafi komið upp hneyksli tengt kynferðislegri áreitni innan Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrr en mál Dominique Strauss-Kahn kom upp í vor. Þetta segir Cynthia Enloe stjórnmálafræðingur og prófessor við Clark-háskóla í Bandaríkjunum. Enloe hélt fyrirlestur á málþingi Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum í Háskóla Íslands í gær.

Segja umræðu vera einhliða

Bæjarstjórn Hornafjarðar er ekki sátt við þá mynd sem dregin hafa verið upp af vandræðum hreindýra sem hafa verið að flækjast í girðingar bænda í sveitarfélaginu. Að sögn bæjarstjórnarinnar verður að nálgast málefni hreindýra bæði út frá velferð dýranna og hagsmunum bænda. „Mikill ágangur hefur verið á ræktað land og álag á girðingar því mikið. Ljóst er að hlutaðeigandi stofnanir verði að vinna með bændum að úrlausn þessara mála, til að koma í veg fyrir tjón bænda og tryggja um leið velferð

Rífur í sig frumvarp samflokksmanna

„Hvað sem mönnum finnst um staðsetningu flugvallarins er það óþolandi ríkisforsjá að lögfesta flugvöll í Vatnsmýri." Svo skrifar Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sína um nýtt lagafrumvarp sem níu samflokksmenn hans og þrír framsóknarmenn hafa lagt fram á Alþingi.

Skal rannsaka andlátið betur

Ríkissaksóknari hefur gert lögreglu að taka upp rannsókn á andláti Sigrúnar Mjallar Jóhannesdóttur, ungrar stúlku sem lést í fyrrasumar af ofneyslu fíkniefna. Þetta kom fram í fréttum RÚV í gær.

Getur reynst kostnaðarsamt

Breyting úr Breiðbandi í Ljósnet hjá Símanum getur hlaupið á tugum þúsunda fyrir hvert heimili. Síminn hefur unnið að þessum framkvæmdum undanfarið ár og er áætlað að þeim ljúki árið 2012 til 2013. Kostnaður fyrir heimili fer eftir því hvort er um að ræða fjölbýli eða einbýli og hvort þurfi að tengja og leggja nýja kapla innanhúss. Þetta kemur fram á vef Neytendasamtakanna.

Alþingismenn til svara á Bláu línunni

Framtíðarnefnd Sjálfstæðisflokksins leggur til að þingmenn flokksins sitji fyrir svörum minnst einu sinni í mánuði í auglýstum og skipulögðum símatímum sem kallist „Bláa línan“. Þá vill nefndin að flokkurinn komi sér upp vídeósímakerfi sem verði aðgengilegt á öllum skrifstofum hans.

Söng um einelti fyrir Bo

Fjölmargir ungir og efnilegir listamenn vöktu athygli í jólastjörnuleit fyrir jólatónleika Björgvins Halldórssonar. Einn listamannanna er Íva Matín Adichem, sem er þrettán ára. Íva Marín er blind, en lætur fötlun sína ekki aftra sér frá því að láta drauma sína ræta. Í úrtökuprófinu hjá Björgvin Halldórssyni söng hún hollenskt lag við texta sem hún samdi sjálf. Lagið kallar hún "Þú átt þér vin" og fjallar um einelti.

Ríkisstjórnin segist hafa lokið við tæplega 60% verkefna sinna

Af þeim 222 aðgerðum sem samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og VG frá því í maí 2009 tekur til, er 130 lokið að fullu eða mestu leyti, 89 í vinnslu eða afgreidd að hluta og þrjú sem ekki hafa enn komist á skrið. Á þessum tíma hafa verið samþykkt 354 frumvörp sem lög frá Alþingi, 100 þingsályktanir auk fjölda annarra þingmála.

Hátt í 30 manns komu saman í Silfru

Hátt í þrjátíu kafarar voru saman komnir í Silfru í gærkvöldi til að taka þátt í heimsmeti. Vonast er til að yfir þrjú þúsund manns hafi verið í kafi á sama tíma um allan heim. Það var komið kolniðamyrkur við Þingvallavatn í gærkvöldi þegar tugir kafara komu saman með það að markmiði að setja heimsmet í næturköfun, það er að segja flestir kafarar í kafi í einu.

Alþingi falið að bera ábyrgð á Vaðlaheiðargöngum

Stefnt er að því að Alþingi taki ákvörðun innan tveggja til þriggja vikna um hvort lánsfjárheimild verði veitt til Vaðlaheiðarganga. Nýir arðsemisútreikningar verða kynntir á opnum þingnefndarfundi á mánudag.

Jóhanna fundar með forseta framkvæmdastjórnar ESB

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er farin til funda í Brussel. Þar mun hún eiga fundi með Herman van Rompuy, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins og Jose Manuel Barrosso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Jafnframt fundar forsætisráðherra með Yves Leterme, forsætisráðherra Belgíu.

Sterkasta kona Íslands haldin um helgina

Keppnin „Sterkasta kona Íslands“ verður haldin í Höprunni klukkan tvö á sunnudaginn kemur. Keppnin er hluti af sýningunni „Icelandic Health and Fitness Expo“

Hnúfubakar hrella brimbrettakonu - ótrúlegt myndband

Litlu munaði að kona ein í Californíu endaði í gini hvals á dögunum. Hún var á brimbretti undan ströndinni í Santa Cruz þegar tveir stærðarinnar hnúfubakar stökkva upp úr sjónum. Hnúfubakarnir komust í feitt þegar torfa af ansjósum synti fram hjá og voru ekki á þeim buxunum að láta konuna á brimbrettinu trufla sig við þá iðju að skófla fiskinum upp í ginið.

Ikea reisir risageitina Gävle - var brennd fyrir ári

Þeir sem eiga leið um Kauptúnið í Garðabæ reka líklega upp stór augu en þar má finna risastóra geit. Um er að ræða sænsku jólageitina Gävle sem er á vegum Ikea. Geitin á ættir sínar að rekja til Svíþjóðar en hún er vinsælasta geit Svía. Geitin var fyrst reist á aðaltorgi bæjarins Gävle, sem er borið fram sem jevle, í upphafi aðventu ár hvert.

Myndband Audda fær ótrúlegar viðtökur

Myndband sem Auðunn Blöndal frumsýndi hér á Vísi á miðvikudagskvöld hefur farið eins og eldur í sinu um netið og var horft á það hvorki meira né minna en 70 þúsund sinnum á rétt rúmum sólahring.

Jólabjórinn kemur eftir 11 daga

"Það hefur alveg komið fyrir að einstaka tengundir klárast,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardótttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, en jólabjórinn kemur í vínbúðir þriðjudaginn 15. nóvember næstkomandi. Um 15 til 20 tegundir verða í boði þetta árið, sem er svipað og í fyrra.

Magnús Geir: Viðhorf sem dæmir sig sjálft

"Það öfgafulla viðhorf, sem fram kemur í greininni, dæmir sig í raun sjálft," segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins og leikstjóri leikritsins, Nei, ráðherra. Listakonurnar í leikhópnum Kviss bang búmm gagnrýndu Magnús harðlega í opinni grein, sem birtist á vef Félags leikstjóra á Íslandi (FLÍ).

Próflaus ökumaður reyndi að ljúga til nafns

Tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í Reykjavík í gærkvöld og nótt. Þetta voru kona á þrítugsaldri og karl á fertugsaldri, sem hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Annar karl, sömuleiðis á fertugsaldri, var stöðvaður við akstur í Garðabæ en sá hafði líka þegar verið sviptur ökuleyfi. Viðkomandi reyndi að ljúga til nafns en maðurinn hefur áður verið tekinn fyrir að aka sviptur.

Menntamenn handteknir fyrir þjófnað

Tveir tvítugir piltar voru handteknir í miðborg Reykjavíkur fyrir þjófnað á dögunum. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni gengust mennirnir við þjófnaðinum enda voru þeir gripnir glóðvolgir.

Bóluefnið verður rannsakað

"Þetta er svolítið sérstakt og óvenjulegt,“ segir Haraldur Briem sóttvarnarlæknir í samtali við fréttastofu. Við sögðum frá því fyrr í dag að fimm stúlkur í Grunnskóla Húnaþings vestra hefðu sýnt ofnæmisviðbrögð eftir að þær voru bólusettar við HPV-veirunni í gær.

Aftur vélavandræði hjá Airbus A380 - ári eftir að hreyfill sprakk

Airbus A380 risaþota sem var á leið frá Sidney í Ástralíu til London neyddist til að lenda í Dúbaí í dag þegar bilun kom upp í hreyflum vélarinnar. Um er að ræða stærstu farþegaþotu í heimi en um 250 farþegar voru um borð. Fjórir hreyflar eru á vélunum og þurftu flugmennirnir að slökkva á einum þeirra þegar bilunin kom upp. Þeim tókst þó að lenda án vandræða í Dúbaí.

Fimm stúlkur sýndu ofnæmisviðbrögð - ein flutt á sjúkrahús

Kallað var á tvo sjúkrabíla í Grunnskóla Húnaþings vestra í gær eftir að fimm stúlkur í áttunda bekk fengu ofnæmisviðbrögð eftir bólusetningu við HPV-veirunni. Ein stúlkan var flutt til Reykjavíkur á Barnaspítala Hringsins til frekari skoðunar.

Segja kvenmenn, homma og útlendinga niðurlægða í Borgarleikhúsinu

Leikhúskonurnar Eva Björk Kaaber, Eva Rún Snorradóttir og Vilborg Ólafsdóttir, gagnrýna Leikhússtjórann Magnús Geir Eyjólfsson, harðlega fyrir uppsetningu sína á grínleikritinu Nei, ráðherra. Þær skora meðal annars á Magnús að ráða kynjafræðing til þess að aðstoða við uppsetningu leiksýninga í Borgarleikhúsinu, þar sem leikritið er sýnt.

Útvarpsstjóra barst hvítt duft í pósti

"Ég held að það sé betra að hafa vaðið fyrir neðan sig og ekki gefa sér að þetta sé grín eða eitthvað svoleiðis,“ segir Páll Magnússon útvarpsstjóri sem fékk torkennilegt bréf frá Marokkó sent á skrifstofu sína í gær. Í bréfinu var miði með arabísku letri og þá var einnig hvítt duft í umslaginu. Nokkur viðbúnaður var í Útvarpshúsinu í gær eftir atvikið.

Jóhanna hittir forseta framkvæmdastjórnar ESB

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fer eftir helgina til funda í Brussel. Þar mun hún eiga fundi með Herman van Rompuy, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins og Jose Manuel Barrosso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Jafnframt mun Johanna funda með Yves Leterme, forsætisráðherra Belgíu.

Flugvöllurinn verði lögfestur í Vatnsmýri

Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vilja að staðsetning Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri verði lögfest og að óvissu um framtíð hans verði þannig eytt. Lagafrumvarp þessa efnis var lagt fram á Alþingi í gær en fyrsti flutningsmaður er sjálfstæðismaðurinn Jón Gunnarsson.

Ljósastaurar slógu út - líklega vegna eldinga

„Okkur grunar að kerfið hafi slegið út vegna eldingar,“ segir Gunnlaugur Óskarsson, verkstjóri á rafmagnssviði HS Orku á Suðurnesjum, en stór hluti ljósastaura í Grindavík slógu út í gær.

Húmanistar verðlauna Pál Óskar

Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari fékk í gær Húmanistaviðurkenningu Siðmenntar. Verðlaunin eru árviss viðburður og hafa þau verið veitt samfellt í sjö ár. Í tilkynningu frá Siðmennt segir að Páll Óskar hafi árum saman barist fyrir mannréttindum samkynhneigðra og með jákvæðni sinni, sköpunarkrafti og einlægri framkomu verið landsmönnum öllum kærkomin fyrirmynd.

Þriðji þjófurinn ræktaði kannabis

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu yfirheyrði í gærdag konu, sem grunuð er um að hafa stolið allmiklu af fatnaði úr verslunum. Að auki hafði hún í vörslu sinni nokkrar kannabisplöntur.

Auki tekjur ríkissjóðs um tæpa 10 milljarða

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum, frumvarpi um nýjan fjársýsluskatt og frumvarpi um lokafjárlög ársins 2010.

Sjá næstu 50 fréttir