Innlent

Skal rannsaka andlátið betur

Jóhannes Kr. Kristjánsson
Jóhannes Kr. Kristjánsson
Ríkissaksóknari hefur gert lögreglu að taka upp rannsókn á andláti Sigrúnar Mjallar Jóhannesdóttur, ungrar stúlku sem lést í fyrrasumar af ofneyslu fíkniefna. Þetta kom fram í fréttum RÚV í gær.

Ákvörðunin byggir að miklu leyti á gögnum sem faðir stúlkunnar, fréttamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson, aflaði sér áður en hann kærði ákvörðun lögreglu að hætta rannsókninni. Lögregla mun nú rannsaka hvort einhver annar en Sigrún sjálf sé ábyrgur fyrir andláti hennar.- sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×