Fleiri fréttir Þurfum að gera betur varðandi flóttafólk Flóttamannanefnd velferðarráðuneytisins vonast til þess að geta tekið á móti svokölluðu kvótaflóttafólki hingað til lands í byrjun næsta árs. Ekki var tekið á móti neinum árið 2009 eða í ár, en sex kólumbískir flóttamenn fengu hér aðstöðu í fyrra. Hugtakið kvótaflóttamaður vísar til þess ákveðna fjölda sem boðið er til landa samkvæmt mati Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. 4.11.2011 06:15 Það tekur alla tíma að aðlagast Þjóðin hefur staðið sig mjög vel í að bjóða innflytjendur velkomna og mér þykir mikið til koma. Ég finn fyrir miklum samhug þann stutta tíma sem ég hef verið hér og á þeim stöðum sem ég hef heimsótt. En ég er líka viss um að það sé mikill vilji fyrir því að gera hlutina betur en nú þegar hefur verið gert og efla þetta mikilvæga starf.“ 4.11.2011 06:00 Dýraspítali og hesthús á hjólum Dýraspítali og hesthús, samtals 230 fermetrar að stærð, voru flutt í heilu lagi af fyrrverandi svæði hestamannafélagsins Gusts í Glaðheimum og á Kjóavelli, þar sem Gustsmenn hafa fengið úthlutað nýju svæði. 4.11.2011 06:00 Snýst um aðferðir en ekki pólitíska stefnu Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, hefur lýst yfir framboði gegn sitjandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni, á landsfundi sem haldinn verður 17. nóvember. Hanna Birna er fyrsta konan sem sækist eftir formennsku í flokknum í 82 ára sögu hans. 4.11.2011 04:00 Nærmynd af Óla Tynes Það var eitt helsta einkennismerki Óla Tynes fréttamanns að gæða fréttir kímni og glettni. Í meðfylgjandi nærmynd er farið yfir feril Óla en þátturinn var sýndur í Íslandi í dag í kvöld. 3.11.2011 22:12 Með vörur frá Karen Millen fyrir milljónir króna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær konu sem er talin tengjast umfangsmiklum þjófnaði í verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Hún er talin tengjast tveimur öðrum konum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi fyrir þjófnað að andvirði tugmilljóna króna. 3.11.2011 20:05 Offita barna: Fyrirtæki fara offari í markaðssetningu Næringarfræðingur segir fyrirtæki oft fara offari í markaðssetningu á vörum sínum, það eigi helst við um fæðubótaefni og orkudrykki. Hann segir dæmi um að foreldrar viti oft einfaldlega ekki hvað börnin þeirra eru að innbyrða. 3.11.2011 19:14 Ætla að henda 150 þúsund skömmtum af svínaflensubóluefni Hluta af þeim hundrað og fimmtíu þúsund skömmtum af bóluefninu gegn svínaflensu sem til er í landinu verður fargað á næstu vikum. Sóttvarnarlæknir telur enga þörf fyrir bóluefnið lengur en kostnaður efnisins sem fargað verður er tuttugu og fjórar milljónir. 3.11.2011 18:45 Ólafur Ragnar seldi Neyðarkarlinn Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, hóf formlega sölu Neyðarkalls björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar í verslanamiðstöðinni Kringlunni síðdegis í dag. Fyrsta Neyðarkarlinn keypti Magnús Gunnlaugsson, sem á líf sitt björgunarsveitum að launa, eftir að bátur hans sökk norður af Akurey í mars á þessu ári. 3.11.2011 18:21 Hanna Birna: Hagsmunum okkar best borgið utan ESB „Um leið og það finnur kraftinn, vonina og tækifærin sem hér eru kemur fólk aftur,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem tilkynnti það í dag að hún ætlaði að fara í framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins, aðspurð hvort að hún myndi berjast fyrir því að fá þá þúsundir Íslendinga sem hafa flust af landi brott aftur heim. 3.11.2011 17:48 Hamingja í Reykjavík Konu á fertugsaldri, sem tók út reiðufé í banka í borginni um miðjan dag í gær, brá illilega þegar hún uppgötvaði að peningarnir voru horfnir. Konan var komin aftur í vinnuna þegar henni varð þetta ljóst en peningana hafði hún látið í umslag, sem nú fannst hvergi. 3.11.2011 17:24 Svæfingalæknir í skilorðsbundið fangelsi Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Retykjavíkur yfir Árna Þór Björnssyni, svæfingalækni sem ákærður var fyrir að hafa blekkt Tryggingastofnun Ríkisins, til að greiða sér rúmar 4 milljónir króna með því að framvísa 265 röngum reikningum. 3.11.2011 17:01 Lekandi hjá 23 einstaklingum Á fyrstu níu mánuðum ársins greindust 23 ný tilfelli af lekanda, samkvæmt upplýsingum frá sýklafræðideild Landspítala. Þar af eru sextán karlar og sjö konur frá tvítugu til 66 ára. 3.11.2011 17:00 Óli Tynes borinn til grafar Útför Óla Tynes fréttamanns var gerð frá Fossvogskirkju í dag, að viðstöddu fjölmenni. Séra Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins, jarðsöng. Samstarfsmenn Óla af fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis báru kistuna úr kirkju, þau Telma Tómasson, Edda Andrésdóttir, Heimir Már Pétursson, Gissur Sigurðsson, Freyr Einarsson, Haukur Holm, Gunnar Reynir Valþórssson og Kristján Már Unnarsson. 3.11.2011 16:45 Brýnasta verkefnið að lækka skatta - Yfirlýsing Hönnu Birnu „Ég trúi því að framboð mitt styrki stöðu Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum. Formannskjörið snýst einfaldlega um það, hver sé líklegastur til að leiða okkur sjálfstæðismenn til sigurs í næstu kosningum. Með sigri getum við rofið kyrrstöðuna sem hvílir eins og mara á þjóðinni," segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér rétt í þessu vegna framboðs síns til formanns Sjálfstæðisflokksins. 3.11.2011 16:29 Hanna Birna býður sig fram Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, ætlar að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi hans sem hefst eftir tvær vikur. Hann Birna mun tilkynna þetta síðar í dag, samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Í skoðanakönnunum sem hafa verið gerðar á fylgi Hönnu Birnu mælist hún með umtalsvert meira fylgi en aðrir mögulegir frambjóðendur. Þeirra á meðal er Bjarni Benediktsson, núverandi formaður flokksins. 3.11.2011 15:57 Davíð Þór biður Maríu afsökunar Guðfræðingurinn og pistlahöfundurinn Davíð Þór Jónsson, hefur beðið Maríu Lilju Þrastardóttur afsökunar á að hafa hótað að stefna henni fyrir meiðyrði. María Lilja svaraði pistli Davíðs, sem var birtur í Fréttablaðinu um helgina, og þótti Davíð illa að sér vegið. Hann gaf henni því þrjá sólarhringa til þess að biðja sig afsökunar á ummælum eins og að hann hefði brenglað viðhorf til kynlífs og hefði ritstýrt klámbækling. 3.11.2011 15:48 Lögreglan minnir á endurskinsmerki Nú þegar svartasta skammdegið fer að skella á þykir rétt að minna aftur á mikilvægi endurskinsmerkja fyrir gangandi vegfarendur í umferðinni. 3.11.2011 15:34 Bankamaður sem var sakaður um áreiti hættur Maðurinn, sem var sakaður um að beita konur kynferðislega áreitni í Arion banka, hefur sagt upp störfum samkvæmt upplýsingum frá bankanum. 3.11.2011 15:22 Leita að Yaris Leitað er að gráum þriggja dyra Toyota Yaris, bílnúmer er UO 265, sem var hvarf eiganda sínum fyrir nokkru. Þeir sem hafa upplýsingar um hvar bíllinn er niðurkominn vinsamlega hafi samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu 444 1000. 3.11.2011 15:02 BSRB varar við neyslusköttum Betra væri að lækka gjöld á hollari mat en að hækka gjöld á óhollan mat. Þetta segir Hilmar Ögmundsson, hagfræðingur BSRB. 3.11.2011 15:00 Verkfallsboðun Sinfó dæmd lögmæt Boðað verkfall Sinfóníuhljómsveitar Íslands var í dag dæmt lögmætt fyrir Félagsdómi. Íslenska ríkið stefndi hljómsveitinni fyrir Félagsdóm með þeim rökum að ekki væri um verkfall að ræða heldur verkföll, en hljómsveitin hafði boðað til verkfalla nánar tilgreinda daga í nóvember. Á þessi málfræðilegu rök ríkisins var ekki fallist fyrir Félagsdómi og verkfallsboðunin talin lögmæt. 3.11.2011 14:10 Icelandair vann markaðsverðlaun fyrirtækja Íslensku markaðsverðlaunin 2011 voru afhent í dag á hótel Nordica. Þrjú fyrirtæki voru tilnefnd til markaðsverðlauna fyrirtækja, en þau voru veitt í 21. sinn í dag. Fyrirtækin voru Icelandair, Nova og Össur. Verðlaunin í ár hlaut Icelandair. Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, tók við verðlaununum. Hann þakkaði Íslensku auglýsingastofunni gott samstarf og tilkynnti að fyrirtækið myndi á næsta ári enn auka við markaðsstarf sitt og leggja í það tvo milljarða króna. 3.11.2011 13:59 Tillögur að orkustefnu Stýrihópur um mótun heildstæðrar orkustefnu fyrir Ísland skilaði í dag tillögum sínum til Katrínar Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra. Orkustefnan er byggð svoleiðis upp að fyrst er sett fram leiðarljós; þá eru meginmarkmið ákveðin í samræmi við leiðarljósið; loks eru afmarkaðari leiðir ákvarðaðar út frá þeim meginmarkmiðum. Leiðarljós orkustefnunnar er „Að orkubúskap Íslands verði hagað með sjálfbærum hætti, samfélaginu og almenningi til hagsbóta." 3.11.2011 13:37 Ólafur Ragnar selur fyrsta Neyðarkallinn Neyðarkall björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar verður seldur um land allt nú um helgina. Salan hefst í dag, fimmtudag en þetta er í sjötta sinn sem þessi fjáröflun fer fram og er hún orðin ein sú mikilvægasta fyrir björgunarsveitir landsins. Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur söluna í dag með því að selja Magnúsi Gunnlaugssyni, sem á líf sitt björgunarsveitum að launa eftir að bátur hans sökk norður af Akurey í mars á þessu ári, fyrsta Neyðarkallinn. 3.11.2011 13:30 Tónlistarmenn styðja Kattholt Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens og Ragnheiður Gröndal eru meðal þeirra tónlistarmanna sem koma fram á tónleikum í Fríkirkjunni í kvöld. Tónleikarnir eru haldnir til styrktar Kattholti, athvarfi fyrir óskilaketti. 3.11.2011 12:30 Hálka á fjallvegum Hálka er á vegum víða um land samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á Austurlandi er einkum hálka á fjallvegum en autt á láglendi. Vegagerðin vinnur sérstaklega að hálkuvörnum á Möðrudalsöræfum, en þar ku vera flughált sem stendur. 3.11.2011 12:23 Segir fjármálaráðherrann „stinga höfðinu í steininn“ Þingmaður Framsóknarflokksins, Vigdís Hauksdóttir, sakaði ríkisstjórnina um að hvetja til svartra atvinnustarfsemi hér á landi með skattastefnu sinni þegar hún gerði skýrslu ríkisskattstjóra og aðila atvinnulífsins um svarta atvinnustarfsemi að umtalsefni á Alþingi í morgun. 3.11.2011 12:03 Afhendir forsetahjónunum húsið um miðjan nóvember „Mig er farið að vanta geymsluhúsnæði,“ segir Jón Hjörleifsson, sem seldi forsetahjónunum húsið sitt að Reykjamel í Mosfellsbæ, en hjónin keyptu húsið á 70 milljónir og staðgreiddu eignina, eins og Pressan.is hefur áður greint frá. 3.11.2011 11:17 Bretar vara þegna sína við íslensku hvalkjöti Bresk stjórnvöld vara þegna sína við því að kaupa hvalkjöt á Íslandi. Viðurlög við því að koma með hvalkjöt til Bretlands eru þung sekt og jafnvel fangelsisdómur. Á dögunum gerðu náttúruverndarsamtök könnun á því hvort hægt væri að kaupa hrefnukjöt í verslunum í Leifsstöð og fullyrt var að starfsfólk verslunarinnar hefði gefið þær upplýsingar að óhætt væri að kaupa kjötið og fara með til Bretlands. 3.11.2011 11:14 Ingvari gert að greiða Kaupþingi 2,6 milljarða Héraðsdómur fellst á að rifta skuli niðurfellingu persónulegrar ábyrgðar og flutningi skuldar í hlutafélag. 3.11.2011 11:00 Miðborgarstjóri vill hærri framlög til landamæraeftirlits Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri, skorar á innanríkisráðuneytið að tryggja hærri fjárframlög til landamæraeftirlits "með hliðsjón af vaxandi tíðni erlendra glæpagengja,“ eins og hann orðar það í grein sinni sem hann birti í Fréttablaðinu í dag og á Vísi. 3.11.2011 10:02 Neyddust til að nota árásarhnapp Starfsmenn í verslun Samkaupa á Selfossi óttuðust um eigið öryggi vegna skrílsláta ungmenna í versluninni á sunnudagskvöld og notuðu árásarhnapp til að kalla til lögreglu. 3.11.2011 10:00 Svavar sýknaður í meiðyrðamáli Jóns Ásgeirs Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Svavar Halldórsson, fréttamann á RÚV, af meiðyrðastefnu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 3.11.2011 09:33 Breytingar á skjön við markmið Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda, sagði á aðalfundi LÍÚ á dögunum að fyrirliggjandi hugmyndir um breytingar á fiskveiðistjórn séu í hrópandi andstöðu við markmið ríkisstjórnarinnar um að skapa greininni sem best rekstrarskilyrði. Hann sagði að margt af því sem þegar hefur verið gert leiddi síst af öllu til sátta. „Strandveiðar eru eitthvað það alvitlausasta í þessum hugmyndum sem kynntar hafa verið og er þó af nægu að taka,“ sagði Eggert. 3.11.2011 09:30 Kvað lyfin flest í eigu draughræddrar konu Júlíus Þorbergsson kaupmaður, betur þekktur sem Júlli í Draumnum, kvaðst fyrir dómi í gær aldrei hafa selt lyfseðilsskyld lyf úr verslun sinni við Rauðarárstíg. 3.11.2011 09:15 Samvinna lykill að lausn úraránsins Náið samstarf tollgæslu og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samræmi við samning frá árinu 2008, hefur skilað miklum árangri, nú síðast við að upplýsa ránið í úraverslun Franks Michelsen. Þetta kemur fram í frétt á vef Tollstjóra. 3.11.2011 09:15 Réttað yfir meintum morðingja Fyrri hluti aðalmeðferðar fer fram í morðmáli gegn hinum tæplega fertuga Redouane Naoui, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann var ákærður fyrir að hafa ráðist á karlmann vopnaður hnífi á veitingastaðnum Monte Carlo í miðborg Reykjavíkur í júlí síðastliðnum. Hann stakk hann í hálsinn. 3.11.2011 09:05 Blý mælist ekki yfir mörkum Niðurstöður blýmælinga í hári og nöglum íbúa á Ísafirði, í Reykjavík, Vestmannaeyjum og á Kirkjubæjarklaustri, vegna mengunar frá sorpbrennslum liggja fyrir og voru allar innan þeirra marka sem eðlileg geta talist. 3.11.2011 09:00 Bræla og hafís tefja loðnuveiðar Látlaus norðan og norðaustan bræla á Grænlandssundi og hafís, sem nú er kominn inn á svæðið , hefur nánast alveg komið í veg fyrir loðnuveiði, en talið er að stórloðnan haldi sig á þessu svæði. 3.11.2011 07:55 Vilja ekki að áætlunarflug leggist af til Sauðárkróks Aðalfundur Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi hvetur samgönguyfirvöld eindregið til að beita sér fyrir þvi að áætlunarflug til Sauðárkróks verði ekki lagt af um áramót, eins og til stendur, með niðurfellingu ríkisstyrkja til flugsins. 3.11.2011 07:48 Björgunarsveit kölluð út upp á Steingrímsfjarðarheiði Björgunarsveitarmenn frá Hólmavík voru í gærkvöldi kallaðir upp á Steingrímsfjarðarheiði, þar sem ökumaður sat í föstum bíl sínum. Leiðangurinn gekk vel þrátt fyrir slæmt veður. 3.11.2011 07:46 Sinfóníuhljómsveitin semur, verkfalli frestað Fulltrúar starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands og samninganefnd ríkisins undirrituðu nýjan kjarasamning í gærkvöldi eftir rúmlega tólf klukkustunda samningafund og var verkfalli hljómsveitarmanna frestað fram yfir atkvæðagreiðslu um samninginn. 3.11.2011 07:28 Allt í hnút í kjaradeilu undirmanna hjá Hafrannsóknarstofnun Stuttum fundi undirmanna á skipum Hafrannsóknastofnunar við viðsemjendur, lauk hjá ríkissáttasemjara án árangurs í gær. 3.11.2011 07:16 Prestar vilja láta endurskoða starfsemi þjóðkirkjunnar Þrír af hverjum fjórum prestum í landinu telja þörf á að einfalda skipulag þjóðkirkjunnar. Fram hafa komið álit um að lög og starfsreglur kirkjunnar séu ógagnsæ, stjórnsýsla ekki viðunandi og endurskoða þurfi allt stjórnkerfi hennar og skipulag. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Biskupsstofu. 3.11.2011 07:00 Sjá næstu 50 fréttir
Þurfum að gera betur varðandi flóttafólk Flóttamannanefnd velferðarráðuneytisins vonast til þess að geta tekið á móti svokölluðu kvótaflóttafólki hingað til lands í byrjun næsta árs. Ekki var tekið á móti neinum árið 2009 eða í ár, en sex kólumbískir flóttamenn fengu hér aðstöðu í fyrra. Hugtakið kvótaflóttamaður vísar til þess ákveðna fjölda sem boðið er til landa samkvæmt mati Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. 4.11.2011 06:15
Það tekur alla tíma að aðlagast Þjóðin hefur staðið sig mjög vel í að bjóða innflytjendur velkomna og mér þykir mikið til koma. Ég finn fyrir miklum samhug þann stutta tíma sem ég hef verið hér og á þeim stöðum sem ég hef heimsótt. En ég er líka viss um að það sé mikill vilji fyrir því að gera hlutina betur en nú þegar hefur verið gert og efla þetta mikilvæga starf.“ 4.11.2011 06:00
Dýraspítali og hesthús á hjólum Dýraspítali og hesthús, samtals 230 fermetrar að stærð, voru flutt í heilu lagi af fyrrverandi svæði hestamannafélagsins Gusts í Glaðheimum og á Kjóavelli, þar sem Gustsmenn hafa fengið úthlutað nýju svæði. 4.11.2011 06:00
Snýst um aðferðir en ekki pólitíska stefnu Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, hefur lýst yfir framboði gegn sitjandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni, á landsfundi sem haldinn verður 17. nóvember. Hanna Birna er fyrsta konan sem sækist eftir formennsku í flokknum í 82 ára sögu hans. 4.11.2011 04:00
Nærmynd af Óla Tynes Það var eitt helsta einkennismerki Óla Tynes fréttamanns að gæða fréttir kímni og glettni. Í meðfylgjandi nærmynd er farið yfir feril Óla en þátturinn var sýndur í Íslandi í dag í kvöld. 3.11.2011 22:12
Með vörur frá Karen Millen fyrir milljónir króna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær konu sem er talin tengjast umfangsmiklum þjófnaði í verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Hún er talin tengjast tveimur öðrum konum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi fyrir þjófnað að andvirði tugmilljóna króna. 3.11.2011 20:05
Offita barna: Fyrirtæki fara offari í markaðssetningu Næringarfræðingur segir fyrirtæki oft fara offari í markaðssetningu á vörum sínum, það eigi helst við um fæðubótaefni og orkudrykki. Hann segir dæmi um að foreldrar viti oft einfaldlega ekki hvað börnin þeirra eru að innbyrða. 3.11.2011 19:14
Ætla að henda 150 þúsund skömmtum af svínaflensubóluefni Hluta af þeim hundrað og fimmtíu þúsund skömmtum af bóluefninu gegn svínaflensu sem til er í landinu verður fargað á næstu vikum. Sóttvarnarlæknir telur enga þörf fyrir bóluefnið lengur en kostnaður efnisins sem fargað verður er tuttugu og fjórar milljónir. 3.11.2011 18:45
Ólafur Ragnar seldi Neyðarkarlinn Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, hóf formlega sölu Neyðarkalls björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar í verslanamiðstöðinni Kringlunni síðdegis í dag. Fyrsta Neyðarkarlinn keypti Magnús Gunnlaugsson, sem á líf sitt björgunarsveitum að launa, eftir að bátur hans sökk norður af Akurey í mars á þessu ári. 3.11.2011 18:21
Hanna Birna: Hagsmunum okkar best borgið utan ESB „Um leið og það finnur kraftinn, vonina og tækifærin sem hér eru kemur fólk aftur,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem tilkynnti það í dag að hún ætlaði að fara í framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins, aðspurð hvort að hún myndi berjast fyrir því að fá þá þúsundir Íslendinga sem hafa flust af landi brott aftur heim. 3.11.2011 17:48
Hamingja í Reykjavík Konu á fertugsaldri, sem tók út reiðufé í banka í borginni um miðjan dag í gær, brá illilega þegar hún uppgötvaði að peningarnir voru horfnir. Konan var komin aftur í vinnuna þegar henni varð þetta ljóst en peningana hafði hún látið í umslag, sem nú fannst hvergi. 3.11.2011 17:24
Svæfingalæknir í skilorðsbundið fangelsi Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Retykjavíkur yfir Árna Þór Björnssyni, svæfingalækni sem ákærður var fyrir að hafa blekkt Tryggingastofnun Ríkisins, til að greiða sér rúmar 4 milljónir króna með því að framvísa 265 röngum reikningum. 3.11.2011 17:01
Lekandi hjá 23 einstaklingum Á fyrstu níu mánuðum ársins greindust 23 ný tilfelli af lekanda, samkvæmt upplýsingum frá sýklafræðideild Landspítala. Þar af eru sextán karlar og sjö konur frá tvítugu til 66 ára. 3.11.2011 17:00
Óli Tynes borinn til grafar Útför Óla Tynes fréttamanns var gerð frá Fossvogskirkju í dag, að viðstöddu fjölmenni. Séra Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins, jarðsöng. Samstarfsmenn Óla af fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis báru kistuna úr kirkju, þau Telma Tómasson, Edda Andrésdóttir, Heimir Már Pétursson, Gissur Sigurðsson, Freyr Einarsson, Haukur Holm, Gunnar Reynir Valþórssson og Kristján Már Unnarsson. 3.11.2011 16:45
Brýnasta verkefnið að lækka skatta - Yfirlýsing Hönnu Birnu „Ég trúi því að framboð mitt styrki stöðu Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum. Formannskjörið snýst einfaldlega um það, hver sé líklegastur til að leiða okkur sjálfstæðismenn til sigurs í næstu kosningum. Með sigri getum við rofið kyrrstöðuna sem hvílir eins og mara á þjóðinni," segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér rétt í þessu vegna framboðs síns til formanns Sjálfstæðisflokksins. 3.11.2011 16:29
Hanna Birna býður sig fram Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, ætlar að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi hans sem hefst eftir tvær vikur. Hann Birna mun tilkynna þetta síðar í dag, samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Í skoðanakönnunum sem hafa verið gerðar á fylgi Hönnu Birnu mælist hún með umtalsvert meira fylgi en aðrir mögulegir frambjóðendur. Þeirra á meðal er Bjarni Benediktsson, núverandi formaður flokksins. 3.11.2011 15:57
Davíð Þór biður Maríu afsökunar Guðfræðingurinn og pistlahöfundurinn Davíð Þór Jónsson, hefur beðið Maríu Lilju Þrastardóttur afsökunar á að hafa hótað að stefna henni fyrir meiðyrði. María Lilja svaraði pistli Davíðs, sem var birtur í Fréttablaðinu um helgina, og þótti Davíð illa að sér vegið. Hann gaf henni því þrjá sólarhringa til þess að biðja sig afsökunar á ummælum eins og að hann hefði brenglað viðhorf til kynlífs og hefði ritstýrt klámbækling. 3.11.2011 15:48
Lögreglan minnir á endurskinsmerki Nú þegar svartasta skammdegið fer að skella á þykir rétt að minna aftur á mikilvægi endurskinsmerkja fyrir gangandi vegfarendur í umferðinni. 3.11.2011 15:34
Bankamaður sem var sakaður um áreiti hættur Maðurinn, sem var sakaður um að beita konur kynferðislega áreitni í Arion banka, hefur sagt upp störfum samkvæmt upplýsingum frá bankanum. 3.11.2011 15:22
Leita að Yaris Leitað er að gráum þriggja dyra Toyota Yaris, bílnúmer er UO 265, sem var hvarf eiganda sínum fyrir nokkru. Þeir sem hafa upplýsingar um hvar bíllinn er niðurkominn vinsamlega hafi samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu 444 1000. 3.11.2011 15:02
BSRB varar við neyslusköttum Betra væri að lækka gjöld á hollari mat en að hækka gjöld á óhollan mat. Þetta segir Hilmar Ögmundsson, hagfræðingur BSRB. 3.11.2011 15:00
Verkfallsboðun Sinfó dæmd lögmæt Boðað verkfall Sinfóníuhljómsveitar Íslands var í dag dæmt lögmætt fyrir Félagsdómi. Íslenska ríkið stefndi hljómsveitinni fyrir Félagsdóm með þeim rökum að ekki væri um verkfall að ræða heldur verkföll, en hljómsveitin hafði boðað til verkfalla nánar tilgreinda daga í nóvember. Á þessi málfræðilegu rök ríkisins var ekki fallist fyrir Félagsdómi og verkfallsboðunin talin lögmæt. 3.11.2011 14:10
Icelandair vann markaðsverðlaun fyrirtækja Íslensku markaðsverðlaunin 2011 voru afhent í dag á hótel Nordica. Þrjú fyrirtæki voru tilnefnd til markaðsverðlauna fyrirtækja, en þau voru veitt í 21. sinn í dag. Fyrirtækin voru Icelandair, Nova og Össur. Verðlaunin í ár hlaut Icelandair. Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, tók við verðlaununum. Hann þakkaði Íslensku auglýsingastofunni gott samstarf og tilkynnti að fyrirtækið myndi á næsta ári enn auka við markaðsstarf sitt og leggja í það tvo milljarða króna. 3.11.2011 13:59
Tillögur að orkustefnu Stýrihópur um mótun heildstæðrar orkustefnu fyrir Ísland skilaði í dag tillögum sínum til Katrínar Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra. Orkustefnan er byggð svoleiðis upp að fyrst er sett fram leiðarljós; þá eru meginmarkmið ákveðin í samræmi við leiðarljósið; loks eru afmarkaðari leiðir ákvarðaðar út frá þeim meginmarkmiðum. Leiðarljós orkustefnunnar er „Að orkubúskap Íslands verði hagað með sjálfbærum hætti, samfélaginu og almenningi til hagsbóta." 3.11.2011 13:37
Ólafur Ragnar selur fyrsta Neyðarkallinn Neyðarkall björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar verður seldur um land allt nú um helgina. Salan hefst í dag, fimmtudag en þetta er í sjötta sinn sem þessi fjáröflun fer fram og er hún orðin ein sú mikilvægasta fyrir björgunarsveitir landsins. Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur söluna í dag með því að selja Magnúsi Gunnlaugssyni, sem á líf sitt björgunarsveitum að launa eftir að bátur hans sökk norður af Akurey í mars á þessu ári, fyrsta Neyðarkallinn. 3.11.2011 13:30
Tónlistarmenn styðja Kattholt Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens og Ragnheiður Gröndal eru meðal þeirra tónlistarmanna sem koma fram á tónleikum í Fríkirkjunni í kvöld. Tónleikarnir eru haldnir til styrktar Kattholti, athvarfi fyrir óskilaketti. 3.11.2011 12:30
Hálka á fjallvegum Hálka er á vegum víða um land samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á Austurlandi er einkum hálka á fjallvegum en autt á láglendi. Vegagerðin vinnur sérstaklega að hálkuvörnum á Möðrudalsöræfum, en þar ku vera flughált sem stendur. 3.11.2011 12:23
Segir fjármálaráðherrann „stinga höfðinu í steininn“ Þingmaður Framsóknarflokksins, Vigdís Hauksdóttir, sakaði ríkisstjórnina um að hvetja til svartra atvinnustarfsemi hér á landi með skattastefnu sinni þegar hún gerði skýrslu ríkisskattstjóra og aðila atvinnulífsins um svarta atvinnustarfsemi að umtalsefni á Alþingi í morgun. 3.11.2011 12:03
Afhendir forsetahjónunum húsið um miðjan nóvember „Mig er farið að vanta geymsluhúsnæði,“ segir Jón Hjörleifsson, sem seldi forsetahjónunum húsið sitt að Reykjamel í Mosfellsbæ, en hjónin keyptu húsið á 70 milljónir og staðgreiddu eignina, eins og Pressan.is hefur áður greint frá. 3.11.2011 11:17
Bretar vara þegna sína við íslensku hvalkjöti Bresk stjórnvöld vara þegna sína við því að kaupa hvalkjöt á Íslandi. Viðurlög við því að koma með hvalkjöt til Bretlands eru þung sekt og jafnvel fangelsisdómur. Á dögunum gerðu náttúruverndarsamtök könnun á því hvort hægt væri að kaupa hrefnukjöt í verslunum í Leifsstöð og fullyrt var að starfsfólk verslunarinnar hefði gefið þær upplýsingar að óhætt væri að kaupa kjötið og fara með til Bretlands. 3.11.2011 11:14
Ingvari gert að greiða Kaupþingi 2,6 milljarða Héraðsdómur fellst á að rifta skuli niðurfellingu persónulegrar ábyrgðar og flutningi skuldar í hlutafélag. 3.11.2011 11:00
Miðborgarstjóri vill hærri framlög til landamæraeftirlits Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri, skorar á innanríkisráðuneytið að tryggja hærri fjárframlög til landamæraeftirlits "með hliðsjón af vaxandi tíðni erlendra glæpagengja,“ eins og hann orðar það í grein sinni sem hann birti í Fréttablaðinu í dag og á Vísi. 3.11.2011 10:02
Neyddust til að nota árásarhnapp Starfsmenn í verslun Samkaupa á Selfossi óttuðust um eigið öryggi vegna skrílsláta ungmenna í versluninni á sunnudagskvöld og notuðu árásarhnapp til að kalla til lögreglu. 3.11.2011 10:00
Svavar sýknaður í meiðyrðamáli Jóns Ásgeirs Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Svavar Halldórsson, fréttamann á RÚV, af meiðyrðastefnu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 3.11.2011 09:33
Breytingar á skjön við markmið Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda, sagði á aðalfundi LÍÚ á dögunum að fyrirliggjandi hugmyndir um breytingar á fiskveiðistjórn séu í hrópandi andstöðu við markmið ríkisstjórnarinnar um að skapa greininni sem best rekstrarskilyrði. Hann sagði að margt af því sem þegar hefur verið gert leiddi síst af öllu til sátta. „Strandveiðar eru eitthvað það alvitlausasta í þessum hugmyndum sem kynntar hafa verið og er þó af nægu að taka,“ sagði Eggert. 3.11.2011 09:30
Kvað lyfin flest í eigu draughræddrar konu Júlíus Þorbergsson kaupmaður, betur þekktur sem Júlli í Draumnum, kvaðst fyrir dómi í gær aldrei hafa selt lyfseðilsskyld lyf úr verslun sinni við Rauðarárstíg. 3.11.2011 09:15
Samvinna lykill að lausn úraránsins Náið samstarf tollgæslu og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samræmi við samning frá árinu 2008, hefur skilað miklum árangri, nú síðast við að upplýsa ránið í úraverslun Franks Michelsen. Þetta kemur fram í frétt á vef Tollstjóra. 3.11.2011 09:15
Réttað yfir meintum morðingja Fyrri hluti aðalmeðferðar fer fram í morðmáli gegn hinum tæplega fertuga Redouane Naoui, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann var ákærður fyrir að hafa ráðist á karlmann vopnaður hnífi á veitingastaðnum Monte Carlo í miðborg Reykjavíkur í júlí síðastliðnum. Hann stakk hann í hálsinn. 3.11.2011 09:05
Blý mælist ekki yfir mörkum Niðurstöður blýmælinga í hári og nöglum íbúa á Ísafirði, í Reykjavík, Vestmannaeyjum og á Kirkjubæjarklaustri, vegna mengunar frá sorpbrennslum liggja fyrir og voru allar innan þeirra marka sem eðlileg geta talist. 3.11.2011 09:00
Bræla og hafís tefja loðnuveiðar Látlaus norðan og norðaustan bræla á Grænlandssundi og hafís, sem nú er kominn inn á svæðið , hefur nánast alveg komið í veg fyrir loðnuveiði, en talið er að stórloðnan haldi sig á þessu svæði. 3.11.2011 07:55
Vilja ekki að áætlunarflug leggist af til Sauðárkróks Aðalfundur Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi hvetur samgönguyfirvöld eindregið til að beita sér fyrir þvi að áætlunarflug til Sauðárkróks verði ekki lagt af um áramót, eins og til stendur, með niðurfellingu ríkisstyrkja til flugsins. 3.11.2011 07:48
Björgunarsveit kölluð út upp á Steingrímsfjarðarheiði Björgunarsveitarmenn frá Hólmavík voru í gærkvöldi kallaðir upp á Steingrímsfjarðarheiði, þar sem ökumaður sat í föstum bíl sínum. Leiðangurinn gekk vel þrátt fyrir slæmt veður. 3.11.2011 07:46
Sinfóníuhljómsveitin semur, verkfalli frestað Fulltrúar starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands og samninganefnd ríkisins undirrituðu nýjan kjarasamning í gærkvöldi eftir rúmlega tólf klukkustunda samningafund og var verkfalli hljómsveitarmanna frestað fram yfir atkvæðagreiðslu um samninginn. 3.11.2011 07:28
Allt í hnút í kjaradeilu undirmanna hjá Hafrannsóknarstofnun Stuttum fundi undirmanna á skipum Hafrannsóknastofnunar við viðsemjendur, lauk hjá ríkissáttasemjara án árangurs í gær. 3.11.2011 07:16
Prestar vilja láta endurskoða starfsemi þjóðkirkjunnar Þrír af hverjum fjórum prestum í landinu telja þörf á að einfalda skipulag þjóðkirkjunnar. Fram hafa komið álit um að lög og starfsreglur kirkjunnar séu ógagnsæ, stjórnsýsla ekki viðunandi og endurskoða þurfi allt stjórnkerfi hennar og skipulag. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Biskupsstofu. 3.11.2011 07:00