AGS ekki með reglur um kynferðisáreitni 5. nóvember 2011 05:00 Cynthia Enloe segir að skoða verði mál eins og mál Strauss-Kahn út frá stofnanamenningu og öðru. Þá hafi tímasetningin skipt máli fyrir margar stofnanir sem komu að málinu með beinum hætti. fréttablaðið/anton Segja mætti að það sé aðeins heppni að ekki hafi komið upp hneyksli tengt kynferðislegri áreitni innan Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrr en mál Dominique Strauss-Kahn kom upp í vor. Þetta segir Cynthia Enloe stjórnmálafræðingur og prófessor við Clark-háskóla í Bandaríkjunum. Enloe hélt fyrirlestur á málþingi Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum í Háskóla Íslands í gær. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafði engar reglur um kynferðislega áreitni og sagði Enloe það með ólíkindum. „Við erum að tala um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, alþjóðlega stofnun með tengingu við Sameinuðu þjóðirnar, árið 2011,“ sagði hún. Stofnunin nýtur því friðhelgi að því leyti að hún er undanþegin bandarískri vinnulöggjöf „en í henni er að finna ákvæði um að kynferðisleg áreitni sé brot á réttindum launþega“. Enloe segir nauðsynlegt að skoða fleira en bara þá sem komist í fyrirsagnir í blöðunum, líkt og Strauss-Kahn og Nafissatou Diallo, þernan sem sakaði hann um nauðgun, gerðu síðastliðið vor og sumar. „Við verðum að skoða umhverfið og menninguna innan stofnana,“ segir Enloe. Því þurfi að skoða hvað sé viðurkennt og talið í lagi innan stofnana. „Og við höfum komist að því að innan AGS var ákveðin karlmennskumenning ríkjandi.“ Þetta sé svokölluð alpha-karlmennska og hún hafi verið verðlaunuð og haft áhrif á hverjir komust áfram innan stofnunarinnar. Strauss-Kahn hafi verið gerður yfirmaður í stofnun sem umber og verðlaunar hans karlmennsku. „78,5 prósent allra stjórnenda innan AGS eru karlar. Það segir okkur eitthvað þegar aðeins einn af hverjum fimm stjórnendum er kona.“ Innan AGS er óformlegt tengslanet kvenna og hefur það til dæmis verið útbreidd vitneskja að konur innan sjóðsins ættu ekki að ganga í ákveðið stuttum pilsum. „Sú staðreynd að konur hafi vísvitandi skilið ákveðnar flíkur eftir í skápnum á hverjum morgni áður en þær mættu í vinnu hjá AGS er mjög afhjúpandi.“ Konur hafi líka varað hver aðra við því hvaða yfirmönnum þær ættu að vara sig á. Slíkt hið sama hafa hótelþernur lengi gert, segir Enloe, líkt og konur hafa gert frá því löngu áður en hugtakið kynferðisleg áreitni hafi orðið til. Eitt þeirra atriða sem þær hafa brýnt hver fyrir annarri er að þrífa herbergi með opið fram á gang. Hins vegar krefjast sum hótel þess að lokað sé, og þannig var það einmitt þegar Strauss-Kahn kom inn í herbergi sitt þegar Diallo var þar að þrífa 14. maí síðastliðinn. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Segja mætti að það sé aðeins heppni að ekki hafi komið upp hneyksli tengt kynferðislegri áreitni innan Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrr en mál Dominique Strauss-Kahn kom upp í vor. Þetta segir Cynthia Enloe stjórnmálafræðingur og prófessor við Clark-háskóla í Bandaríkjunum. Enloe hélt fyrirlestur á málþingi Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum í Háskóla Íslands í gær. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafði engar reglur um kynferðislega áreitni og sagði Enloe það með ólíkindum. „Við erum að tala um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, alþjóðlega stofnun með tengingu við Sameinuðu þjóðirnar, árið 2011,“ sagði hún. Stofnunin nýtur því friðhelgi að því leyti að hún er undanþegin bandarískri vinnulöggjöf „en í henni er að finna ákvæði um að kynferðisleg áreitni sé brot á réttindum launþega“. Enloe segir nauðsynlegt að skoða fleira en bara þá sem komist í fyrirsagnir í blöðunum, líkt og Strauss-Kahn og Nafissatou Diallo, þernan sem sakaði hann um nauðgun, gerðu síðastliðið vor og sumar. „Við verðum að skoða umhverfið og menninguna innan stofnana,“ segir Enloe. Því þurfi að skoða hvað sé viðurkennt og talið í lagi innan stofnana. „Og við höfum komist að því að innan AGS var ákveðin karlmennskumenning ríkjandi.“ Þetta sé svokölluð alpha-karlmennska og hún hafi verið verðlaunuð og haft áhrif á hverjir komust áfram innan stofnunarinnar. Strauss-Kahn hafi verið gerður yfirmaður í stofnun sem umber og verðlaunar hans karlmennsku. „78,5 prósent allra stjórnenda innan AGS eru karlar. Það segir okkur eitthvað þegar aðeins einn af hverjum fimm stjórnendum er kona.“ Innan AGS er óformlegt tengslanet kvenna og hefur það til dæmis verið útbreidd vitneskja að konur innan sjóðsins ættu ekki að ganga í ákveðið stuttum pilsum. „Sú staðreynd að konur hafi vísvitandi skilið ákveðnar flíkur eftir í skápnum á hverjum morgni áður en þær mættu í vinnu hjá AGS er mjög afhjúpandi.“ Konur hafi líka varað hver aðra við því hvaða yfirmönnum þær ættu að vara sig á. Slíkt hið sama hafa hótelþernur lengi gert, segir Enloe, líkt og konur hafa gert frá því löngu áður en hugtakið kynferðisleg áreitni hafi orðið til. Eitt þeirra atriða sem þær hafa brýnt hver fyrir annarri er að þrífa herbergi með opið fram á gang. Hins vegar krefjast sum hótel þess að lokað sé, og þannig var það einmitt þegar Strauss-Kahn kom inn í herbergi sitt þegar Diallo var þar að þrífa 14. maí síðastliðinn. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira