Innlent

Getur reynst kostnaðarsamt

Ekkert stendur í vegi fyrir Símanum að taka Breiðbandið brátt af markaði. fréttablaðið/vilhelm
Ekkert stendur í vegi fyrir Símanum að taka Breiðbandið brátt af markaði. fréttablaðið/vilhelm
Breyting úr Breiðbandi í Ljósnet hjá Símanum getur hlaupið á tugum þúsunda fyrir hvert heimili. Síminn hefur unnið að þessum framkvæmdum undanfarið ár og er áætlað að þeim ljúki árið 2012 til 2013. Kostnaður fyrir heimili fer eftir því hvort er um að ræða fjölbýli eða einbýli og hvort þurfi að tengja og leggja nýja kapla innanhúss. Þetta kemur fram á vef Neytendasamtakanna.

Síminn mun senda bréf til allra heimila um það bil fjórum vikum áður en umtenging fer fram og þjónustufulltrúar munu hringja á heimilin og kynna betur þá möguleika sem koma í staðinn. Lagalega séð stendur ekkert í vegi fyrir Símanum að taka Breiðbandið af markaði. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×