Segja kvenmenn, homma og útlendinga niðurlægða í Borgarleikhúsinu 4. nóvember 2011 12:59 Auglýsing leikritsins gefur kannski ágæta hugmynd um inntak greinarinnar á FLÍ. Leikhúskonurnar Eva Björk Kaaber, Eva Rún Snorradóttir og Vilborg Ólafsdóttir, gagnrýna leikhússtjóra Borgarleikhússins, Magnús Geir Þórðarson, harðlega fyrir uppsetningu sína á grínleikritinu Nei, ráðherra. Þær skora meðal annars á Magnús að ráða kynjafræðing til þess að aðstoða við uppsetningu leiksýninga í Borgarleikhúsinu, þar sem leikritið er sýnt. Konurnar, sem eru samstarfskonur í leikhópnum Kviss búmm bang, fóru á leiksýninguna í Borgarleikhúsinu, fyrr á árinu, og var ofboðið. Þær saka leikhússtjórann um að viðhalda niðurlægjandi birtingarmyndum á staðalímyndum kvenna, útlendinga og homma í opinni grein sem þær rituðu og birtist á heimasíðu Félags leikstjóra á Íslandi (FLÍ). Þar segir meðal annars: „Áður en við gengum út (í hléi) höfðu tvær kvenpersónur stigið á svið. Önnur var í korseletti allan tímann, hún baðst ítrekað afsökunar á sjálfri sér, fékk engu ráðið um nokkurn skapaðan hlut og salurinn hló að því þegar mismunandi menn gripu um brjóstin á henni og einn skvetti framan í hana vatni. Hvað er fyndnara en niðurlægð, örvingluð, hálfnakin kona? Hinn kvenkarakterinn var kona sem hafði eitt verkefni þennan fyrri part; að koma handklæðum inn á bað. En konan sú, sem átti að leika útlending, var bara svo vitlaus að hún gat ómögulega komið handklæðunum fyrir á réttan máta." Í kjölfarið sendu konurnar bréf til Magnúsar, sem leikstýrði einnig sýningunni, þar sem þær lýstu yfir vonbrigðum sínum og þær birtingarmyndir sem í leikritinu væri að finna. Svarið sem barst olli þeim talsverðum vonbrigðum. „Við lestur svarsins, þar sem Magnús Geir bar t.d. saman nekt Láru Jóhönnu í Nei ráðherra! við nekt Þrastar Leó í Gauragangi, áttuðum við okkur á því að við værum ekki að tala sama tungumálið," skrifuðu þær. Í lok greinarinnar á heimasíðu FLÍ hvetja þær leikhússtjórann til þess að sækja sér og starfsfólki sínu grunnmenntun í kynjafræðum. Leikritið Nei, ráðherra er breskt og hefur meðal annars hlotið Olivier-verðlaun sem besti gamanleikurinn í Bretlandi. Það er Ray Cooney sem samdi leikritið. Íslendingar þekkja vel til verka hans, en leikritin hans Með vífið í lúkunum, Tveir tvöfaldir og Viltu finna milljón? hafa öll notið vinsælda hér á landi. Þess má reyndar geta að staðfærsla Nei ráðherra og þýðing þess, var í höndum Gísla Rúnars Jónssonar, sem hefur gert garðinn frægan undanfarið með grínþáttunum, Kexverksmiðjan, í ríkissjónvarpinu. Greinina má lesa í heild sinni hér. Tengdar fréttir Magnús Geir: Viðhorf sem dæmir sig sjálft "Það öfgafulla viðhorf, sem fram kemur í greininni, dæmir sig í raun sjálft," segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins og leikstjóri leikritsins, Nei, ráðherra. Listakonurnar í leikhópnum Kviss bang búmm gagnrýndu Magnús harðlega í opinni grein, sem birtist á vef Félags leikstjóra á Íslandi (FLÍ). 4. nóvember 2011 15:16 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Leikhúskonurnar Eva Björk Kaaber, Eva Rún Snorradóttir og Vilborg Ólafsdóttir, gagnrýna leikhússtjóra Borgarleikhússins, Magnús Geir Þórðarson, harðlega fyrir uppsetningu sína á grínleikritinu Nei, ráðherra. Þær skora meðal annars á Magnús að ráða kynjafræðing til þess að aðstoða við uppsetningu leiksýninga í Borgarleikhúsinu, þar sem leikritið er sýnt. Konurnar, sem eru samstarfskonur í leikhópnum Kviss búmm bang, fóru á leiksýninguna í Borgarleikhúsinu, fyrr á árinu, og var ofboðið. Þær saka leikhússtjórann um að viðhalda niðurlægjandi birtingarmyndum á staðalímyndum kvenna, útlendinga og homma í opinni grein sem þær rituðu og birtist á heimasíðu Félags leikstjóra á Íslandi (FLÍ). Þar segir meðal annars: „Áður en við gengum út (í hléi) höfðu tvær kvenpersónur stigið á svið. Önnur var í korseletti allan tímann, hún baðst ítrekað afsökunar á sjálfri sér, fékk engu ráðið um nokkurn skapaðan hlut og salurinn hló að því þegar mismunandi menn gripu um brjóstin á henni og einn skvetti framan í hana vatni. Hvað er fyndnara en niðurlægð, örvingluð, hálfnakin kona? Hinn kvenkarakterinn var kona sem hafði eitt verkefni þennan fyrri part; að koma handklæðum inn á bað. En konan sú, sem átti að leika útlending, var bara svo vitlaus að hún gat ómögulega komið handklæðunum fyrir á réttan máta." Í kjölfarið sendu konurnar bréf til Magnúsar, sem leikstýrði einnig sýningunni, þar sem þær lýstu yfir vonbrigðum sínum og þær birtingarmyndir sem í leikritinu væri að finna. Svarið sem barst olli þeim talsverðum vonbrigðum. „Við lestur svarsins, þar sem Magnús Geir bar t.d. saman nekt Láru Jóhönnu í Nei ráðherra! við nekt Þrastar Leó í Gauragangi, áttuðum við okkur á því að við værum ekki að tala sama tungumálið," skrifuðu þær. Í lok greinarinnar á heimasíðu FLÍ hvetja þær leikhússtjórann til þess að sækja sér og starfsfólki sínu grunnmenntun í kynjafræðum. Leikritið Nei, ráðherra er breskt og hefur meðal annars hlotið Olivier-verðlaun sem besti gamanleikurinn í Bretlandi. Það er Ray Cooney sem samdi leikritið. Íslendingar þekkja vel til verka hans, en leikritin hans Með vífið í lúkunum, Tveir tvöfaldir og Viltu finna milljón? hafa öll notið vinsælda hér á landi. Þess má reyndar geta að staðfærsla Nei ráðherra og þýðing þess, var í höndum Gísla Rúnars Jónssonar, sem hefur gert garðinn frægan undanfarið með grínþáttunum, Kexverksmiðjan, í ríkissjónvarpinu. Greinina má lesa í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Magnús Geir: Viðhorf sem dæmir sig sjálft "Það öfgafulla viðhorf, sem fram kemur í greininni, dæmir sig í raun sjálft," segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins og leikstjóri leikritsins, Nei, ráðherra. Listakonurnar í leikhópnum Kviss bang búmm gagnrýndu Magnús harðlega í opinni grein, sem birtist á vef Félags leikstjóra á Íslandi (FLÍ). 4. nóvember 2011 15:16 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Magnús Geir: Viðhorf sem dæmir sig sjálft "Það öfgafulla viðhorf, sem fram kemur í greininni, dæmir sig í raun sjálft," segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins og leikstjóri leikritsins, Nei, ráðherra. Listakonurnar í leikhópnum Kviss bang búmm gagnrýndu Magnús harðlega í opinni grein, sem birtist á vef Félags leikstjóra á Íslandi (FLÍ). 4. nóvember 2011 15:16