Fleiri fréttir

Sýnir verk með stórstjörnum

Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður sýnir í hinu virta hönnunarsafni Triennale í Mílanó fyrst Íslendinga. Þar tekur Þórunn þátt í stórri samsýningu og er ekki í amalegum félagsskap þar sem verk eftir heimsþekkta listamenn á borð við Damien Hirst og Louise Bourgeois eru til sýnis.

Helga endurkjörinn formaður UMFÍ

Helga Guðrún Guðjónsdóttir var í dag einróma endurkjörin formaður Ungmennafélags Íslands til næstu tveggja ára á þingi þess sem nú stendur yfir í menningarhúsinu Hofi á Akureyri samkvæmt tilkynningu frá félaginu.

Vegagerðin: Hálkublettir víða

Hálkublettir eru frá Selfoss að Markarfljóti en autt að öðru leyti. Á Vesturlandi er hálka á Fróðárheiði og hálkublettir á Holtavörðuheiði.

Enn skelfur jörð í Hveragerði

Fáeinir skjálftar hafa mælst nærri Hellisheiðarvirkjun frá miðnætti í nótt. Sá stærsti mældist þrír á richter og svo nokkrir um tveir á stærð.

Varað við stormi

Búist er við stormi á Norðvestur landinu í dag og einnig Suðaustanlands á morgun.

Slegist fyrir utan Manhattan - rólegt á Airwaves

Líkamsárás átti sér stað fyrir utan veitingastaðinn Manhattan í Keflavík í nótt. Nokkrum mönnum lenti þar saman og var einn barinn í höfuðið með glasi. Hann hlaut þó ekki alvarlega áverka en ryskingarnar stöðvuðust þegar lögregla mætti á svæðið. Þá var tilkynnt um líkamsárás á skemmtistaðnum 800 bar á Selfossi um hálffjögurleytið í nótt.

Mikið um hálkuslys

Mikil hálka var í morgun og virtist koma mörgum í opna skjöldu. Þannig urðu sjö umferðaróhöpp í nótt og tvær bílveltur á Suðurlandsvegi eftir miðnætti í nótt.

Manngerðir jarðskjálftar: "Það er alls ekki í lagi“

"Ég hef aldrei orðið fyrir alvarlegum óþægindum af þessu eins og ég segi er ég ekki hrædd, manni bara bregður. En sú tilhugsun að þetta er af mannavöldum? Það finnst mér aftur ekki í lagi, alls ekki í lagi,“ segir Anna Halla Hallsdóttir, íbúi í Hveragerði um jarðskjálftana en íbúum er verulega brugðið eftir morguninn, enda skóku tveir skjálftar bæinn á innan við klukkustund. Báðir mældust fjórir á richter.

Rólegt á starfakynningu

Það var rólegt um að litast á starfakynningu Vinnumálastofnunar og evrópsku vinnumiðlunarinnar í dag, þar sem Íslendingar gátu kynnt sér atvinnutækifæri í öðrum Evrópuríkjum.

Fjölmenn mótmæli í miðborginni

Fjölmenni eru samankomin á Austurvelli þar sem Hörður Torfason heldur byltingaræðu. Þar fara nú fram önnur mótmæli dagsins, en hin eru á Lækjartorgi, og eru hluti af heimsmótmælum.

Skjálftarnir voru fjórir á richter

Báðir jarðskjálftarnir í morgun reyndust vera fjórir á richter samkvæmt upplýsingum jarðvísindamanna á Veðurstofu Íslands.

Orkumálastjóri: Skjálftarnir ekki endilega af mannavöldum

„Á þessu svæði, sem verið er að vinna á, þá hafa skjálftar verið í mesta lagi fimm til sex á ricther,“ segir Guðni Albert Jóhannesson, Orkumálastjóri, en Orkumálastofnun hefur að beiðni iðnaðarráðuneytisins fylgst með niðurdælingum Orkuveitu Reykjavíkur á svæðinu, sem hefur skapað fjölda smáskjálfta.

Birta dóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu á netinu

Embætti ríkissaksóknara hefur birt dóminn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu á vefsvæði sínu vegna mikillar, "og stundum villandi, umfjöllunar um svonefnt Guðmundar- og Geirfinnsmál undanfarið“ eins og segir í tilkynningu frá embættinu. Þar má lesa bæði dóm sakadóms Reykjavíkur og Hæstaréttar í sakamálinu á hendur Erlu Bolladóttur, Guðjóni Skarphéðinssyni, Kristjáni Viðari Viðarssyni, Sævari Marinó Ciesielski, Tryggva Rúnari Leifssyni og fleirum.

Ófært á Hrafnseyrarheiði vegna snjóflóða

Allar aðalleiðir eru auðar um sunnanvert landið og eins á Austurlandi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á Vesturlandi er snjóþekja á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Fróðárheiði og Svínadal.

Tvenn mótmæli í miðbænum í dag

Boðað hefur verið til tveggja mótmælafunda í miðbæ Reykjavíkur, en kveikjan að þeim báðum eru alþjóðleg mótmæli sem fram fara víða um heim í dag.

Réðust á lögregluna

Þrír menn réðust að nokkrum lögregluþjónum í Sandgerði um ellefuleytið í gærkvöldi. Lögregla var kölluð að heimahúsi í bænum og stöðvaði mennina þegar þeir voru á leið þar út.

Flugfreyjur á leið í verkfall

Flugfreyjufélag Ísland felldi í gær nýjan kjarasamning við Icelandair og er þetta í annað sinn sem flugfreyjur hjá fyrirtækinu hafna samningi sem samninganefnd þeirra hefur gert.

Tveir snarpir jarðskjálftar nærri Hveragerði

Jarðskjálfti upp á 3,8 á richter skók jörðu rétt eftir klukkan níu í morgun. Upptök skjálftans voru við Hellisheiðarvirkjun samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Eldur í barnaherbergi

Eldur kviknaði í barnaherbergi í húsinu Birkifelli, sem er Við Laugar í Reykjadal, skammt frá Húsavík.

Ætlar sér að stefna Regnbogabörnum

Höfundur barnabókar um forvarnir gegn einelti ætlar sér að stefna samtökunum Regnbogabörnum fyrir að hafa ekki greitt sér fyrir bókina fyrir átta árum. Málið á rætur sínar að rekja til ársins 2003 þegar höfundurinn, Harpa Lúthersdóttir, gerði samkomulag við þáverandi framkvæmdastjóra samtakanna, Freyju Friðbjarnardóttur, um að gefa öllum börnum sem áttu að byrja í skóla haustið 2004 bókina að gjöf. Fjöldi barna það ár var 4.173 og lét Harpa því prenta 5.000 eintök. Framtakið var auglýst í bæklingi frá samtökunum árið 2003, en ekkert varð síðan af gjöfinni, því bókin var ekki talin nægilega góð til að gefa til grunnskólanna, að mati sérfræðinga. Harpa lagði út um tvær milljónir króna í útgáfu bókarinnar á sínum tíma. Hún hefur verið í reglulegum samskiptum við forsvarsmenn Regnbogabarna síðan bókin var gefin út, en upplagið hefur verið geymt í húsnæði samtakanna í fjölda ára. „Þetta er mjög sárt. Mér líður eins og ég hafi verið svikin,“ segir Harpa, sem var sjálf lögð í mikið einelti alla sína barnæsku og var það kveikjan að bókinni, sem ber heitið „Má ég vera memm?“. Samtökin hafa boðið Hörpu hálfa milljón króna og allar bækurnar til baka, en hún vill ekki taka því. „Ég viðurkenni að ég var svo vitlaus að trúa því að eineltissamtök stæðu við orð sín,“ segir Harpa. „En ég er með sannanir sem sýna fram á að samkomulagið var gert áður en ég lét prenta bækurnar.“ Stefán Karl Stefánsson, stofnandi Regnbogabarna, viðurkennir vissulega að mistök hafi verið gerð á sínum tíma. „Þetta voru mistök og bráðlæti í fólki í upphafi. Við tökum hluta af því á okkur,“ segir Stefán Karl. „Við buðum henni 500 þúsund og bækurnar til baka, en hún vildi ekki taka því. En við viljum leysa úr þessu máli í góðu, það er engin spurning.“ Stefán Karl segir samtökin hafa reynt allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma til móts við Hörpu, en allt komið fyrir ekki. Lögfræðingur Hörpu er nú að undirbúa stefnu á hendur Regnbogabörnum, og hefur fundað með forsvarsmönnum þeirra. sunna@frettabladid.is

Kólnandi veður á landinu næstu daga

Veður fer kólnandi á landinu á morgun með norðanátt á Vesturlandi og snjókomu. Úrkoman færir sig svo yfir Norður- og Austurlandið í næstu viku. Suðurland sleppur mestmegnis við snjó, en norðanáttin verður köld og nokkuð hvöss.

Vændi verði síður aðgengilegt

Fréttablaðið og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafa efnt til samstarfs um að koma í veg fyrir birtingar hugsanlegra dulinna vændisauglýsinga.

Íslendingar næsthamingjusamastir á eftir Dönum

Íslendingar eru næsthamingjusamasta þjóð veraldar á eftir Dönum. Þetta er niðurstaða Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) sem hefur gefið út skýrslu um vellíðan og hamingju í 40 löndum víða um heim.

Mesta virknin líklega að baki

Orkustofnun, með liðsinni Veðurstofu Íslands, ÍSOR og Orkuveitu Reykjavíkur, er að leggja lokahönd á minnisblað vegna smáskjálftavirkni á Hengilsvæðinu. Skjálftarnir tengjast niðurdælingu á jarðhitavökva frá Hellisheiðarvirkjun. Úttektin er gerð að frumkvæði iðnaðarráðuneytisins en skjálftavirknin hefur valdið íbúum nærliggjandi byggða nokkrum áhyggjum.

Hönnun bruna-reits verðlaunuð

Dómnefnd Phillipe Rotthier-stofnunarinnar hefur veitt arkitektastofunum ARGOS, Gullinsniði og Studio Granda sérstaka viðurkenningu fyrir hönnun endurbyggingar eftir miðbæjarbrunann.

Stefna að því að gera veskið óþarft

Valitor mun bráðlega fara af stað með verkefni þar sem hópi viðskiptavina fyrirtækisins verður boðið að nota farsíma sinn sem kreditkort. Um er að ræða samstarfsverkefni Valitor, Visa í Evrópu og norska tækniöryggisfyrirtækisins Oberthur en Ísland verður tilraunamarkaður fyrir þessa nýju tækni.

Forseti í viðtal vegna Airwaves

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, fór í gærkvöldi í viðtal við bandarísku útvarpsstöðina KEXP, sem sendir nú út beint frá Kex hostel í miðborg Reykjavíkur.

Bjarg á við rútubíl valt niður að byggð

„Þetta hefði farið í gegnum hvaða íbúðarhús sem er eins og ekkert væri,“ segir Þorleifur Ágústsson, sem horfði á gríðarstór björg hrynja úr Gleiðarhjalla ofan Ísafjarðarbæjar á fimmtudag og staðnæmast rétt ofan við íbúabyggð.

Reglurnar ekki í gildi þegar keypt var inn

„Ábending Ríkisendurskoðunar um meint lögbrot ríkislögreglustjóra við innkaup á búnaði var byggð á reglugerð sem var ekki í gildi þegar innkaupin áttu sér stað.“ Þetta segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri, spurður um innihald greinargerðar sem embætti ríkislögreglustjóra sendi innanríkisráðherra, Ögmundi Jónassyni, fyrr í mánuðinum í kjölfar ábendinga Ríkisendurskoðunar um innkaup löggæslustofnana á tímabilinu 2008 til 2011. Ríkisendurskoðandi taldi að ríkislögreglustjóri hefði átt að bjóða út kaup fyrir 12,6 milljónir króna og leita verðtilboða fyrir um sjö milljónir króna.

Félag gegn lokun athvarfs fyrir fólk með geðraskanir

Vin við Hverfisgötu, athvarf Rauða Krossins fyrir fólk með geðraskanir, mun loka dyrum sínum eftir tveggja áratuga starf, í lok mars á næsta ári að öllu óbreyttu. Meðlimir nýstofnaðs hollvinafélags athvarfsins, Vinafélagið, hyggjast standa vörð um starfsemina.

164 milljarða afskriftir

Fjármálafyrirtæki höfðu í lok ágúst afskrifað lán til einstaklinga um 163,6 milljarða króna. Niðurfærsla vegna hinnar svokölluðu 110 prósenta leiðar nemur um 27,2 milljörðum en enn eru fimm þúsund mál í vinnslu. Þá nemur niðurfærsla vegna sértækrar skuldaaðlögunar tæpum 5,6 milljörðum króna en 600 mál eru enn í vinnslu.

Nammidagar varhugaverðir

„Slíkt er ekki samkvæmt opinberum ráðleggingum,“ segir Elva Gísladóttir, verkefnisstjóri næringar hjá landslæknisembætti, sem mælir á móti vikulegum nammidögum.

Ísafold prentar fyrir útlendinga

Prentun fyrir erlenda viðskiptavini verður í framtíðinni verulegur hluti af veltu Ísafoldarprentsmiðju. Þetta segir prentsmiðjustjórinn Kjartan Kjartansson, sem nú er staddur á bókamessunni í Frankfurt.

Enn ósamið við flugfreyjurnar

Liðsmenn Flugfreyjufélags Íslands felldu nýjan kjarasamning við Icelandair. Er þetta öðru sinni í þessari lotu sem flugfreyjur hjá fyrirtækinu hafna samningi sem samninganefnd þeirra hefur gert.

Sjá næstu 50 fréttir