Innlent

Forseti í viðtal vegna Airwaves

Forsetinn mætti í viðtal á útvarpsstöðinni frá Seattle.
Forsetinn mætti í viðtal á útvarpsstöðinni frá Seattle.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, fór í gærkvöldi í viðtal við bandarísku útvarpsstöðina KEXP, sem sendir nú út beint frá Kex hostel í miðborg Reykjavíkur.

Fjöldi fólks fylgdist með forsetanum í viðtalinu, enda er Kex með dagskrá í tilefni af Airwaves-tónlistarhátíðinni. Forsetinn ræddi meðal annars um íslenska tungu, eldfjöll og menningarvitund Íslendinga í löngu viðtali. Hann þakkaði útvarpsstöðinni fyrir að mæta á hátíðina og gefa fólki alls staðar í heiminum kost á því að hlusta á hana.

- þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×