Innlent

Mesta virknin líklega að baki

OR er gert skylt samkvæmt starfsleyfi að skila afgangsvökva aftur ofan í jörðina og auka þannig sjálfbærni auðlindarinnar.
OR er gert skylt samkvæmt starfsleyfi að skila afgangsvökva aftur ofan í jörðina og auka þannig sjálfbærni auðlindarinnar. fréttablaðið/gva
Orkustofnun, með liðsinni Veðurstofu Íslands, ÍSOR og Orkuveitu Reykjavíkur, er að leggja lokahönd á minnisblað vegna smáskjálftavirkni á Hengilsvæðinu. Skjálftarnir tengjast niðurdælingu á jarðhitavökva frá Hellisheiðarvirkjun. Úttektin er gerð að frumkvæði iðnaðarráðuneytisins en skjálftavirknin hefur valdið íbúum nærliggjandi byggða nokkrum áhyggjum.Markmið úttektarinnar er að varpa ljósi á eðli skjálftahviðanna og leitast við að spá fyrir um hversu lengi þær geti varað. Leita á einnig svara við því hvort smáskjálftarnir dragi úr spennu í jarðlögum og komi þannig í veg fyrir stærri skjálfta. Þá á að afla upplýsinga um samsvarandi virkni erlendis.Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun og OR má reikna með því að mesta virknin vegna niðurdælingarinnar á svæðinu sé að baki, reikna má með mestri virkni í upphafi. Búist var við jarðskjálftum þegar jarðhitavökvanum yrði dælt niður í jörðina að nýju.- shá

Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.