Fleiri fréttir

Notkun sýklalyfja við unglingabólum áhyggjuefni

Hátt í þrjú hundruð börn á aldrinum 10 til 14 ára taka að jafnaði sýklalyf á hverjum degi vegna unglingabóla. Yfirlæknir á sýkladeild segir notkun sýklalyfja áhyggjuefni en fjölónæmum sýklum fer fjölgandi hér á landi.

Engin skýrsla af sjeiknum

Ekki hefur enn tekist fá skýrslu frá aðal vitninu í ein stærsta sakamáli efnahagshrunsins, sem er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, kaup sjeiksins Al-Thani á hlutabréfum í Kaupþingi. Sjeikinn nýtur diplómatískrar friðhelgi og hefur ekki orðið við ósk um að bera vitni í málinu.

Eldingaveður á Suður- og Vesturlandi

Nokkuð mikið hefur verið um eldingar á landinu í kvöld og fregnir hafa borist af rafmagnsleysi á Suður- og Vesturlandi. Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segist ekki geta staðfest að tenging sé á milli rafmagnsleysisins og veðurfarsins, en eldingarnar kynnu að halda áfram frameftir kvöldi.

Tekur varnarmálakreppu Íslands ekki alvarlega

Fjármálaráðherra gefur minna en ekki neitt fyrir skýrslu rannsóknarstofnunar sænska hersins þar sem fram kemur að varnarmál á Íslandi séu í ólestri. Allir sofi rólegir á Íslandi.

Þingeyingar og Skagfirðingar segja grafið undan búsetu í héruðunum

Niðurskurður heilbrigðisstofnana á Húsavík og Sauðárkróki er í raun ákvörðun um að leggja af sjúkrahúsþjónustu í Þingeyjarsýslum og Skagafirði, að mati sveitarstjórnarmanna þessara héraða, sem telja að verið sé að kippa enn einni stoðinni undan búsetu á landsbyggðinni.

Hugmyndir um heilsulaugar við Perluna

Náttúrulegar heilsulaugar með heitum gufum og vaðlaugum í jaðri Perlunnar eru meðal hugmynda sem áhugasamir kaupendur á eigninni íhuga nú en tilboðsfrestur í eignina rennur út á þriðjudag.

Útisvæðið við Hörpu tilnefnt til norrænna verðlauna

Útisvæðið við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu hefur verið tilnefnt til norrænna verðlauna sem besta nýja almenna rýmið, en verðlaunin verða veitt á ráðstefnu um arkitektúr sem haldin verður í Gautaborg þann 24. október næstkomandi.

Jón Bjarki áfrýjar líklega dómnum - sér fram á gjaldþrot

„Ég á vissulega erfitt með að skilja hvernig blaðamenn eiga að vinna vinnuna sína með þessu áframhaldi - eða bara sagnfræðingar ef því er að skipta," segir Jón Bjarki Magnússon, blaðamaður á DV, sem var í gær dæmdur til að greiða konu 700 þúsund krónur í msikabætur vegna ærumeiðandi ummæla sem birtust í DV í september á síðasta ári.

Benda á að 44 af 50 hafi útskrifast með góðum árangri

Á þeim nítján árum sem réttargeðdeildin á Sogni hefur verið starfsrækt hafa 50 sjúklingar verið innlagðir og hafa 44 þeirra verið útskrifaðir með góðum árangri. Enginn þeirra hefur verið endurdæmdur. Þetta kemur fram í ályktun eftir starfsmannafund á Sogni í dag. Í henni segir einnig að starfsmenn hafi mikla reynslu og starfsaldur þeirra sé hár og þekking á málefnum þeirra sem þangað leita sé afar mikil og miklvæg í meðferð sjúklinga. Starfsmennirnir skora á ráðherra og stjórnendur Landspítala Háskólasjúkrahúss til að endurskoða ákvörðun sína um að flytja starfsemina á Klepp.

Mótmæla fyrirhugaðri lokun líknardeildar

Starfsfólk Líknardeildar aldraðra á Landspítala Landakoti mótmælir harðlega fyrirhugaðri lokun á líknardeildinni. Í yfirlýsingu frá starfsfólki er lýst yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun og þungum áhyggjum skjólstæðingum. Því er skorað á ráðamenn að draga úr niðurskurði gagnvart Landspítala og að þeir beiti sér fyrir því að líknarþjónusta við aldraða á Landspítala verði ekki skert.

Gunnar Rúnar kominn á Litla Hraun

Gunnar Rúnar Sigurþórsson var síðdegis í gær sóttur á réttargeðdeildina á Sogni og fluttur á Litla-Hraun eftir að Hæstiréttur dæmdi hann í sextán ára fangelsi fyrir að hafa ráðist að Hannesi Þór Helgasyni og veitt honum áverka með hnífi sem drógu hann til bana.

Búið að ná tökum á eldinum - einn fluttur á slysadeild

Slökkviliðið hefur náð tökum á eldi sem blossaði upp í Lakksmiðjunni á Smiðjuvegi í Kópavogi nú rétt eftir klukkan þrjú. Einn starfsmaður var fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Eldurinn var staðbundinn í húsnæðinu og gekk vel að ná tökum á honum. Nú vinna slökkviliðsmenn að því að slökkva í síðustu glæðunum í loftræstikerfi hússins.

Kannabisræktun í Vogahverfinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Vogahverfinu í Reykjavík í dag og lagði við húsleit hald á rúmlega 50 kannabisplöntur og ýmsan búnað tengdan starfseminni.

Samkomulagi náð um norsk-íslenska síld

Heildarafli úr norsk-íslenska síldarstofninum mun verða 833 þúsund tonn árið 2012 samkvæmt samkomulagi sem náðist á fundi strandríkja í dag. Fundurinn var haldinn í London, en honum lauk í dag.

Eldur í Lakksmiðjunni

Eldur er kominn upp í Lakksmiðjunni á Smiðjuvegi 4 í Kópavogi. Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið sent á staðinn og búið að kalla út frekari mannskap.

Sveik út vörur fyrir tæpar tvær milljónir króna

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært karlmann á þrítugsaldri sem grunaður er um umfangsmikil fjársvik. Maðurinn sveik út vörur fyrir fyrir tæpar tvær milljónir króna hjá ýmsum fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu með því að segjast hafa heimild til að eiga viðskipti í nafni fyrirtækis sem hann tengdist þó á engan hátt.

Síðasti séns að vera með í Bylgjubingó

Í morgun hófst síðasta og stærsta Bylgjubingóið frá því að byrjað var að spila leikinn í byrjun mánaðarins en bingóið hefur notið gríðarlegra vinsælda.

Ökumaðurinn stakk af

Harður árekstur varð á gatnamótum Þverholts og Skeiðholts um hálf ellefu leytið í morgun. Ekki liggur fyrir hvort einhver slasaðist en báðar bifreiðarnar voru óökuhæfar eftir óhappið og voru fluttar á brott með kranabifreið.

SGS sættir sig ekki við óréttlætið

Þing Starfsgreinasamband Íslands getur ekki og ætlar ekki undir nokkrum kringumstæðum að sætta sig við það grímulausa óréttlæti sem íslensk heimili hafa mátt þola frá hruni. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á þinginu sem nú stendur yfir. Í ályktuninni segir að stórum hluta forsendubrestsins hafi verið varpað miskunnarlaust yfir á heimili landsins á sama tíma og slegin hafi verið skjaldborg utan um kröfuhafa og erlenda vogunarsjóði.

Jackson með sveppasýkingu á fótunum og gífurlega grannur

Líkami Michael Jackson var þakinn örum þegar hann lést. Hann átti erfitt með að losa þvag, var með mjög alvarlega sveppasýkingu og var gífurlega grannur þar sem hann neytti hvorki matar né drykkjar. Þetta kom fram í réttarhöldum vestanhafs yfir lækni hans Conrad Murray.

Metvertíð í Makrílnum

Langbestu makrílvertíð hér við land til þessa er lokið og nemur útflutningsverðmæti afurðanna hátt á þriðja tug milljarða króna.

Þingeyingar ósáttir með svör Steingríms og gengu út

Fulltrúar fjögurra sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum gengu í gær út af fundi á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem nú stendur yfir. Ástæða þess að þeir fóru út úr salnum voru orð Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra sem var að svara fyrirspurn um atvinnumál í Þingeyjarsýslum.

Hressilegt haglél á Selfossi

Hressilegt haglél gerði á Selfossi á tíunda tímanum í morgun og glumdi hátt í þúsþökum og bílum.

Framsóknarmenn álykta um smokka

Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna áréttar fyrri ályktanir um mikilvægi þess að lækka skatt á smokkum úr 25,5% í 7%. Í tilkynningu frá sambandinu segir að það sé ein þeirra leiða sem færar séu til að gerra smokka ódýrari, eins og sóttvarnaráð hafi kallað eftir.

Ofurölvi í árekstri

Ofurölvi karlmaður ók bíl sínum gegn rauðu ljósi á gatnamótum í Kópavogi á fjórða tímanum í nótt, þvert á annan bíl, sem var að aka þar yfir á grænu ljósi.

Loðnuvertíðin fer rólega af stað

Loðnuvertíðin, sem hófst um síðustu mánaðamót fer óvenju hægt af stað og hefur aðeins eitt skip landað loðnufarmi á þessum hálfa mánuði frá vertíðarbyrjun. Það er Víkingur AK, en hann er nú einn að leita loðnu djúpt út af Skagafirði.

Jarðskjálftahrina á Öskjusvæðinu

Jarðskjálftahrina varð á Öskjusvæðinu í nótt. Fyrst urðu nokkrir skjálftar upp á rúmlega tvo á Richter og rétt fyrir klukkan fjögur varð einn yfir þrjá á Richter, og síðan nokkrir vægari.

Fjárheimildir hækka um 14 milljarða

Óskað er eftir hækkunum fjárheimilda ríkissjóðs um 14,2 milljarða króna í fjáraukalögum fyrir árið 2011, en þau voru lögð fram á þingi í gær. Stærstu útgjaldaliðirnir tengjast kjarasamningum.

Alhliða þjónustuskerðing á mörgum sviðum spítalans

Stöðugildum á Landspítalanum mun fækka um 85 og þjónusta verður skert vegna niðurskurðar. Þetta kom fram á fundum forstjóra Landspítalans í gær. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, hélt átta starfsmannafundi víðs vegar um borgina í gær og kynnti fólki niðurskurðaraðgerðir næsta árs. Hann segir andrúmsloftið á fundunum hafa einkennst af ró og æðruleysi.

Hefja strax vinnu við áætlunargerð

Íslensk stjórnvöld munu á næstu mánuðum vinna að aðgerðaáætlun þar sem væntanleg framkvæmd stefnu ESB í byggðamálum og stjórnsýsla henni tengd verður skýrð. Þetta kemur fram á vef utanríkisráðuneytisins.

Helmingur nefnda uppfyllir kynjakvóta

Konur voru aðeins fjórðungur fulltrúa í nefndum á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu Jafnréttisstofu um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneytanna. Hlutfall kvenna var lakast í nefndum á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins.

Við hefðum getað heitið Hvalbúðarhúðlendingar

Íslenskan var orðin til sem mállýska þegar á tíundu öld en það var ekki fyrr en á fimmtándu öld sem aðrir Norðurlandabúar hættu að skilja okkur. Málfræðingur sem flutti erindi um þetta í dag sagði okkur einnig að fólkið sem byggði Ísland var í elsta ritaða texta kallað Álhiminslendingar og síðar Hvalbúðarhúðlendingar.

Ekki endilega slæm niðurstaða fyrir Gunnar Rúnar

„Í svona málum er ekki hægt að fagna eða harma niðurstöður. Þetta er bara hörmungarmál,“ segir Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, sem var metinn sakhæfur í Hæstarétti Íslands í dag.

Skipulagði morðið í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann

Í dómi Hæstaréttar segir að Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem játaði að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana á heimili sínu á síðasta ári, hafi skipulagt verknaðinn í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann, gengið ákveðið til verks og síðan gert allt sem í hans valdi stóð til að aftra því að upp um hann kæmist.

Jón Gnarr kynnti Reykjavík í Frankfurt

Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, kynnti bókmenntatexta um höfuðborg Íslands ásamt rithöfundinum Pétri Gunnarssyni fyrr í dag á Bókasýningunni í Frankfurt.

Mennirnir komnir í leitirnar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið upplýsingar um mennina þrjá sem hún leitaði að í dag í tengslum við rannsókn. Upplýsingarnar bárust eftir að myndir höfðu birst af mönnunum í fjölmiðlum.

Franskur ofurhugi stekkur fram af fossbrún

Franskur ofurhugi stökk fram af brún fossins Drífanda undir Eyjafjöllum fyrir nokkrum dögum. Fossinn er rúmlega 100 metra hár og þurfti hann að hafa snör handtök við að opna fallhlífina. Væri það ógert tæki fallið aðeins fimm sekúndur.

Dæmdur til að greiða um eina og hálfa milljón

Jón Bjarki Magnússon, blaðamaður á DV, var í dag dæmdur til að greiða konu 700 þúsund krónur í miskabætur vegna ærumeiðandi ummæla sem birtust í DV í september á síðasta ári. Um var að ræða umfjöllun blaðsins um nágrannaerjur í Garðabæ.

Mánaðarfangelsi fyrir líkamsárás í stigagangi

Tuttugu og fimm ára gamall karlmaður var dæmdur í eins mánaðar fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir líkamsárás. Maðurinn sló annan mann ítrekað hnefahöggum í höfuð og handlegg í stigagangi fjölbýlishúss í Reykjavík í september á síðasta ári. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi en hann á nokkuð langan sakaferil að baki eða allt frá 16 ára aldri. Þá varð það honum til refsilækkunar að hafa tekið sig á varðandi neyslu á fíkniefnum og áfengi.

Sjá næstu 50 fréttir