Innlent

Eldur í barnaherbergi

Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Eldur kviknaði í barnaherbergi í húsinu Birkifelli, sem er Við Laugar í Reykjadal, skammt frá Húsavík.

Eldur kviknaði skömmu fyrir hálf tvö í barnaherberginu sem var þó mannlaust. Hjón sem voru í húsinu vöknuðu við þrusk, líklega þegar eitthvað féll um koll, og fundu þá mikla reykjarlykt.

Ekki er ljóst með hvaða hætti það kviknaði í en að sögn lögreglunnar á Húsavík virðist eldur hafa læst sig í stafla af kössum inni í herberginu, en fjölskyldan var að fara að flytja úr húsinu.

Hugsanlegt er að það hafi kviknað í út frá skermlausum lampa sem var inn í herberginu. Það er þó til rannsóknar.

Talsverðar skemmdir urðu á húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×