Jarðskjálfti upp á 3,8 á richter skók jörðu rétt eftir klukkan níu í morgun. Upptök skjálftans voru við Hellisheiðarvirkjun samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.
Skjálftinn fannst víða, meðal annars í Hveragerði og Höfuðborgarsvæðinu. Þá mældist annar jarðskjálfti upp á 3,7 á richter um klukkan 9:45. Upptök þess skjálfta var um tvo kílómetra vestur af Hveragerði.
Yfir 1500 jarðskjálftar voru staðsettir af jarðfræðingum Veðurstofu Íslands í síðustu viku. Lang flestir voru við Hellisheiðarvirkjun.
Undanfarnar vikur hefur verið niðurrennsli í borholur á svæðinu. Um 75 jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu frá miðnætti.
Tveir snarpir jarðskjálftar nærri Hveragerði

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.