Manngerðir jarðskjálftar: "Það er alls ekki í lagi“ 15. október 2011 19:30 „Ég hef aldrei orðið fyrir alvarlegum óþægindum af þessu eins og ég segi er ég ekki hrædd, manni bara bregður. En sú tilhugsun að þetta er af mannavöldum? Það finnst mér aftur ekki í lagi, alls ekki í lagi," segir Anna Halla Hallsdóttir, íbúi í Hveragerði um jarðskjálftana en íbúum er verulega brugðið eftir morguninn, enda skóku tveir skjálftar bæinn á innan við klukkustund. Báðir mældust fjórir á richter. „Ég fann skjálftana mjög greinilega, ég var nývöknuð og hentist öll til," sagði Móeiður Þorvaldsdóttir. Guðlaug Berling Björnsdóttir sagði að það hefði farið um hana, „ Maður veit ekki hvort þetta er af völdum manna eða hvort að þetta eru náttúruhamfarir í raun og það er svolítið ógnvekjandi," sagði Guðlaug enda Íslendingar óvanir því að jarðskjálftar séu af manna völdum. Hvergerðingar ætla ekki að sætta sig við manngerðu jarðskjálftana sem starfsemi Orkuveitunnar hefur valdið. Íbúarnir eru margir óttaslegnir og segja sumir skjálftana kalla fram erfiðar minningar. Á annað hundruð jarðskjálftar hafa orðið í dag við Hellisheiðarvirkjun, þar á meðal tveir á um 4 á Richter sem fundust víða á Suður- og Vesturlandi. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði segir íbúa bæjarins hafa fengið sig fullsadda af þeim skjálftum sem verða af völdum niðurdælingar vatns frá virkjuninni. „Ég held að það hljóti allir að vera sammála okkur í því að það er alveg með öllu ólíðandi að þurfa að búa við manngerða jarðskjálfta, nógu mikil er nú náttúruváin á Íslandi þó að við séum ekki að bæta í hana með því að búa hana til," sagði Aldís. Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Sjá meira
„Ég hef aldrei orðið fyrir alvarlegum óþægindum af þessu eins og ég segi er ég ekki hrædd, manni bara bregður. En sú tilhugsun að þetta er af mannavöldum? Það finnst mér aftur ekki í lagi, alls ekki í lagi," segir Anna Halla Hallsdóttir, íbúi í Hveragerði um jarðskjálftana en íbúum er verulega brugðið eftir morguninn, enda skóku tveir skjálftar bæinn á innan við klukkustund. Báðir mældust fjórir á richter. „Ég fann skjálftana mjög greinilega, ég var nývöknuð og hentist öll til," sagði Móeiður Þorvaldsdóttir. Guðlaug Berling Björnsdóttir sagði að það hefði farið um hana, „ Maður veit ekki hvort þetta er af völdum manna eða hvort að þetta eru náttúruhamfarir í raun og það er svolítið ógnvekjandi," sagði Guðlaug enda Íslendingar óvanir því að jarðskjálftar séu af manna völdum. Hvergerðingar ætla ekki að sætta sig við manngerðu jarðskjálftana sem starfsemi Orkuveitunnar hefur valdið. Íbúarnir eru margir óttaslegnir og segja sumir skjálftana kalla fram erfiðar minningar. Á annað hundruð jarðskjálftar hafa orðið í dag við Hellisheiðarvirkjun, þar á meðal tveir á um 4 á Richter sem fundust víða á Suður- og Vesturlandi. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði segir íbúa bæjarins hafa fengið sig fullsadda af þeim skjálftum sem verða af völdum niðurdælingar vatns frá virkjuninni. „Ég held að það hljóti allir að vera sammála okkur í því að það er alveg með öllu ólíðandi að þurfa að búa við manngerða jarðskjálfta, nógu mikil er nú náttúruváin á Íslandi þó að við séum ekki að bæta í hana með því að búa hana til," sagði Aldís.
Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Sjá meira