Fleiri fréttir Slæmt ef samfélagið telur að réttarkerfið hafi brugðist "Almenningur hefur látið sig Guðmundar- og Geirfinnsmálið varða. Þannig hef ég í vikunni fengið 1190 undirskriftir þar sem krafist er rannsóknar og endurupptöku þessara mála,“ sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra þegar að hann tilkynnti um stofnun sérstaks starfshóps sem mun rannsaka Guðmundar- og Geirfinnsmálin. 7.10.2011 16:03 Herjólfur: Stefnt að því að sigla í Landeyjahöfn Í vetur er stefnt að því að sigla í Landeyjahöfn eftir því sem aðstæður leyfa samkvæmt frá samstarfshópi um málefni siglinga til Vestmannaeyja. 7.10.2011 15:50 Fimmtán mánaða fangelsi fyrir alsælusmygl Tuttugu og fimm ára gömul kona, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, dæmd í fimmtán mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði óskilorðsbundna, fyrir að hafa flutt inn tæp 145 grömm af alsæludufti þann 25. janúar síðastliðinn. Mögulegt hefði verið að framleiða 1845 alsælutöflur með efninu. 7.10.2011 15:41 Sletti úr klaufunum fyrir spítalaferð Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að fjölbýlishúsi á dögunum þegar kvartað var yfir hávaða í einni íbúðinni, þar sem samkvæmi stóð yfir. Húsráðandi, karl á besta aldri, kom til dyra þegar bankað var upp á og var nokkuð undrandi á þessari heimsókn laganna varða. Sér til málsbóta sagðist maðurinn vera á leið í aðgerð á spítala og nú væru síðustu forvöð að sletta ærlega úr klaufunum því næstu vikurnar myndi hann ekkert komast á djammið. Lögreglumennirnir á vettvangi hlustuðu skilningsríkir á manninn en bentu honum jafnframt á að hann yrði samt að taka tillit til nágranna sinna. Maðurinn féllst á það og var honum síðan óskað góðs bata áður en farið var af staðnum en þá var jafnframt komin ró yfir partígestina. 7.10.2011 14:56 500 nýjar íbúðir fyrir ungt fólk Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að veita vilyrði fyrir stúdentagarða Félagsstofnunar stúdenta (FS) við Brautarholt 7 en þar gætu risið allt að 100 íbúðir. 7.10.2011 14:54 Verða að endurheimta traust almennings Stjórnmálaleiðtogar í heiminum og alþjóðlegar stofnanir þurfa að endurheimta traust almennings, sagði Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í ræðu í Háskóla Íslands í dag. Hann segir að þetta sé lykillinn að því að finna sameiginlegar lausnir á hnattrænum vandamálum, ekki síst eftir efnahagskreppu heimsins. Einnig þyrfti að auka traust milli þjóða. 7.10.2011 14:21 Benedikt hæfastur í Hæstarétt Benedikt Bogason, dómstjóri við Héraðsdóm Vesturlands, er hæfastur til þess að gegna starfi hæstaréttardómara, samkvæmt mati hæfisnefndar. Aðrir umsækjendur um embættið voru Guðjón Ólafur Jónsson hæstaréttarlögmaður, Ingimundur Einarsson héraðsdómari og Þorgeir Ingi Njálsson dómstjóri. Innanríkisráðherra mun því að öllum líkindum setja Benedikt í starfið í fjarveru Páls Hreinssonar hæstaréttardómara sem verður dómari við EFTA dómstólinn. 7.10.2011 13:40 Útúrlyfjuð á áttræðisaldri stöðvuð í Garðabæ Fimm ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í Reykjavík í gærkvöld og nótt. Þetta voru allt karlar en þeir eru á aldrinum 24-48 ára. Einn þeirra hafði þegar verið sviptur ökuleyfi og annar var með fimm farþega í bílnum hjá sér en sá ökumaður var að skutla fólkinu í partí. 7.10.2011 13:37 Hoppandi glaður yfir 18 milljóna lottóvinningi Fjölskyldufaðir úr Breiðholtinu mætti til Íslenskrar getspár illa sofinn og ein taugahrúga en samt hoppandi glaður og vissi varla hvernig hann átti að sér að vera. 7.10.2011 13:25 Ráðherra krefst þess að kynjum sé ekki mismunað í námsbókum Menntamálaráðherra hefur sent Námsgagnastofnun erindi þar sem þess er krafist að kynjunum sé ekki mismunað í námsbókum. Þetta kemur til í framhaldi af rannsókn sem gerð var fyrir Jafnréttisstofu og sýndi skertan hlut kvenna í sögubókum. 7.10.2011 12:03 Erla Bolladóttir gleðst yfir stofnun starfshópsins Erla Bolladóttir, einn sakborninganna í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist glöð yfir því að búið sé að stofna starfshóp sem mun fara yfir rannsókn málsins. "En ég finn líka fyrir trega yfir því að Sævar og Tryggvi Rúnar skuli vera farnir og ekki upplifa þetta með okkur," segir Erla. 7.10.2011 11:58 Áfangasigur segir dóttir Tryggva Rúnars „Þetta er áfangasigur," segir Kristín Anna Tryggvadóttir dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar eftir að innanríkisráðherra tilkynnti um skipun starfshóps sem kanna skal Guðmundar- og Geirfinnsmálin að nýju. Tryggvi var einn sakborninga í málinu og leggur Kristín áherslu á það að þetta sé hvorki endapunkturinn í málinu né byrjunin á því. 7.10.2011 11:31 Enn skelfur jörð á Hellisheiði Skjálftahrina varð í morgun við Hellisheiðarvirkjun. Sá stærsti varð um ellefu leytið og mældist 2,6 á richter þá mældist annar 2,5 á ricter. Skjálftarnir tengjast jarðvarmavinnslu Orkuveitunnar við Hellisheiðarvirkjun og verða þegar affallsvatni er dælt niður í sprungur. 7.10.2011 11:19 Guðmundar- og Geirfinnsmál: Fjórir skipa starfshópinn Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur skipað fjögurra manna starfshóp til að fara yfir svonefnd Guðmundar- og Geirfinnsmál. Starfshópurinn skal skila ráðherra áfangaskýrslu fyrir lok apríl á næsta ári en þetta kom fram á blaðamannafundi sem ráðherra hélt í dag. „Starfshópnum er falið að fara yfir málið í heild sinni en sérstaklega þá þætti sem snúa að rannsókn þess og framkvæmd rannsóknarinnar. Þau gögn sem komið hafa fram á síðustu misserum og árum verði tekin til athugunar. Í áfangaskýrslu komi fram hvort og þá til hvaða ráðstafana þurfi að grípa varðandi framhalds málsins. Starfshópurinn mun geta kallað sérfræðinga til ráðgjafar eftir því sem hann telur þörf á,“ segir í tilkynningu. 7.10.2011 11:17 BUSA barnatjaldið innkallað hjá IKEA á Íslandi IKEA biður vinsamlega þá viðskiptavini sem eiga BUSA barnatjald að taka það strax úr umferð og koma með það í IKEA verslunina þar sem þeir fá tjaldið endurgreitt. Í tilkynningu frá IKEA segir að stálvírarnir sem haldi tjaldinu uppi geti brotnað. „Ef það gerist, geta beittir endar víranna stungist út úr tjaldinu og rispað eða slasað börn að leik.“ 7.10.2011 10:21 Írskur svindlari handtekinn - blekkti kráareiganda á Íslandi Bandaríska lögreglan í Denver, Colarado, handtók í haust írskan svindlara sem virðist hafa komið við á Íslandi og svikið stórfé út úr einstaklingum hér á landi. 7.10.2011 10:08 Strætófarþegum fjölgað á árinu Farþegar sem ferðuðust með strætisvögnum Strætó bs. voru um 16,5% fleiri á fyrstu níu mánuðum þessa árs samanborið við sama tímabil á síðasta ári, samkvæmt mælingu fyrirtækisins. Að því er fram kemur í tilkynningu má að öllu óbreyttu gera ráð fyrir að farþegafjöldinn fari yfir níu milljónir á þessu ári. Fjöldinn á árinu 2010 var um átta milljónir en mælingar Strætó á fjölda farþega byggja á farmiðasölu. 7.10.2011 09:42 Útskrifaðir meistaranemar aldrei verið fleiri Aldrei áður hafa fleiri stúdentar lokið meistaraprófi á Íslandi en árið 2010, samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni. Rétt rösklega 1100 manns luku meistaraprófi. Alls útskrifuðust 4085 nemendur með 4107 próf skólaárið 2009-2010. Tveir af hverjum þremur sem luku háskólaprófi eru konur. 7.10.2011 09:14 Slösuðust í bílveltu á Akureyri Tvær 17 ára stúlkur slösuðust, en þó ekki lífshættulega, þegar önnur þeirra missti stjórn á bíl sínum á Krossanesbraut við Akureyri í gærkvöldi með þeim afleiðingum að bíllinn fór út af og hafnaði á hvolfi ofan í skurði. Þær komust af sjálfsdáðum út úr honum og upp á veg, en voru fluttar á Sjúkrahúsið, enda önnur með áverka á höfði og hin kenndi eymsla í baki. Þetta mun vera þriðja umferðaróhappið sem hendir stúlkuna sem ók, á örstuttum ökumannsferli hennar. 7.10.2011 08:41 Strandaði í Sandgerði Færeyska flutningaskipið Axel, með ellefu manna íslenskri áhöfn, strandaði utan við höfnina í Sandgerði í nótt, en náðist á flot eftir hálfa aðra klukkustund. 7.10.2011 07:27 Breyting skattþrepa hækkar ekki skatta Fjárlagafrumvarpið 2012 gerir ráð fyrir breytingu á þrepakerfi í tekjuskattkerfinu. Hækka á mörkin um 3,5 prósent. Fréttablaðið óskaði skýringa frá fjármálaráðuneytinu um hvaða áhrif þetta hefði á skattbyrði einstaklinga. 7.10.2011 07:00 Ráðherra hyggst óska skýringa "Þú getur rétt ímyndað þér hvort ég hafi ekki skoðanir á þessu en ég bara kýs að tjá mig ekki að svo stöddu,“ segir Páll Magnússon, nýráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins, um háværar gagnrýnisraddir sem heyrst hafa um ráðninguna. Málið standi ekki upp á hann heldur stjórn Bankasýslunnar. 7.10.2011 06:00 Segir eignarhald ekki vera lykilatriði „Mér sýnist við fyrstu sýn að þetta séu í sjálfu sér ekki róttækar tillögur,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365 sem meðal annars gefur út Fréttablaðið. „Þær vísa fyrst og fremst til þess að þeir sem fara með hlutverk á þessu sviði, Samkeppniseftirlitið og fjölmiðlanefnd, fylgist áfram með þróuninni á markaðnum en hafi ákveðin ný tæki til að grípa inn í á 7.10.2011 06:00 Íslensk uppfinning í fyrsta sæti Valdimar Össurarson hlaut á miðvikudaginn fyrstu verðlaun í keppni Alþjóðasamtaka félaga hugvitsmanna, IIA, fyrir Valorku hverfilinn sinn sem ætlaður er sérstaklega til að nýta hæga sjávarfallastrauma. Verðlaunin námu 300 þúsundum sænskra króna, jafngildi 5,2 milljóna íslenskra króna. 7.10.2011 05:00 Heimta Baldur til Eyja í vetur Þess var krafist á fjölmennum mótmælafundi á Básaskersbryggju í Vestmannaeyjum í gær að Baldur yrði fenginn til að sigla milli lands og Eyja í vetur. Á fimmta hundrað manns voru saman komnir á bryggjunni. 7.10.2011 04:00 Uppbyggingu ekki stýrt af skilanefnd „Það kemur úr hörðustu átt að fá skeyti af þessu tagi frá þeim sem vinna úr búi föllnu bankanna, sérstaklega Landsbankans. Bankarnir sköpuðu okkur mikið fjárhagslegt tjón og við erum að reyna að hífa samfélagið upp úr því og skapa tekjur til að vinna úr áfallinu sem við urðum fyrir við fall bankanna,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Tilefnið er gagnrýni skilanefndar gamla Landsbankans, sem fram kom í Fréttablaðinu á miðvikudag, á nýja bankaskatta og kvótamál. 7.10.2011 04:00 Geta skipt upp risum á fjölmiðlamarkaði Samkeppnisyfirvöldum verða veittar auknar heimildir til að stöðva og vinda ofan af samþjöppun á fjölmiðlamarkaði, samkvæmt tillögum nefndar um eignarhald á fjölmiðlum. Nefndin, sem skipuð var fulltrúum allra flokka á Alþingi, skilaði af sér í gær. Tillögur hennar eru settar fram í formi lagafrumvarps og greinargerð með því. 7.10.2011 03:15 Bein útsending frá söfnunarátaki fyrir SEM Söfnunarátak SEM, Samtaka Endurhæfðra Mænuskaddaðra, verður í beinni útsendingu hér á Vísi og Stöð 2 í kvöld. Útsending hefst klukkan 19:50. 7.10.2011 19:36 VG á Álftanesi vill kanna möguleika á sameiningu Vinstri grænir á Álftanesi vilja að mögulegir sameiningarkostir sveitafélagsins verði kannaðir í fullu samráði við íbúa Álftaness. Þetta kemur í ályktun aðalfundar félagsins, sem haldinn var í kvöld. 6.10.2011 23:44 Líklegt að þingmenn hafi ekki vitað hvað þeir samþykktu Líklegt er að þingmenn hafi ekki haft hugmynd um hvað þeir voru að samþykkja þegar þeir ákváðu að varaformenn þingnefnda skyldu fá greitt álag fyrir þá vinnu sína, segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrsti varaforseti Alþingis. 6.10.2011 22:13 Kofi Annan: Við getum öll lært af Íslendingum Kofi Annan, fyrrum aðalritari Sameinuðu þjóðanna og handhafi friðarverðlauna Nóbels, segir öryggisráð SÞ bera lagalega og siðferðislega ábyrgð á því að sjálfstætt ríki Palestínu verði stofnað. 6.10.2011 21:25 Mörður segir álagsgreiðslur til varaformanna þingnefnda fráleitar Breytingar sem gerðar voru á álagsgreiðslum til þingmanna eru fráleitar, að mati Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Breytingarnar fela í sér að varaformenn þingnefnda fá um 55 þúsund krónur í álagsgreiðslur ofan á þingfararkaupið sem er um 545 þúsund krónur. Annar varaformaður þingnefndar, sem er nýtt embætti sem skipað er í samkvæmt nýjum þingskaparlögum, fær fimm prósent hækkun. Það jafngildir um 27 þúsund krónum. 6.10.2011 20:43 Reykjavíkurborg taki þátt í rekstri leigufélaga Jón Gnarr borgarstjóri leggur til að Reykjavíkurborg styðji við uppbyggingu á varanlegum og öruggum leigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu og auka fjölbreytileika í framboði á leiguhúsnæði. 6.10.2011 19:36 Ráðherra mun láta skoða Guðmundar- og Geirfinnsmálið Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun tilkynna um stofnun starfshóps sem á að fara yfir Guðmundar- og Geirfinnsmálið á morgun. Þetta staðfesti hann í samtali við Vísi. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Fjölmiðlar hafa fengið boð um blaðamannafund klukkan ellefu í fyrramálið þar sem það verður betur kynnt. 6.10.2011 19:18 Forstjóri Bankasýslunnar með 845 þúsund í laun Ráðning forstjóra Bankasýslu ríkisins er hneyksli, segir formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Páll Magnússon fær 845 þúsund krónur á mánuði þegar hann sest í forstjórastólinn. 6.10.2011 18:45 Háskóli Íslands í hópi 300 bestu Háskóli Íslands er kominn í hóp 300 bestu háskóla í heiminum að mati Times Higher Education Supplement, sem er annar af tveimur helstu matslistum á þessu sviði. Í heiminum eru nú rúmlega 17 þúsund háskólar. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segir þetta mat mikil gleðitíðindi fyrir Háskóla Íslands á hundraðasta afmælisári hans. 6.10.2011 18:24 Hundruð manna hlýða á Annan Hátt í 1300 manns munu sækja hátíðarmálþing Háskóla Íslands sem haldið verður í tilefni af aldarafmæli skólans á morgun í Háskólabíói. Yfirskrift málþingsins er "Áskoranir 21. aldar" og þar munu heimsþekktir fyrirlesarar, fræðimenn og stjórnendur háskóla velta fyrir sér þeim stóru áskorunum sem bíða mannkyns á nýhafinni öld. 6.10.2011 18:11 Tuttugu árekstrar í dag Tuttugu árekstrar hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu í dag, samkvæmt upplýsingum frá Árekstur.is. Þar af var einn þriggja bíla árekstur við Skeiðarvog. Þá olli ökumaður, sem var undir áhrifum lyfja, árekstri í Hafnarfirði um fjögurleytið í dag. Einnig varð harður árekstur á Miklubraut. Ökumaður kvartaði undan eymslum í hálsi og fékk aðhlynningu á slysadeild. Af þeim tuttugu árekstrum sem hafa orðið eru fimm árekstrar þar sem tjónvaldar hafa ekið í burtu af vettvangi. 6.10.2011 17:58 Þingmenn fengu launahækkun Allir varaformenn fastanefnda Alþingis fengu 10 prósent, eða um fimmtíu og fimm þúsund króna, launahækkun frá og með síðustu mánaðamótum. Hækkunin leggst ofan á þingfarakaupið sem er 545 þúsund krónur. Launahækkanirnar fengu þeir með sérstökum álagsgreiðslum sem greiddar eru í samræmi við lög um þingfararkaup, en þau lög tóku breytingum um leið og þingsköpum var breytt. 6.10.2011 17:41 Fimm ungskáld hlutu styrk Fimm hlutu nýræktaratyrki Bókmenntasjóðs sem afhentir voru í Nýlistasafninu fyrir stundu. Styrkina hlutu Andri Kjartan Jakobsson fyrir myndasögutímaritið Aðsvif, sem hann ritstýrir; Arndís Þórarinsdóttir fyrir unglingabókina Játningar mjólkurfernuskálds; Bryndís Björgvinsdóttir fyrir barnabókina Flugan sem stöðvaði stríðið; Hildur Knútsdóttir fyrir skáldsöguna Sláttur og Ragnhildur Jóhanns fyrir myndljóðabókverkið Hold og hjarta – líkamlegu ljóðin. 6.10.2011 17:30 Dæmd fyrir fjárdrátt í íslenska sendiráðinu í Vín Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja ára fangelsisdóm yfir tuttugu og níu ára gamallari konu dróg að sér fé frá íslenska sendiráðinu í Vínarborg. Tuttugu og tveir mánuðir dómsins eru skilorðsbundnir. 6.10.2011 16:35 Hæstiréttur staðfestir fjórtán ára dóm yfir Þorvarði Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm yfir Þorvarði Davíð Ólafssyni, sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann réðst á föður sinn, Ólaf Þórðarson tónlistarmann, og veitti honum lífshættulega áverka. 6.10.2011 16:31 Líflátshótanirnar voru til á upptöku - stöðumælavörðum oft hótað "Ég fagna þessum dómi því þetta gerist eiginlega alltof oft," segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdarstjóri Bílastæðasjóðs. Karlmaður á fertugsaldri var í vikunni dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldis- og líflátshótanir í garð stöðumælavarðar. 6.10.2011 16:11 Fjölskyldur flúið Garð vegna viðvarandi eineltis Að mati skólanefndar Gerðaskóla í Garði eru eineltismál og líðan nemenda með öllu óviðunandi þar sem 13,3 % nemenda skólans segjast verða fyrir einelti oftar en 2-3 sinnum í mánuði. Þetta er niðurstaða Sjálfsmatsskýrslu 2010 - 2011 og var lögð fyrir skólanefndina 28. september síðastliðinn. 6.10.2011 15:33 Þrjú ár liðin frá því Geir bað Guð um að blessa Ísland Í dag eru þrjú ár liðin frá því að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, ávarpaði þjóðina í beinni útsendingu. Hann bað meðal annars Guð um að blessa Ísland. 6.10.2011 14:36 Sjá næstu 50 fréttir
Slæmt ef samfélagið telur að réttarkerfið hafi brugðist "Almenningur hefur látið sig Guðmundar- og Geirfinnsmálið varða. Þannig hef ég í vikunni fengið 1190 undirskriftir þar sem krafist er rannsóknar og endurupptöku þessara mála,“ sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra þegar að hann tilkynnti um stofnun sérstaks starfshóps sem mun rannsaka Guðmundar- og Geirfinnsmálin. 7.10.2011 16:03
Herjólfur: Stefnt að því að sigla í Landeyjahöfn Í vetur er stefnt að því að sigla í Landeyjahöfn eftir því sem aðstæður leyfa samkvæmt frá samstarfshópi um málefni siglinga til Vestmannaeyja. 7.10.2011 15:50
Fimmtán mánaða fangelsi fyrir alsælusmygl Tuttugu og fimm ára gömul kona, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, dæmd í fimmtán mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði óskilorðsbundna, fyrir að hafa flutt inn tæp 145 grömm af alsæludufti þann 25. janúar síðastliðinn. Mögulegt hefði verið að framleiða 1845 alsælutöflur með efninu. 7.10.2011 15:41
Sletti úr klaufunum fyrir spítalaferð Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að fjölbýlishúsi á dögunum þegar kvartað var yfir hávaða í einni íbúðinni, þar sem samkvæmi stóð yfir. Húsráðandi, karl á besta aldri, kom til dyra þegar bankað var upp á og var nokkuð undrandi á þessari heimsókn laganna varða. Sér til málsbóta sagðist maðurinn vera á leið í aðgerð á spítala og nú væru síðustu forvöð að sletta ærlega úr klaufunum því næstu vikurnar myndi hann ekkert komast á djammið. Lögreglumennirnir á vettvangi hlustuðu skilningsríkir á manninn en bentu honum jafnframt á að hann yrði samt að taka tillit til nágranna sinna. Maðurinn féllst á það og var honum síðan óskað góðs bata áður en farið var af staðnum en þá var jafnframt komin ró yfir partígestina. 7.10.2011 14:56
500 nýjar íbúðir fyrir ungt fólk Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að veita vilyrði fyrir stúdentagarða Félagsstofnunar stúdenta (FS) við Brautarholt 7 en þar gætu risið allt að 100 íbúðir. 7.10.2011 14:54
Verða að endurheimta traust almennings Stjórnmálaleiðtogar í heiminum og alþjóðlegar stofnanir þurfa að endurheimta traust almennings, sagði Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í ræðu í Háskóla Íslands í dag. Hann segir að þetta sé lykillinn að því að finna sameiginlegar lausnir á hnattrænum vandamálum, ekki síst eftir efnahagskreppu heimsins. Einnig þyrfti að auka traust milli þjóða. 7.10.2011 14:21
Benedikt hæfastur í Hæstarétt Benedikt Bogason, dómstjóri við Héraðsdóm Vesturlands, er hæfastur til þess að gegna starfi hæstaréttardómara, samkvæmt mati hæfisnefndar. Aðrir umsækjendur um embættið voru Guðjón Ólafur Jónsson hæstaréttarlögmaður, Ingimundur Einarsson héraðsdómari og Þorgeir Ingi Njálsson dómstjóri. Innanríkisráðherra mun því að öllum líkindum setja Benedikt í starfið í fjarveru Páls Hreinssonar hæstaréttardómara sem verður dómari við EFTA dómstólinn. 7.10.2011 13:40
Útúrlyfjuð á áttræðisaldri stöðvuð í Garðabæ Fimm ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í Reykjavík í gærkvöld og nótt. Þetta voru allt karlar en þeir eru á aldrinum 24-48 ára. Einn þeirra hafði þegar verið sviptur ökuleyfi og annar var með fimm farþega í bílnum hjá sér en sá ökumaður var að skutla fólkinu í partí. 7.10.2011 13:37
Hoppandi glaður yfir 18 milljóna lottóvinningi Fjölskyldufaðir úr Breiðholtinu mætti til Íslenskrar getspár illa sofinn og ein taugahrúga en samt hoppandi glaður og vissi varla hvernig hann átti að sér að vera. 7.10.2011 13:25
Ráðherra krefst þess að kynjum sé ekki mismunað í námsbókum Menntamálaráðherra hefur sent Námsgagnastofnun erindi þar sem þess er krafist að kynjunum sé ekki mismunað í námsbókum. Þetta kemur til í framhaldi af rannsókn sem gerð var fyrir Jafnréttisstofu og sýndi skertan hlut kvenna í sögubókum. 7.10.2011 12:03
Erla Bolladóttir gleðst yfir stofnun starfshópsins Erla Bolladóttir, einn sakborninganna í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist glöð yfir því að búið sé að stofna starfshóp sem mun fara yfir rannsókn málsins. "En ég finn líka fyrir trega yfir því að Sævar og Tryggvi Rúnar skuli vera farnir og ekki upplifa þetta með okkur," segir Erla. 7.10.2011 11:58
Áfangasigur segir dóttir Tryggva Rúnars „Þetta er áfangasigur," segir Kristín Anna Tryggvadóttir dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar eftir að innanríkisráðherra tilkynnti um skipun starfshóps sem kanna skal Guðmundar- og Geirfinnsmálin að nýju. Tryggvi var einn sakborninga í málinu og leggur Kristín áherslu á það að þetta sé hvorki endapunkturinn í málinu né byrjunin á því. 7.10.2011 11:31
Enn skelfur jörð á Hellisheiði Skjálftahrina varð í morgun við Hellisheiðarvirkjun. Sá stærsti varð um ellefu leytið og mældist 2,6 á richter þá mældist annar 2,5 á ricter. Skjálftarnir tengjast jarðvarmavinnslu Orkuveitunnar við Hellisheiðarvirkjun og verða þegar affallsvatni er dælt niður í sprungur. 7.10.2011 11:19
Guðmundar- og Geirfinnsmál: Fjórir skipa starfshópinn Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur skipað fjögurra manna starfshóp til að fara yfir svonefnd Guðmundar- og Geirfinnsmál. Starfshópurinn skal skila ráðherra áfangaskýrslu fyrir lok apríl á næsta ári en þetta kom fram á blaðamannafundi sem ráðherra hélt í dag. „Starfshópnum er falið að fara yfir málið í heild sinni en sérstaklega þá þætti sem snúa að rannsókn þess og framkvæmd rannsóknarinnar. Þau gögn sem komið hafa fram á síðustu misserum og árum verði tekin til athugunar. Í áfangaskýrslu komi fram hvort og þá til hvaða ráðstafana þurfi að grípa varðandi framhalds málsins. Starfshópurinn mun geta kallað sérfræðinga til ráðgjafar eftir því sem hann telur þörf á,“ segir í tilkynningu. 7.10.2011 11:17
BUSA barnatjaldið innkallað hjá IKEA á Íslandi IKEA biður vinsamlega þá viðskiptavini sem eiga BUSA barnatjald að taka það strax úr umferð og koma með það í IKEA verslunina þar sem þeir fá tjaldið endurgreitt. Í tilkynningu frá IKEA segir að stálvírarnir sem haldi tjaldinu uppi geti brotnað. „Ef það gerist, geta beittir endar víranna stungist út úr tjaldinu og rispað eða slasað börn að leik.“ 7.10.2011 10:21
Írskur svindlari handtekinn - blekkti kráareiganda á Íslandi Bandaríska lögreglan í Denver, Colarado, handtók í haust írskan svindlara sem virðist hafa komið við á Íslandi og svikið stórfé út úr einstaklingum hér á landi. 7.10.2011 10:08
Strætófarþegum fjölgað á árinu Farþegar sem ferðuðust með strætisvögnum Strætó bs. voru um 16,5% fleiri á fyrstu níu mánuðum þessa árs samanborið við sama tímabil á síðasta ári, samkvæmt mælingu fyrirtækisins. Að því er fram kemur í tilkynningu má að öllu óbreyttu gera ráð fyrir að farþegafjöldinn fari yfir níu milljónir á þessu ári. Fjöldinn á árinu 2010 var um átta milljónir en mælingar Strætó á fjölda farþega byggja á farmiðasölu. 7.10.2011 09:42
Útskrifaðir meistaranemar aldrei verið fleiri Aldrei áður hafa fleiri stúdentar lokið meistaraprófi á Íslandi en árið 2010, samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni. Rétt rösklega 1100 manns luku meistaraprófi. Alls útskrifuðust 4085 nemendur með 4107 próf skólaárið 2009-2010. Tveir af hverjum þremur sem luku háskólaprófi eru konur. 7.10.2011 09:14
Slösuðust í bílveltu á Akureyri Tvær 17 ára stúlkur slösuðust, en þó ekki lífshættulega, þegar önnur þeirra missti stjórn á bíl sínum á Krossanesbraut við Akureyri í gærkvöldi með þeim afleiðingum að bíllinn fór út af og hafnaði á hvolfi ofan í skurði. Þær komust af sjálfsdáðum út úr honum og upp á veg, en voru fluttar á Sjúkrahúsið, enda önnur með áverka á höfði og hin kenndi eymsla í baki. Þetta mun vera þriðja umferðaróhappið sem hendir stúlkuna sem ók, á örstuttum ökumannsferli hennar. 7.10.2011 08:41
Strandaði í Sandgerði Færeyska flutningaskipið Axel, með ellefu manna íslenskri áhöfn, strandaði utan við höfnina í Sandgerði í nótt, en náðist á flot eftir hálfa aðra klukkustund. 7.10.2011 07:27
Breyting skattþrepa hækkar ekki skatta Fjárlagafrumvarpið 2012 gerir ráð fyrir breytingu á þrepakerfi í tekjuskattkerfinu. Hækka á mörkin um 3,5 prósent. Fréttablaðið óskaði skýringa frá fjármálaráðuneytinu um hvaða áhrif þetta hefði á skattbyrði einstaklinga. 7.10.2011 07:00
Ráðherra hyggst óska skýringa "Þú getur rétt ímyndað þér hvort ég hafi ekki skoðanir á þessu en ég bara kýs að tjá mig ekki að svo stöddu,“ segir Páll Magnússon, nýráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins, um háværar gagnrýnisraddir sem heyrst hafa um ráðninguna. Málið standi ekki upp á hann heldur stjórn Bankasýslunnar. 7.10.2011 06:00
Segir eignarhald ekki vera lykilatriði „Mér sýnist við fyrstu sýn að þetta séu í sjálfu sér ekki róttækar tillögur,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365 sem meðal annars gefur út Fréttablaðið. „Þær vísa fyrst og fremst til þess að þeir sem fara með hlutverk á þessu sviði, Samkeppniseftirlitið og fjölmiðlanefnd, fylgist áfram með þróuninni á markaðnum en hafi ákveðin ný tæki til að grípa inn í á 7.10.2011 06:00
Íslensk uppfinning í fyrsta sæti Valdimar Össurarson hlaut á miðvikudaginn fyrstu verðlaun í keppni Alþjóðasamtaka félaga hugvitsmanna, IIA, fyrir Valorku hverfilinn sinn sem ætlaður er sérstaklega til að nýta hæga sjávarfallastrauma. Verðlaunin námu 300 þúsundum sænskra króna, jafngildi 5,2 milljóna íslenskra króna. 7.10.2011 05:00
Heimta Baldur til Eyja í vetur Þess var krafist á fjölmennum mótmælafundi á Básaskersbryggju í Vestmannaeyjum í gær að Baldur yrði fenginn til að sigla milli lands og Eyja í vetur. Á fimmta hundrað manns voru saman komnir á bryggjunni. 7.10.2011 04:00
Uppbyggingu ekki stýrt af skilanefnd „Það kemur úr hörðustu átt að fá skeyti af þessu tagi frá þeim sem vinna úr búi föllnu bankanna, sérstaklega Landsbankans. Bankarnir sköpuðu okkur mikið fjárhagslegt tjón og við erum að reyna að hífa samfélagið upp úr því og skapa tekjur til að vinna úr áfallinu sem við urðum fyrir við fall bankanna,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Tilefnið er gagnrýni skilanefndar gamla Landsbankans, sem fram kom í Fréttablaðinu á miðvikudag, á nýja bankaskatta og kvótamál. 7.10.2011 04:00
Geta skipt upp risum á fjölmiðlamarkaði Samkeppnisyfirvöldum verða veittar auknar heimildir til að stöðva og vinda ofan af samþjöppun á fjölmiðlamarkaði, samkvæmt tillögum nefndar um eignarhald á fjölmiðlum. Nefndin, sem skipuð var fulltrúum allra flokka á Alþingi, skilaði af sér í gær. Tillögur hennar eru settar fram í formi lagafrumvarps og greinargerð með því. 7.10.2011 03:15
Bein útsending frá söfnunarátaki fyrir SEM Söfnunarátak SEM, Samtaka Endurhæfðra Mænuskaddaðra, verður í beinni útsendingu hér á Vísi og Stöð 2 í kvöld. Útsending hefst klukkan 19:50. 7.10.2011 19:36
VG á Álftanesi vill kanna möguleika á sameiningu Vinstri grænir á Álftanesi vilja að mögulegir sameiningarkostir sveitafélagsins verði kannaðir í fullu samráði við íbúa Álftaness. Þetta kemur í ályktun aðalfundar félagsins, sem haldinn var í kvöld. 6.10.2011 23:44
Líklegt að þingmenn hafi ekki vitað hvað þeir samþykktu Líklegt er að þingmenn hafi ekki haft hugmynd um hvað þeir voru að samþykkja þegar þeir ákváðu að varaformenn þingnefnda skyldu fá greitt álag fyrir þá vinnu sína, segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrsti varaforseti Alþingis. 6.10.2011 22:13
Kofi Annan: Við getum öll lært af Íslendingum Kofi Annan, fyrrum aðalritari Sameinuðu þjóðanna og handhafi friðarverðlauna Nóbels, segir öryggisráð SÞ bera lagalega og siðferðislega ábyrgð á því að sjálfstætt ríki Palestínu verði stofnað. 6.10.2011 21:25
Mörður segir álagsgreiðslur til varaformanna þingnefnda fráleitar Breytingar sem gerðar voru á álagsgreiðslum til þingmanna eru fráleitar, að mati Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Breytingarnar fela í sér að varaformenn þingnefnda fá um 55 þúsund krónur í álagsgreiðslur ofan á þingfararkaupið sem er um 545 þúsund krónur. Annar varaformaður þingnefndar, sem er nýtt embætti sem skipað er í samkvæmt nýjum þingskaparlögum, fær fimm prósent hækkun. Það jafngildir um 27 þúsund krónum. 6.10.2011 20:43
Reykjavíkurborg taki þátt í rekstri leigufélaga Jón Gnarr borgarstjóri leggur til að Reykjavíkurborg styðji við uppbyggingu á varanlegum og öruggum leigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu og auka fjölbreytileika í framboði á leiguhúsnæði. 6.10.2011 19:36
Ráðherra mun láta skoða Guðmundar- og Geirfinnsmálið Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun tilkynna um stofnun starfshóps sem á að fara yfir Guðmundar- og Geirfinnsmálið á morgun. Þetta staðfesti hann í samtali við Vísi. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Fjölmiðlar hafa fengið boð um blaðamannafund klukkan ellefu í fyrramálið þar sem það verður betur kynnt. 6.10.2011 19:18
Forstjóri Bankasýslunnar með 845 þúsund í laun Ráðning forstjóra Bankasýslu ríkisins er hneyksli, segir formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Páll Magnússon fær 845 þúsund krónur á mánuði þegar hann sest í forstjórastólinn. 6.10.2011 18:45
Háskóli Íslands í hópi 300 bestu Háskóli Íslands er kominn í hóp 300 bestu háskóla í heiminum að mati Times Higher Education Supplement, sem er annar af tveimur helstu matslistum á þessu sviði. Í heiminum eru nú rúmlega 17 þúsund háskólar. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segir þetta mat mikil gleðitíðindi fyrir Háskóla Íslands á hundraðasta afmælisári hans. 6.10.2011 18:24
Hundruð manna hlýða á Annan Hátt í 1300 manns munu sækja hátíðarmálþing Háskóla Íslands sem haldið verður í tilefni af aldarafmæli skólans á morgun í Háskólabíói. Yfirskrift málþingsins er "Áskoranir 21. aldar" og þar munu heimsþekktir fyrirlesarar, fræðimenn og stjórnendur háskóla velta fyrir sér þeim stóru áskorunum sem bíða mannkyns á nýhafinni öld. 6.10.2011 18:11
Tuttugu árekstrar í dag Tuttugu árekstrar hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu í dag, samkvæmt upplýsingum frá Árekstur.is. Þar af var einn þriggja bíla árekstur við Skeiðarvog. Þá olli ökumaður, sem var undir áhrifum lyfja, árekstri í Hafnarfirði um fjögurleytið í dag. Einnig varð harður árekstur á Miklubraut. Ökumaður kvartaði undan eymslum í hálsi og fékk aðhlynningu á slysadeild. Af þeim tuttugu árekstrum sem hafa orðið eru fimm árekstrar þar sem tjónvaldar hafa ekið í burtu af vettvangi. 6.10.2011 17:58
Þingmenn fengu launahækkun Allir varaformenn fastanefnda Alþingis fengu 10 prósent, eða um fimmtíu og fimm þúsund króna, launahækkun frá og með síðustu mánaðamótum. Hækkunin leggst ofan á þingfarakaupið sem er 545 þúsund krónur. Launahækkanirnar fengu þeir með sérstökum álagsgreiðslum sem greiddar eru í samræmi við lög um þingfararkaup, en þau lög tóku breytingum um leið og þingsköpum var breytt. 6.10.2011 17:41
Fimm ungskáld hlutu styrk Fimm hlutu nýræktaratyrki Bókmenntasjóðs sem afhentir voru í Nýlistasafninu fyrir stundu. Styrkina hlutu Andri Kjartan Jakobsson fyrir myndasögutímaritið Aðsvif, sem hann ritstýrir; Arndís Þórarinsdóttir fyrir unglingabókina Játningar mjólkurfernuskálds; Bryndís Björgvinsdóttir fyrir barnabókina Flugan sem stöðvaði stríðið; Hildur Knútsdóttir fyrir skáldsöguna Sláttur og Ragnhildur Jóhanns fyrir myndljóðabókverkið Hold og hjarta – líkamlegu ljóðin. 6.10.2011 17:30
Dæmd fyrir fjárdrátt í íslenska sendiráðinu í Vín Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja ára fangelsisdóm yfir tuttugu og níu ára gamallari konu dróg að sér fé frá íslenska sendiráðinu í Vínarborg. Tuttugu og tveir mánuðir dómsins eru skilorðsbundnir. 6.10.2011 16:35
Hæstiréttur staðfestir fjórtán ára dóm yfir Þorvarði Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm yfir Þorvarði Davíð Ólafssyni, sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann réðst á föður sinn, Ólaf Þórðarson tónlistarmann, og veitti honum lífshættulega áverka. 6.10.2011 16:31
Líflátshótanirnar voru til á upptöku - stöðumælavörðum oft hótað "Ég fagna þessum dómi því þetta gerist eiginlega alltof oft," segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdarstjóri Bílastæðasjóðs. Karlmaður á fertugsaldri var í vikunni dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldis- og líflátshótanir í garð stöðumælavarðar. 6.10.2011 16:11
Fjölskyldur flúið Garð vegna viðvarandi eineltis Að mati skólanefndar Gerðaskóla í Garði eru eineltismál og líðan nemenda með öllu óviðunandi þar sem 13,3 % nemenda skólans segjast verða fyrir einelti oftar en 2-3 sinnum í mánuði. Þetta er niðurstaða Sjálfsmatsskýrslu 2010 - 2011 og var lögð fyrir skólanefndina 28. september síðastliðinn. 6.10.2011 15:33
Þrjú ár liðin frá því Geir bað Guð um að blessa Ísland Í dag eru þrjú ár liðin frá því að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, ávarpaði þjóðina í beinni útsendingu. Hann bað meðal annars Guð um að blessa Ísland. 6.10.2011 14:36