Líklegt að þingmenn hafi ekki vitað hvað þeir samþykktu Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. október 2011 22:13 Ragnheiður Ríkharðsdóttir segir töluvert álag fylgja því að vera formaður þingnefndar. Mynd/ Pjetur. Líklegt er að þingmenn hafi ekki haft hugmynd um hvað þeir voru að samþykkja þegar þeir ákváðu að varaformenn þingnefnda skyldu fá greitt álag fyrir þá vinnu sína, segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrsti varaforseti Alþingis. Eins og Vísir greindi frá fyrr í kvöld breyttust kjör nokkurra þingmanna þegar ný þingskaparlög tóku gildi 1. október. Samkvæmt breytingunni mun fyrsti varaformaður hverrar þingnefndar fá 10% álag á þingfararkaup, eða um 55 þúsund krónur, fyrir að gegna því embætti. Annar varaformaður í þingnefnd fær 5% álag, eða um 27 þúsund krónur. Formaður þingnefndar hefur um árabil fengið 15% álag á þingfararkaupið og það er óbreytt samkvæmt nýju þingskaparlögunum. Þingfararkaupið er svo um 545 þúsund krónur. „Ég er eiginlega alveg viss um það að æði margir gerðu sér enga grein fyrir því hvað þeir voru að samþykkja, hvað þetta varðar. Af því að um þetta varð engin umræða. Þannig að kannski flaut þetta bara svona með," segir Ragnheiður. En hún segir jafnframt að það sé töluvert starf að vera formaður í þingnefnd. „Þú ert sá sem stýrir skútunni og ef þú ert fjarverandi þarf einhver annar að koma inn og klára verkefnið," segir Ragnheiður. Fyrsti varaformaður og annar varaformaður fái svo greitt hlutfallslega í samræmi við ábyrgð. Mörður Árnason og Valgerður Bjarnadóttir, sem bæði eru þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt til að kjararáð verði falið að ákveða hvort þingmenn eigi að fá álagsgreiðslur og þá hversu háar. Aðspurð segist Ragnheiður ekki vera viss um að hún geti verið sammála því. „Ég bara veit ekki hvað mér finnst um það. Mér finnst satt að segja ærið nóg að kjararáð úrskurði um grunnlaun þingmanna," segir Ragnheiður. Ragnheiður segir að þingmenn séu lægst launaða stéttin í stjórnskipuninni. „Flestallir embættismenn í ráðuneytinu eru með hærri laun, jafnvel hærri grunnlaun og síðan einingar og yfirvinnu. Þingmenn hafa ekki slíkt," segir Ragnheiður. Hún segist ekki vera viss um að þingmenn eigi að ávísa því út fyrir þingið hvort það eigi að greiða formönnum þingnefnda álag eða ekki. Þingmenn eigi að taka einhverja ábyrgð á eigin launum. Ekki náðist í Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, en hún er í embættiserindum á Möltu. Tengdar fréttir Þingmenn fengu launahækkun Allir varaformenn fastanefnda Alþingis fengu 10 prósent, eða um fimmtíu og fimm þúsund króna, launahækkun frá og með síðustu mánaðamótum. Hækkunin leggst ofan á þingfarakaupið sem er 545 þúsund krónur. Launahækkanirnar fengu þeir með sérstökum álagsgreiðslum sem greiddar eru í samræmi við lög um þingfararkaup, en þau lög tóku breytingum um leið og þingsköpum var breytt. 6. október 2011 17:41 Mörður segir álagsgreiðslur til varaformanna þingnefnda fráleitar Breytingar sem gerðar voru á álagsgreiðslum til þingmanna eru fráleitar, að mati Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Breytingarnar fela í sér að varaformenn þingnefnda fá um 55 þúsund krónur í álagsgreiðslur ofan á þingfararkaupið sem er um 545 þúsund krónur. Annar varaformaður þingnefndar, sem er nýtt embætti sem skipað er í samkvæmt nýjum þingskaparlögum, fær fimm prósent hækkun. Það jafngildir um 27 þúsund krónum. 6. október 2011 20:43 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Líklegt er að þingmenn hafi ekki haft hugmynd um hvað þeir voru að samþykkja þegar þeir ákváðu að varaformenn þingnefnda skyldu fá greitt álag fyrir þá vinnu sína, segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrsti varaforseti Alþingis. Eins og Vísir greindi frá fyrr í kvöld breyttust kjör nokkurra þingmanna þegar ný þingskaparlög tóku gildi 1. október. Samkvæmt breytingunni mun fyrsti varaformaður hverrar þingnefndar fá 10% álag á þingfararkaup, eða um 55 þúsund krónur, fyrir að gegna því embætti. Annar varaformaður í þingnefnd fær 5% álag, eða um 27 þúsund krónur. Formaður þingnefndar hefur um árabil fengið 15% álag á þingfararkaupið og það er óbreytt samkvæmt nýju þingskaparlögunum. Þingfararkaupið er svo um 545 þúsund krónur. „Ég er eiginlega alveg viss um það að æði margir gerðu sér enga grein fyrir því hvað þeir voru að samþykkja, hvað þetta varðar. Af því að um þetta varð engin umræða. Þannig að kannski flaut þetta bara svona með," segir Ragnheiður. En hún segir jafnframt að það sé töluvert starf að vera formaður í þingnefnd. „Þú ert sá sem stýrir skútunni og ef þú ert fjarverandi þarf einhver annar að koma inn og klára verkefnið," segir Ragnheiður. Fyrsti varaformaður og annar varaformaður fái svo greitt hlutfallslega í samræmi við ábyrgð. Mörður Árnason og Valgerður Bjarnadóttir, sem bæði eru þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt til að kjararáð verði falið að ákveða hvort þingmenn eigi að fá álagsgreiðslur og þá hversu háar. Aðspurð segist Ragnheiður ekki vera viss um að hún geti verið sammála því. „Ég bara veit ekki hvað mér finnst um það. Mér finnst satt að segja ærið nóg að kjararáð úrskurði um grunnlaun þingmanna," segir Ragnheiður. Ragnheiður segir að þingmenn séu lægst launaða stéttin í stjórnskipuninni. „Flestallir embættismenn í ráðuneytinu eru með hærri laun, jafnvel hærri grunnlaun og síðan einingar og yfirvinnu. Þingmenn hafa ekki slíkt," segir Ragnheiður. Hún segist ekki vera viss um að þingmenn eigi að ávísa því út fyrir þingið hvort það eigi að greiða formönnum þingnefnda álag eða ekki. Þingmenn eigi að taka einhverja ábyrgð á eigin launum. Ekki náðist í Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, en hún er í embættiserindum á Möltu.
Tengdar fréttir Þingmenn fengu launahækkun Allir varaformenn fastanefnda Alþingis fengu 10 prósent, eða um fimmtíu og fimm þúsund króna, launahækkun frá og með síðustu mánaðamótum. Hækkunin leggst ofan á þingfarakaupið sem er 545 þúsund krónur. Launahækkanirnar fengu þeir með sérstökum álagsgreiðslum sem greiddar eru í samræmi við lög um þingfararkaup, en þau lög tóku breytingum um leið og þingsköpum var breytt. 6. október 2011 17:41 Mörður segir álagsgreiðslur til varaformanna þingnefnda fráleitar Breytingar sem gerðar voru á álagsgreiðslum til þingmanna eru fráleitar, að mati Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Breytingarnar fela í sér að varaformenn þingnefnda fá um 55 þúsund krónur í álagsgreiðslur ofan á þingfararkaupið sem er um 545 þúsund krónur. Annar varaformaður þingnefndar, sem er nýtt embætti sem skipað er í samkvæmt nýjum þingskaparlögum, fær fimm prósent hækkun. Það jafngildir um 27 þúsund krónum. 6. október 2011 20:43 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Þingmenn fengu launahækkun Allir varaformenn fastanefnda Alþingis fengu 10 prósent, eða um fimmtíu og fimm þúsund króna, launahækkun frá og með síðustu mánaðamótum. Hækkunin leggst ofan á þingfarakaupið sem er 545 þúsund krónur. Launahækkanirnar fengu þeir með sérstökum álagsgreiðslum sem greiddar eru í samræmi við lög um þingfararkaup, en þau lög tóku breytingum um leið og þingsköpum var breytt. 6. október 2011 17:41
Mörður segir álagsgreiðslur til varaformanna þingnefnda fráleitar Breytingar sem gerðar voru á álagsgreiðslum til þingmanna eru fráleitar, að mati Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Breytingarnar fela í sér að varaformenn þingnefnda fá um 55 þúsund krónur í álagsgreiðslur ofan á þingfararkaupið sem er um 545 þúsund krónur. Annar varaformaður þingnefndar, sem er nýtt embætti sem skipað er í samkvæmt nýjum þingskaparlögum, fær fimm prósent hækkun. Það jafngildir um 27 þúsund krónum. 6. október 2011 20:43