Líklegt að þingmenn hafi ekki vitað hvað þeir samþykktu Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. október 2011 22:13 Ragnheiður Ríkharðsdóttir segir töluvert álag fylgja því að vera formaður þingnefndar. Mynd/ Pjetur. Líklegt er að þingmenn hafi ekki haft hugmynd um hvað þeir voru að samþykkja þegar þeir ákváðu að varaformenn þingnefnda skyldu fá greitt álag fyrir þá vinnu sína, segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrsti varaforseti Alþingis. Eins og Vísir greindi frá fyrr í kvöld breyttust kjör nokkurra þingmanna þegar ný þingskaparlög tóku gildi 1. október. Samkvæmt breytingunni mun fyrsti varaformaður hverrar þingnefndar fá 10% álag á þingfararkaup, eða um 55 þúsund krónur, fyrir að gegna því embætti. Annar varaformaður í þingnefnd fær 5% álag, eða um 27 þúsund krónur. Formaður þingnefndar hefur um árabil fengið 15% álag á þingfararkaupið og það er óbreytt samkvæmt nýju þingskaparlögunum. Þingfararkaupið er svo um 545 þúsund krónur. „Ég er eiginlega alveg viss um það að æði margir gerðu sér enga grein fyrir því hvað þeir voru að samþykkja, hvað þetta varðar. Af því að um þetta varð engin umræða. Þannig að kannski flaut þetta bara svona með," segir Ragnheiður. En hún segir jafnframt að það sé töluvert starf að vera formaður í þingnefnd. „Þú ert sá sem stýrir skútunni og ef þú ert fjarverandi þarf einhver annar að koma inn og klára verkefnið," segir Ragnheiður. Fyrsti varaformaður og annar varaformaður fái svo greitt hlutfallslega í samræmi við ábyrgð. Mörður Árnason og Valgerður Bjarnadóttir, sem bæði eru þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt til að kjararáð verði falið að ákveða hvort þingmenn eigi að fá álagsgreiðslur og þá hversu háar. Aðspurð segist Ragnheiður ekki vera viss um að hún geti verið sammála því. „Ég bara veit ekki hvað mér finnst um það. Mér finnst satt að segja ærið nóg að kjararáð úrskurði um grunnlaun þingmanna," segir Ragnheiður. Ragnheiður segir að þingmenn séu lægst launaða stéttin í stjórnskipuninni. „Flestallir embættismenn í ráðuneytinu eru með hærri laun, jafnvel hærri grunnlaun og síðan einingar og yfirvinnu. Þingmenn hafa ekki slíkt," segir Ragnheiður. Hún segist ekki vera viss um að þingmenn eigi að ávísa því út fyrir þingið hvort það eigi að greiða formönnum þingnefnda álag eða ekki. Þingmenn eigi að taka einhverja ábyrgð á eigin launum. Ekki náðist í Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, en hún er í embættiserindum á Möltu. Tengdar fréttir Þingmenn fengu launahækkun Allir varaformenn fastanefnda Alþingis fengu 10 prósent, eða um fimmtíu og fimm þúsund króna, launahækkun frá og með síðustu mánaðamótum. Hækkunin leggst ofan á þingfarakaupið sem er 545 þúsund krónur. Launahækkanirnar fengu þeir með sérstökum álagsgreiðslum sem greiddar eru í samræmi við lög um þingfararkaup, en þau lög tóku breytingum um leið og þingsköpum var breytt. 6. október 2011 17:41 Mörður segir álagsgreiðslur til varaformanna þingnefnda fráleitar Breytingar sem gerðar voru á álagsgreiðslum til þingmanna eru fráleitar, að mati Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Breytingarnar fela í sér að varaformenn þingnefnda fá um 55 þúsund krónur í álagsgreiðslur ofan á þingfararkaupið sem er um 545 þúsund krónur. Annar varaformaður þingnefndar, sem er nýtt embætti sem skipað er í samkvæmt nýjum þingskaparlögum, fær fimm prósent hækkun. Það jafngildir um 27 þúsund krónum. 6. október 2011 20:43 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Líklegt er að þingmenn hafi ekki haft hugmynd um hvað þeir voru að samþykkja þegar þeir ákváðu að varaformenn þingnefnda skyldu fá greitt álag fyrir þá vinnu sína, segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrsti varaforseti Alþingis. Eins og Vísir greindi frá fyrr í kvöld breyttust kjör nokkurra þingmanna þegar ný þingskaparlög tóku gildi 1. október. Samkvæmt breytingunni mun fyrsti varaformaður hverrar þingnefndar fá 10% álag á þingfararkaup, eða um 55 þúsund krónur, fyrir að gegna því embætti. Annar varaformaður í þingnefnd fær 5% álag, eða um 27 þúsund krónur. Formaður þingnefndar hefur um árabil fengið 15% álag á þingfararkaupið og það er óbreytt samkvæmt nýju þingskaparlögunum. Þingfararkaupið er svo um 545 þúsund krónur. „Ég er eiginlega alveg viss um það að æði margir gerðu sér enga grein fyrir því hvað þeir voru að samþykkja, hvað þetta varðar. Af því að um þetta varð engin umræða. Þannig að kannski flaut þetta bara svona með," segir Ragnheiður. En hún segir jafnframt að það sé töluvert starf að vera formaður í þingnefnd. „Þú ert sá sem stýrir skútunni og ef þú ert fjarverandi þarf einhver annar að koma inn og klára verkefnið," segir Ragnheiður. Fyrsti varaformaður og annar varaformaður fái svo greitt hlutfallslega í samræmi við ábyrgð. Mörður Árnason og Valgerður Bjarnadóttir, sem bæði eru þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt til að kjararáð verði falið að ákveða hvort þingmenn eigi að fá álagsgreiðslur og þá hversu háar. Aðspurð segist Ragnheiður ekki vera viss um að hún geti verið sammála því. „Ég bara veit ekki hvað mér finnst um það. Mér finnst satt að segja ærið nóg að kjararáð úrskurði um grunnlaun þingmanna," segir Ragnheiður. Ragnheiður segir að þingmenn séu lægst launaða stéttin í stjórnskipuninni. „Flestallir embættismenn í ráðuneytinu eru með hærri laun, jafnvel hærri grunnlaun og síðan einingar og yfirvinnu. Þingmenn hafa ekki slíkt," segir Ragnheiður. Hún segist ekki vera viss um að þingmenn eigi að ávísa því út fyrir þingið hvort það eigi að greiða formönnum þingnefnda álag eða ekki. Þingmenn eigi að taka einhverja ábyrgð á eigin launum. Ekki náðist í Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, en hún er í embættiserindum á Möltu.
Tengdar fréttir Þingmenn fengu launahækkun Allir varaformenn fastanefnda Alþingis fengu 10 prósent, eða um fimmtíu og fimm þúsund króna, launahækkun frá og með síðustu mánaðamótum. Hækkunin leggst ofan á þingfarakaupið sem er 545 þúsund krónur. Launahækkanirnar fengu þeir með sérstökum álagsgreiðslum sem greiddar eru í samræmi við lög um þingfararkaup, en þau lög tóku breytingum um leið og þingsköpum var breytt. 6. október 2011 17:41 Mörður segir álagsgreiðslur til varaformanna þingnefnda fráleitar Breytingar sem gerðar voru á álagsgreiðslum til þingmanna eru fráleitar, að mati Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Breytingarnar fela í sér að varaformenn þingnefnda fá um 55 þúsund krónur í álagsgreiðslur ofan á þingfararkaupið sem er um 545 þúsund krónur. Annar varaformaður þingnefndar, sem er nýtt embætti sem skipað er í samkvæmt nýjum þingskaparlögum, fær fimm prósent hækkun. Það jafngildir um 27 þúsund krónum. 6. október 2011 20:43 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Þingmenn fengu launahækkun Allir varaformenn fastanefnda Alþingis fengu 10 prósent, eða um fimmtíu og fimm þúsund króna, launahækkun frá og með síðustu mánaðamótum. Hækkunin leggst ofan á þingfarakaupið sem er 545 þúsund krónur. Launahækkanirnar fengu þeir með sérstökum álagsgreiðslum sem greiddar eru í samræmi við lög um þingfararkaup, en þau lög tóku breytingum um leið og þingsköpum var breytt. 6. október 2011 17:41
Mörður segir álagsgreiðslur til varaformanna þingnefnda fráleitar Breytingar sem gerðar voru á álagsgreiðslum til þingmanna eru fráleitar, að mati Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Breytingarnar fela í sér að varaformenn þingnefnda fá um 55 þúsund krónur í álagsgreiðslur ofan á þingfararkaupið sem er um 545 þúsund krónur. Annar varaformaður þingnefndar, sem er nýtt embætti sem skipað er í samkvæmt nýjum þingskaparlögum, fær fimm prósent hækkun. Það jafngildir um 27 þúsund krónum. 6. október 2011 20:43