Fleiri fréttir

Kortleggur aðstæður fátækra Reykvíkinga

Velferðarráð Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu meirihlutaflokkanna um að kortleggja fjölda og aðstæður þeirra Reykvíkinga sem búa við fátækt. Hlutverk hópsins, sem verður undir formennsku séra Bjarna Karlssonar, er jafnframt að koma með tillögur um það hvernig borgin og aðrar velferðarstofnanir samfélagsins geta betur stutt þá íbúa Reykjavíkur sem búa við fátækt.

Samstarfssamningur gerður við Heimili og skóla

Mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir og formaður Heimilis og skóla, Sjöfn Þórðardóttir undirrituðu samstarfssamning í gær, þriðjudaginn 29. júní, vegna stuðnings samtakanna við foreldra skólabarna.

Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig

Sjálfstæðisflokkurinn er í sókn, samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem Miðlun gerði fyrir Morgunblaðið. Hann fengi 34,6 prósent atkvæða ef kosið yrði nú, sem er ellefu prósentustiga aukning frá kjörfylgi úr síðustu kosningum, og væri stærsti flokkurinn á Alþingi. Vinstri grænir halda nokkurn veginn kjörfylgi sínu og mælast með 21,5 prósenta fylgi.

Herjólfur óskemmdur

Vélarbilun varð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi þegar skipið var að fara frá bryggju í Eyjum síðdegis í gær, og rak það stjórnlaust um stund.

Fimmtíu milljarðar færast á neytendur

Eftirlitsstofnanir telja ófært að miða við samningsvexti þegar myntkörfulán verða endurreiknuð og mælast til að Seðlabankavextir verði viðmiðið. Samtök neytenda fordæma tilmælin og segja þau á skjön við lög um neytendavernd.

Sigraðist á sorginni í skóm látinnar móður

Guðrún Guðmundsdóttir heiðraði minningu látinnar móður sinnar með því að ganga í skóm hennar frá Reykjanestá að Fonti. Faðir Guðrúnar lést daginn fyrir upphaf eins áfangans. Fyrir hvatningu ferðafélaganna hélt hún þó sínu striki.

Fréttaskýring: Kostar 190 milljónir ef ráðherrar víkja

Verði tillaga flokksstjórnar Samfylkingarinnar samþykkt og ráðherrar víkja af þingi kostar það 190 milljónir króna árlega. Kostnaður minnkar ef ráðherrum fækkar. Þá þarf að gjörbreyta þingsalnum því þröngt er um þingmenn núna.

Nemendur koma vanbúnir í háskóla

Brottfall nemenda úr Háskóla Íslands (HÍ) er óviðunandi, segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor skólans. Hún segir að svo virðist sem ein af ástæðunum fyrir brottfallinu sé að nemendur komi ekki nægilega vel undirbúnir úr framhaldsskólum.Hún segir ástæðu til að skoða námsframboð í skólunum.

Walesverjar rannsaka gjósku

Rannsóknir á ösku frá Eyjafjallajökli eru nú stundaðar í Snowdon þjóðgarðinum í Wales sem dregur nafn sitt af hæsta fjalli landsins. Vísindamenn safna þar gras- og regnvatnssýnum í þeim tilgangi að meta umhverfisáhrif öskufallsins á svæðinu.

Glitnir kyrrsetur lúxusbíla Jóns Ásgeirs

Glitnir fékk fyrir sex vikum kyrrsetningu á eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hér á landi. Krafa Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri er sex milljarðar króna en umræddar eignir eru metnar á samtals 197 milljónir króna.

Þingmenn Hreyfingarinnar fordæma Seðlabanka Íslands

Þingmenn Hreyfingarinnar, þau Margrét Tryggvadóttur, Birgitta Jónsdóttur og Þór Saari, fordæma viðbrögð Seðlabanka, Fjármálaeftirlitsins og ríkisstjórnarinnar við dómi Hæstaréttar um gengistryggð lán; helstu lögspekingar landsins hafi sagt niðurstöðu Hæstaréttar skýra og gengistryggingin sé ólögleg og upphaflegir samningsvextir hljóti að standa.

Breytingar innanfrá betri en kynjakvóti

Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti jafnréttisstefnu á landsfundi sínum um helgina. Hart var tekist á um stefnuna á fundinum og tók hún ýmsum breytingum.

Engin nekt eftir tólf

Lög um bann við nektardans taka gildi á miðnætti. Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfinger, segist ætla að fylgja lögunum - líklega hlaupi hann upp á svið með lendarskýlu handa dansaranum þegar klukkan slær tólf.

Sóðaskapur á Fimmvörðuhálsi

Hálffull olíutunna mætti augum göngugarpsins Páls Ásgeirs Ásgeirssonar þegar hann gekk yfir Fimmvörðuháls í dag. Páll Ásgeir segir mengunarslys í uppsiglingu og lýsir vanþóknun á slíkum sóðaskap.

Christian Wulff kosinn forseti Þýskalands

Eftir dramatískan dag á þýska þinginu var Christian Wulff kosinn forseti Þýskalands í þriðju umferð kosninganna milli hans og Joachim Gauk. Kosningin reyndi bæði á samstarf rauð-gulu meirihlutastjórnarinnar og framtíð Angelu Merkel sem kanslara.

Eignir Jóns Ásgeirs enn kyrrsettar

Eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hér á landi hafa verið kyrrsettar þrátt fyrir að tollstjóri hafi dregið kyrrsetningarbeiðni sína til baka. Sýslumaður hefur samþykkt kyrrsetningarbeiðni Glitnis banka á hendur honum.

Gagnrýnir fréttaflutning af evrópufundi Sjálfstæðismanna

Um helmingar þeirra sem mættu á fund Sjálfstæðra Evrópumanna vilja segja sig úr Sjálfstæðisflokknum og stofna nýjan flokk. Þetta segir Guðbjörn Guðbjörnsson, sem sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum á dögunum. Hann gagnrýnir fréttaflutning Rúv af fundi félagsins nú í kvöld.

Stjórn Rúv staðfestir ráðningu Sigrúnar

Stjórn Rúv fundaði í gær um ákvörðun Páls Magnússonar að ráða Sigrúnu Stefánsdóttur dagskrárstjóra Rúv. Svanhildur Kaaber segir stjórn Rúv staðfesta ráðninguna en almenn skoðun stjórnarinnar sé að auglýsa stöður.

Reglurnar skýrar en framkvæmdin ekki

Enn er óvissa um hvort foreldrar stúlku, sem lenti í alvarlegu reiðhjólaslysi fyrir nokkrum árum, þurfi að greiða milljónir fyrir beinflutning og tannlækningar eftir slysið. Reglurnar eru alveg skýrar, segir forstjóri Sjúkratrygginga og heilbrigðisráðherra, en ekki er skýrt hvort afleiðingar slyssins falli undir reglurnar.

Segja tilmæli Seðlabanka „sorgleg“ og „út í hött“

Talsmenn skuldara segja að Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn gangi erinda fjármála og fjármögnunarfyrirtækja með tilmælum sínum sem séu sorgleg og út í hött. Þeir hvetja lánþega til að greiða ekki. Forstjóri FME segir að greiðsla í samræmi við tilmælin feli ekki í sér samþykki á nýjum lánaskilmálum.

Herjólfur lagður frá höfn

Skemmdir á Herjólfi voru ekki eins alvarlegar og leit út í fyrstu. Herjólfur er lagður aftur frá höfn í seinni ferð sína til Þorlákshafnar.

Herjólfur vélarvana

Kafarar búa sig nú undir að kanna skemmdir á Herjólfi sem varð vélarvana í innsiglingunni við Vestmannaeyjar. Báturinn er fullhlaðinn fólki og bílum.

Áfram í gæsluvarðhaldi fyrir að svipta mann frelsinu

Hæstiréttur staðfesti í dag áframhaldandi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem er gefið að sök að hafa svipt annan mann frelsi og neytt hann til þess að stela verkfæratösku í Reykjanesbæ í vor.

Hvetur neytendur til þess að bíða átekta

„Ég hvet neytendur til þess að bíða átekta,“ segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, um tilmæli Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins sem voru kynnt í morgun.

Mikil hækkun á raforku

Raforkukostnaður hjá meðalheimili hefur hækkað um allt að þriðjung frá því um mitt ár 2008. Miklar hækkanir á fastagjöldum fyrir flutning og dreifingu skýra stærstan hluta hækkananna en þau hafa þau hækkað um allt að 137% á síðustu tveimur árum. Þetta kemur fram á vef ASÍ.

Össur fer til Færeyja

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, heldur í dag til Þórshafnar, þar sem hann mun eiga fund með Jørgen Niclasen, utanríkisráðherra Færeyja á morgun. Um er að ræða fund Hoyvíkurráðsins, sem sett var á stofn með Hoyvíkursamningnum, fríverslunarsamningi Íslands og Færeyja.

Bíll valt á Hafnarfjarðarvegi

Bíll valt á Hafnarfjarðarvegi við Arnarnesbrúnna nú fyrir stundu. Enginn slasaðist og einungis var óskað eftir dráttarbíl, að sögn lögreglu. Mikilar umferðartafir eru á veginum þessa stundina.

Hreyfingin fordæmir viðbrögð stjórnvalda

Þingmenn Hreyfingarinnar fordæma viðbrögð Seðlabanka Íslands, Fjármálaeftirlistins og ríkisstjórnarinnar við niðurstöðu Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar lána. Þingmennirnir segja löngu orðið tímabært að tímabært að almenningur njóti vafans ef einhver er. Að þeirra mati hefur þjónkun stjórnvalda við fjármálakerfið nú endanlega farið út fyrir öll velsæmismörk, líkt og það er orðað í tilkynningu.

Fresta hátíð í Húsdýragarðinum vegna veðurs

Hátíð viðskiptavina Atlantsolíu sem vera átti á morgun 1. júlí í Húsdýragarðinum hefur verið frestað fram til 14. júlí næstkomandi. Ástæðan er slæm veðurspá þar sem spáð er vætu og hvassviðri á morgun.

Séra Halldór: Ábyrgðin er Guðlaugs og Gísla

„Ég ætla ekki að fylgja þessu meira eftir því ábyrgðin er þeirra. Það eiga allir að skilja þetta sem vilja,“ segir séra Halldór Gunnarsson um ályktun sem landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti um helgina. Gísli Marteinn Baldursson ætlar ekki að víkja sem borgarfulltrúi vegna ályktunarinnar og Guðlaugur Þór Þórðarsson, þingmaður, hefur ekki tjáð sig um innihald hennar.

Segja ákvörðun FME og Seðlabankans vonbrigði

Neytendasamtökin segja tilmæli Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins vonbrigði. Neytendasamtökin hafa áður gefið út yfirlýsingu þar sem þau sögðu að samningsvextir ættu að standa þrátt fyrir að Hæstiréttur hefur dæmt gengistryggingu króna við erlendan gjaldmiðil ólögmæta.

Framsóknarmenn vilja nefndarfund

Þingmennirnir Birkir Jón Jónsson og Eygló Harðardóttir, nefndarmenn í efnahags- og skattanefnd og viðskiptanefnd, hafa óskað eftir því að nefndirnar fundi sameiginlega hið fyrsta til að fara yfir tilmæli sem Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið hafa sent fjármálafyrirtækjum vegna lánasamninga sem innihalda gengisviðmið gagnvart erlendri mynt.

Lúxusjeppi fjármálastjórans settur á sölu

Umdeildur lúxusjeppi sem fjármálastjóri Orkuveitu Reykjavíkur fékk frá fyrirtækinu hefur verið settur á sölu. Fjármálastjórinn ekur nú um á sama bílnum og áður.

Dómstólar eiga síðasta orðið

Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna tilmæla Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins um gengistryggð lán segir að þótt tímabundin óvissa ríki um endanlega niðurstöðu dómstóla sé mikilvægt að stöðuleiki á fjármálamarkaði verði áfram tryggður. Ríkisstjórnin virðir sjálfstæði Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins og ber fullt traust til þessara stofnana við að sinna lögbundnu hlutverki sínu. Dómstólar eigi þó síðasta orðið varðandi réttarágreining sem enn er uppi vegna lánanna.

Aðeins ein þyrla sinnir skyldum Landhelgisgæslunnar

Landhelgisgæslan hefur aðeins eina þyrlu þessa stundina til að sinna leitar-, eftirlits- og björgunarstörfum yfir öllu landinu og miðunum. Sjómenn segja að öryggi þeirra hafi ekki verið jafn illa borgið í marga áratugi.

Vekja athygli á versnandi veðri

Veðurstofa Íslands vill vekja sérstaka athygli á versnandi veðri, eftir blíðviðrið undanfarinna vikna. Á morgun er búist við hvassri austanátt með rigningu um allt land. Víða verður meðalvindhraði á bilinu 13-20 m/s og hviður geta staðbundið farið um eða yfir 30 m/s.

Fagna jafnréttisstefnu Sjálfstæðisflokksins

Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, fagnar nýrri jafnréttisstefnu Sjálfstæðisflokksins sem samþykkt var á landsfundi flokksins um liðna helgi. Í stefnunni er gert ráð fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn starfi á grundvelli einstaklingsfrelsis og jafnréttis í öllum sínum störfum og að einstaklingar búi við jöfn tækifæri óháð kynferði, aldri, trú og stöðu.

Hámark Skaftárhlaupsins komið út í sjó

Hámark Skaftárhlaupsins er komið út í sjó og fer því að sjatna í ánni, nema hvað það getur tekið nokkra daga að sjatna í Skaftáreldahrauni. Þar gæti yfirborðið enn hækkað og náð að þjóðveginum. Ólíklegt er þó talið að það muni rjúfa hann. Vatnið náði alveg heim á hlað á bænum Skál á Síðu í gær og flaut þar upp að tveimur veggjum útihúss.

Sjá næstu 50 fréttir