Innlent

Herjólfur óskemmdur

Vélarbilun varð í Herjólfi í gær.
Vélarbilun varð í Herjólfi í gær.

Vélarbilun varð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi þegar skipið var að fara frá bryggju í Eyjum síðdegis í gær, og rak það stjórnlaust um stund.

Um tíma var afturendi Herjólfs kominn ískyggilega nálægt grýttri fjöru, en Lóðsinn og togskipið Frár VE komu til aðstoðar á síðustu stundu, að sögn Eyjafrétta, og ýttu skipinu aftur að bryggju.

Kafari skoðaði skrúfu, stýri og botn skipsins og reyndist allt óskemmt. Eftir töluverða töf hélt skipið aftur út og kom full hlaðið aftur til Eyja, seint í gærkvöldi. Það hélt áætlun í morgun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×