Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig

Bjarni Benediktsson var endurkjörinn sem formaður Sjálfstæðisflokksins um síðustu helgi.
Bjarni Benediktsson var endurkjörinn sem formaður Sjálfstæðisflokksins um síðustu helgi. Mynd/Valgarður Gíslason

Sjálfstæðisflokkurinn er í sókn, samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem Miðlun gerði fyrir Morgunblaðið. Hann fengi 34,6 prósent atkvæða ef kosið yrði nú, sem er ellefu prósentustiga aukning frá kjörfylgi úr síðustu kosningum, og væri stærsti flokkurinn á Alþingi. Vinstri grænir halda nokkurn veginn kjörfylgi sínu og mælast með 21,5 prósenta fylgi.

Samfylkingin mælist með tæplega 24 prósenta fylgi og tapar tæplega sex prósentustigum frá kjörfylgi, Hreyfingin mælist með tæp sex prósent, og tapar aðeins fylgi, en Framsóknarflokkurinn mælist með aðeins 7,6 prósenta fylgi, sem er hátt í helmings fylgishrun frá kosningunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×