Innlent

Matarverð hefur hækkað um 66% á fjórum árum

Matarkaup eru almennt orðin hlutfallslega stærri og þyngri hluti heimilisútgjalda.
Matarkaup eru almennt orðin hlutfallslega stærri og þyngri hluti heimilisútgjalda. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Matarverð hefur hækkað um 66% á fjórum árum og um 34% frá bankahruni, samkvæmt verðkönnun SFR. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 13% frá bankahruninu.

Í fréttabréfi SFR segir að ljóst sé að matarkaup séu almennt orðin hlutfallslega stærri og þyngri hluti heimilisútgjalda.

Samkvæmt könnun SFR hefur matarkarfan hækkað um 66% frá upphafi 2006 til mars á þessu ári. Frá bankahruni október 2008 nemur hækkunin 34%. En á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 12,6%. Og kaupmáttur launa hefur rýrnað um 8,3%




Fleiri fréttir

Sjá meira


×