Fleiri fréttir

Icelandair bætir flugum við vetraráætlun

Áætlun Icelandair í vetur verður um 14% umfangsmeiri en hún var síðasta vetur. Icelandair mun fljúga til alls 15 áfangastaða austan hafs og vestan, að því er fram kemur í tilkynningu frá flugfélaginu. Að meðaltali verða 82 flug frá Íslandi í viku á tímabilinu frá nóvember og út mars, eða 10 fleiri en á síðasta vetri. Á fimm mánaða tímabili, í nóvember, desember, janúar og febrúar og mars verður flugum fjölgað um 200 í heild. Flogið verður til 11 borga í Evrópu og fjögurra borga í Norður-Ameríku.

Sýslumaðurinn á Siglufirði annast málefni sanngirnisbóta

Dómsmála- og mannréttindaráðherra hefur falið sýslumanninum á Siglufirði að annast þau verkefni sem sýslumanni eru falin samkvæmt lögum um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum á vegum ríkisins. Þá mun dómsmála- og mannréttindaráðuneytið auglýsa á næstu dögum laust til umsóknar starf tengiliðar sem meðal annars hefur það hlutverk að koma á framfæri upplýsingum til þeirra sem kunna að eiga bótarétt samkvæmt lögunum.

Segir Seðlabankann og FME hvetja til lögbrota

„Ég fæ ekki betur séð en að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið séu að hvetja til lögbrota," segir Marinó G. Njálsson, hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, um tilmæli sem Seðlabankinn og FME beina til fjármálafyrirtækja vegna gengistryggðra lánasamninga og var tilkynnt um í morgun.

Vinna liggur niðri vegna slyssins

Öll vinna liggur enn niðri í Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga, eftir að starfsmaður skaðbrenndist í sprengingu í einum af þremur ofnum verksmiðjunnar á áttunda tímanum í gærkvöldi. Maðurinn varð fyrir eldtungu, sem teygði sig úr úr ofninum. Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á gjörgæsludeild Landsspítalans, þar sem honum er haldið sofandi í öndunarvél, en nánari upplýsingar um líðan hans liggja ekki fyrir.

Taldi hraunmolann uppsprettu ógæfu

Breskur ferðamaður hefur skilað aftur hraunmola sem hann tók héðan í leyfisleysi. Taldi molann uppsprettu allrar sinnar ógæfu. Molanum hefur verið skilað aftur og var flogið með þyrlu á gosstöðvarnar. Gömul þjóðtrú er tengd steinum.

Harmar umræðu um bíl

Anna Skúladóttir, fjármálastjóri Orkuveitu Reykjavíkur, hefur skilað lúxusbifreið þeirri sem hún fékk til umráða hjá fyrirtækinu. Í bréfi sem hún sendi starfsmönnum á innri vef fyrirtækisins kemur fram að bíllinn kostaði sjö milljónir króna.

Ættleiðingar á eigin vegum til skoðunar

Ragna Árnadóttir hefur óskað eftir skýrslu þar sem skoðað verður hvort leyfa eigi ættleiðingar án aðkomu félags. Skortur er á tækifærum til ættleiðingar.

Töldu stjórnmálin vera kaup kaups

Jón Sigurðsson segir félagasamtök hafa reynt að bjóða Framsóknarflokknum atkvæði fyrir greiða fyrir kosningar 2007. Flokkurinn hafi á þeim tíma verið lamaður af illdeilum og beri meðábyrgð á aðdraganda og forsendum hrunsins.

Alvarlega brenndur eftir slys

Einn maður er alvarlega slasaður eftir sprengingu í Járnblendiverksmiðjunni Elkem á Grundartanga í gærkvöldi. Maðurinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. Samkvæmt vakthafandi lækni á gjörgæsludeildinni liggur maðurinn þar alvarlega slasaður og þungt haldinn.

Margir eiga von á þakkarbréfi

Hvatningarátakið Til fyrirmyndar náði hámarki í gær. Þá safnaðist fjöldi fólks saman í Iðnó til þess að skrifa þakkarbréf til þeirra sem eru taldir hafa verið til fyrirmyndar.

Þrjú stórhveli komin á land

„Þetta er góð byrjun, þetta hefur farið vel af stað," sagði Kristján Loftsson, stjórnar­formaður Hvals hf., kampakátur eftir að fyrsti hvalur vertíðarinnar, meðalstór langreyður, var dreginn á land í Hvalfirði síðdegis í gær.

Afhenti átakinu 300 þúsund

Söfnunarátakið Á rás fyrir Grensás fékk í gær 300 þúsund króna styrk frá Gunnlaugi Júlíussyni hlaupara.

Haldið sofandi í öndunarvél

Starfsmanni járnblendiverksmiðju Elkem, sem brenndist illa í sprengingu fyrr í kvöld, er haldið sofandi í öndunarvél. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Elkem vegna málsins.

Sprengingin varð í ofnhúsi

"Það varð alvarlegt slys hér upp á annarri hæð í ofnhúsi," segir Einar Þorsteinsson, forstjóri Elkem járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Einn maður var fluttur illa slasaður með þyrlu til Reykjavíkur eftir sprenginguna sem átti sér stað fyrir um klukkutíma síðan.

Dísa orðin amma

Oft má lesa áhugaverðar fréttir á vefum sveitarfélaga landsins. Á vef Reykhólahrepps segir að Dísa Guðrún Sverrisdóttir á Reykhólum hafi orðið amma í fyrsta sinn á laugardaginn þegar dóttir hennar Hulda Ösp Atladóttir ól manni sínum Baldri Guðmundssyni blaðamanni á DV myndarlegan dreng.

Snælandsvídeo á hálum ís

Starfsmaður Snælandsvídeo í Hafnarfirði kvartaði til Persónuverndar yfir því að eftirlitsmyndavél væri beint að kaffiaðstöðu starfsmanna. Fulltrúar Persónuverndar fóru á vídjóleiguna og breyttu sjónarhorni myndavélarinnar.

Hefja viðræður við Garðabæ

Bæjarstjórn Álftaness hefur samþykkt að hefja formlegar viðræður við Garðabæ um sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Í fréttatilkynningu frá bæjarstjórn Álftanes kemur fram að farið sé eftir vilja íbúanna en borgarstjóri Reykjavíkur hefur lýst yfir áhuga á að Álftanes sameinist höfuðborginni.

Vantar skilgreiningar á alvarlegu slysi

Formaður Tannlæknafélags Íslands segir að reglurnar verði að skerpa í kjölfar umfjöllunar Stöðvar 2 um litla stúlku sem missti báðar framtennurnar í slysi en fær kostnað við aðgerðir ekki endurgreiddar þar sem Sjúkratryggingar Íslands telja slysið ekki nægilega alvarlegt.

Exeter málið gæti frestast vegna álags á dómstólum

Vegna álags á dómstólum gætu verið nokkrir mánuðir í að aðalmeðferð hefjist í máli þremenninga sem ákærðir eru fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs til félagsins Exeter Holding, en um er að ræða fyrstu ákærurnar sem sérstakur saksóknari gefur út.

Fallið frá kyrrsetningu eigna

Fallið hefur verið frá kyrrsetningu eigna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Jóns Sigurðssonar og Hannesar Smárasonar eftir að að dómstólar felldu úr gildi ákvörðun sýslumanns um kyrrsetningu eigna fjórða mannsins, Skarphéðins Bergs Steinarssonar.

Tekinn ölvaður tvisvar sömu helgi

Níu ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstru á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Einn þeirra var fyrst stöðvaður á föstudagskvöldi en svo aftur á laugardagskvöldinu tveim tímum eftir að honum var sleppt úr haldi vegna fyrri ölvunarakstursins.

Yfirlýsing frá Guðmundu Tý: Hótaði börnum ekki limlestingum

Guðmundur Týr Þórarinsson, forstöðumaður Götusmiðjunnar, segir í yfirlýsingu að fagni ákvörðun Barnaverndarstofu að halda rekstri meðferðarheimilis áfram. Hann segir það hins vegar aðför að æru sinni að hann hafi hótað börnunum limlestingum og ofbeldi.

Fjármálafyrirtækin hlíti niðurstöðu Hæstaréttar

Forsvarsmenn Bændasamtaka Íslands og Landssambands smábátaeigenda undrast fálmkennd og ómarkviss viðbrögð stjórnvalda og fjármálafyrirtækja við dómi Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána sem þeir segja að hafi verið skýr. Forsvarsmenn samtakanna funduðu fyrr í dag um niðurstöðu Hæstaréttar.

Talið að erlend glæpasamtök hafi sent konurnar

Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar hjá lögreglunni, segir að það sé eðlileg ályktun að telja að erlend glæpasamtök hafi sent tvær konur til landsins með 20 lítra af amfetamínbasa þann 17. júní síðastliðinn.

Einn slasaður eftir sprengingu í járnblendiverksmiðju

Einn er slasaður eftir að sprenging varð í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga. Engar upplýsingar er að fá frá lögreglunni á borgarnesi um málið. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti hinn slasaða til Reykjavíkur.

Verðbólgan búin - verðhjöðnun tekin við

Hin mikla verðbólga sem varð landlæg eftir hrun krónunnar er nú búin í bili, segir sérfræðingur í greiningardeild. Verðbólga mælist nú 5,7 prósent á ársgrundvelli og hefur ekki mælst lægri síðan í góðærinu 2007.

Fyrstu hvalirnir komnir á land

Kjötið af langreyðunum sem voru skotnar í gær verður selt á innlendum og erlendum mörkuðum að sögn Kristjáns Loftssonar forstjóra Hvals hf. Hann segist þegar vera búinn að finna kaupendur og er bjartsýnn á að hvalavertíðin verði góð. Höskuldur Kári Schram var í Hvalfirði í dag.

Kínverjar kanna Drekasvæðið

Kínverska ríkisolíufélagið Sinopec, sem hefur víðtæka reynslu af olíuborun á miklu hafdýpi, hefur ákveðið að gera forkönnun á fyrirliggjandi gögnum um Drekasvæðið.

Íslandsstofa stofnuð

Stofnfundur Íslandsstofu var haldinn í sjóminjasafninu Víkinni í dag en Alþingi samþykkti í lok aprílmánaðar lög um stofnunina. Markmið með Íslandsstofu er að efla ímynd og orðspor Íslands, styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs á erlendum mörkuðum og laða erlenda ferðamenn og fjárfestingu til landsins.

21 stofnun með uppsafnaðan halla

Færri stofnanir voru með verulegan uppsafnaðan halla í árslok 2009 en á sama tíma undanfarin ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga.

Auður Lilja tekur við af Drífu

Auður Lilja Erlingsdóttir, varaþingmaður VG og fyrrverandi formaður ungliðahreyfingar flokksins, tekur við af Drífu Snædal sem framkvæmdastjóri Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs næstkomandi fimmtudag. Þetta var tilkynnt á flokksráðsfundi VG um helgina. Drífa hefur gegnt embætti framkvæmdastýru undanfarin fjögur ár.

Pétur Blöndal: Skuldarar horfa í naflann á sér

Það var líf í tuskunum á borgarafundi í Iðnó í gær. Talsmaður samtaka lánþega sagði þar mikilvægt að almenningur léti ekki vaða yfir sig á skítugum skónum. Þingmaður sagði skuldara hins vegar horfa í naflann á sér og þeir hefðu misst sjónar á heildarmyndinni.

Foreldrar töldu rétt að rýma Götusmiðjuna

Forsvarsmenn Barnaverndarstofu funduðu í gær með aðstandendum ungmenna sem voru í meðferð í Götusmiðjunni. Faðir pilts sem þar dvaldi segir að sættir hafi náðst við Barnaverndarstofu og greinilegt sé á þeim gögnum sem lögð voru fyrir foreldra að rétt hafi verið að rýma staðinn. Nýtt meðferðarúrræði verður tekið í notkun kvöld.

Lögmaður Styrmis: Haldlaus ákæra

Ragnar H. Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, telur ákæru á hendur honum haldlausa, en Styrmir er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Ragnars Zophoníasar Guðjónssonar, sparissjóðsstjóra Byrs og Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns sparisjóðsins.

Icesave gæti tafið endurskoðun AGS

Yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi útilokar ekki að Icesave málið kunni að tefja þriðju endurskoðun sjóðsins á efnhagsáætlun Íslands. Hann segir hins vegar að sjóðurinn setji ekki það skilyrði fyrir frekari lánveitingum að Icesave málið verði klárað.

Funda í Höfða um norrænt samstarf

Forsætisnefnd Norðurlandaráðs fundar í Höfða í Reykjavík í dag um norrænt samstarf í kjölfar Stoltenberg-skýrslunnar um utanríkis- og öryggismál á Norðurlöndum. Auk þess verður fjallað um norræna upplýsingaskrifstofu í Minsk í Hvíta-Rússlandi og þátttöku Norðurlanda á fundum G20 hópsins. Þing Norðurlandaráðs verður svo í Reykjavík í nóvember og er búist við allt að 800 gestum.

Svanfríður áfram bæjarstjóri

J listinn, óháð framboð, og A-listinn, Byggðalistinn, hafa myndað meirihluta í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar. Í tilkynningu um málið segir að það sé stefna meirihlutans að eiga gott samstarf við alla bæjarfulltrúa og því munu fulltrúar B listans og D listans, sem ekki eru í meirihlutanum, fá formennsku í nefndum.

Dæmd fyrir að löðrunga lögregluþjón

Átján ára stúlka var dæmd í morgun í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að löðrunga lögregluþjón í Kópavogi. Konan sló lögregluþjóninn í nóvember árið 2009. Samkvæmt ákæruskjali hlaut lögreglumaðurinn mar á kinnbeinsboga.

Geta vel mætt nýrri bylgju svínainflúensu

Ísland er vel búið undir að hefja aftur fjöldabólusetningu gegn svínainflúensu komi til þess að ný bylgja ríði yfir á komandi misserum, að því er fram kemur í upplýsingum frá sóttvarnalækni og greint er frá vef heilbrigðisráðuneytisins.

Skaftá vex enn í byggð

Skaftá hefur enn verið að vaxa í morgun í byggð í Skaftártungu og á Síðu en vatnamælingamenn telja að þar nái hlaupið hámarki í dag. Rennsli Skaftár inni á hálendi virðist hafa náð hámarki um hádegisbil í gær við Sveinstind á móts við Langasjó. Þaðan á Skaftá eftir að renna um fimmtíu kílómetra niður á láglendi og rennslismælar bæði við Kirkjubæjarklaustur og við Ása hjá Eldvatni hafa sýnt stöðugan vöxt í allan morgun. Snorri Zóphóníasson hjá vatnamælingum Veðurstofu telur þó að þar sé hlaupið við það að ná hámarki. Hann segir að áhrifa þess muni gæta næstu daga í Eldhrauni þar sem vatnið heldur áfram að safnast upp og gæti svo farið að þar flæddi upp á hringveginn síðar í vikunni. Vegna hlaupsins hafa vegir lokast á tveimur stöðum, við Skaftárdal og Skál. Þá flæðir upp á veginn á Fjallabaksleið nyrðri neðan Hólaskjóls en aðeins yfir annað hjólfarið, að sögn vegagerðarmanna, sem skoðuðu veginn þar í morgun og segja þeir að hann sé fær.

Fimm mánaða fangelsi fyrir að stela þremur Smirnoff flöskum

Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í fimm mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir innbrot og þjófnað í ÁTVR á Höfn í Hornafirði í febrúar á þessu ári. Þar stal maðurinn í félagi við annan, þremur Smirnoff vodkaflöskum. Þeir brutu rúðu í versluninni að nóttu til og tóku flöskurnar.

Siðareglur samþykktar í Hafnarfirði

Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur samþykkt siðareglur starfsmanna bæjarfélagsins en markmiðið er að skilgreina hátterni og viðmót þeirra. Í reglunum er meðal annars kveðið á um að starfsmönnum sé óheimilt að þiggja og/eða sækjast eftir gjöfum, boðsferðum eða fjármunum frá einstaklingum, fyrirtækjum eða öðrum nema að um sé að ræða óverulegar gjafir eða verðmæti

Sjá næstu 50 fréttir