Innlent

Fagna jafnréttisstefnu Sjálfstæðisflokksins

Varaborgarfulltrúinn Áslaug María Friðriksdóttir er formaður Hvatar.
Varaborgarfulltrúinn Áslaug María Friðriksdóttir er formaður Hvatar. Mynd/Anton
Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, fagnar nýrri jafnréttisstefnu Sjálfstæðisflokksins sem samþykkt var á landsfundi flokksins um liðna helgi. Í stefnunni er gert ráð fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn starfi á grundvelli einstaklingsfrelsis og jafnréttis í öllum sínum störfum og að einstaklingar búi við jöfn tækifæri óháð kynferði, aldri, trú og stöðu.

„Jafnréttisstefnan var unnin í kjölfar ályktunar Landsþings Landssambands sjálfstæðiskvenna um skipan vinnuhóps um samningu á jafnréttisstefnu Sjálfstæðisflokksins. Markmið stefnunnar og úttektar á stöðu kynjanna innan flokksins er að tryggja sem jafnasta þátttöku kynjanna í öllu starfi flokksins," segir í tilkynningu frá Hvöt. „Samþykkt jafnréttisstefnunnar er mikilvægt skref fyrir Sjálfstæðisflokkinn og mun án efa verða til þess að efla störf hans."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×