Innlent

Vekja athygli á versnandi veðri

Búist er við versnandi veðri næstu daga.
Búist er við versnandi veðri næstu daga.
Veðurstofa Íslands vill vekja sérstaka athygli á versnandi veðri, eftir blíðviðrið undanfarinna vikna. Á morgun er búist við hvassri austanátt með rigningu um allt land. Víða verður meðalvindhraði á bilinu 13-20 m/s og hviður geta staðbundið farið um eða yfir 30 m/s.

Hvassast verður við suðurströndina og þar má búast við austan 18-23 m/s og hviðum allt að 40 m/s. Ferðafólki er bent á að hjólhýsi og önnur farartæki sem taka á sig mikinn vind geta fokið við þessar aðstæður. Verulega dregur úr vindi og úrkomu á föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×