Innlent

Fresta hátíð í Húsdýragarðinum vegna veðurs

Hátíð viðskiptavina Atlantsolíu sem vera átti á morgun 1. júlí í Húsdýragarðinum hefur verið frestað fram til 14. júlí næstkomandi. Ástæðan er slæm veðurspá þar sem spáð er vætu og hvassviðri á morgun.

Hátíðin var haldin í fyrsta sinn fyrir ári síðan og mættu þá um 4.000 manns.

Vonast er til að þessi breyting valdi ekki óþægindum og að sem flestir geti mætt þann 14 júlí, eins og segir í tilkynningu frá Atlantsolíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×