Innlent

Sýslumaður Hafnarfjarðar verður sýslumaður Reykjavíkur

Reykjavík.
Reykjavík.

Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á skipan sýslumannsembætta m.a. með hliðsjón af nýsamþykktum breytingum á lögum um framkvæmdarvald ríkisins í héraði.

Með þeirri lagabreytingu var ráðherra heimilað að fela starfandi sýslumanni að gegna jafnframt öðru embætti sem losnar.

Guðmundur Sophusson, sýslumaður í Hafnarfirði, flyst í embætti sýslumanns í Reykjavík frá og með 1. nóvember nk. en Rúnari Guðjónssyni, sýslumanni í Reykjavík, hefur verið veitt lausn frá embætti að eigin ósk frá og með 1. júlí 2010. Þuríður Árnadóttir, staðgengill sýslumannins í Reykjavík, gegnir embætti sýslumanns í Reykjavík frá 1. júlí nk. til 31. október nk.

Guðgeir Eyjólfsson, sýslumaður í Kópavogi, mun jafnframt gegna tímabundið embætti sýslumanns í Hafnarfirði frá og með 1. nóvember nk. til 31. október 2011.

Úlfari Lúðvíkssyni, sýslumanni á Patreksfirði, hefur verið falið að gegna jafnframt tímabundið embætti sýslumannsins á Ísafirði frá og með 1. júlí nk. til 30. júní 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×