Innlent

Gagnrýnir fréttaflutning af evrópufundi Sjálfstæðismanna

SB skrifar
Guðbjörn Guðbjörnsson, fyrrverandi Sjálfstæðismaður, segir hita hafa verið á fundi Sjálfstæðra Evrópumanna í kvöld.
Guðbjörn Guðbjörnsson, fyrrverandi Sjálfstæðismaður, segir hita hafa verið á fundi Sjálfstæðra Evrópumanna í kvöld.

Um helmingar þeirra sem mættu á fund Sjálfstæðra Evrópumanna vilja segja sig úr Sjálfstæðisflokknum og stofna nýjan flokk. Þetta segir Guðbjörn Guðbjörnsson, sem sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum á dögunum. Hann gagnrýnir fréttaflutning RÚV af fundi félagsins nú í kvöld.

Guðbjörn segir í pistli á heimasíðu sinni að hann hafi verið furðu lostinn af fréttaflutningi RÚV af fundinum nú í kvöld. Mikill hiti hafi verið á fundinum, hver maðurinn á fætur öðrum hafi stigið í pontu og sagst ætla að segja sig úr flokknum.

„Þarna voru á ferð menn sem höfðu verið þetta 20-60 ár í flokknum og voru og eru vissulega þungaviktarmenn."

Um fréttaflutning RÚV segir Guðbjörn: „Viðtalið við Þorstein Pálsson, fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins, var tekið fyrir fundinn og því furðulegt að nota það til að segja fréttir af fundinum." Auk þess sem "Fréttamenn RÚV hurfu af fundinum eftir að 15 mínútur voru liðnar, en birtu síðan frétt eins og þeir hefðu verið þar allan tímann."

Guðbjörn segist gruna að fréttin hafi verið gerð að forskrift Valhallar. Hin raunverulega frétt fundarins hafi verið reiði fundarmanna og vilji til að stofna nýjan flokk, en sú frétt hafi ekki verið sögð.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×