Fleiri fréttir

Ragnar Axelsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Ragnar Axelsson ljósmyndari var í kvöld útnefndur heiðurslistamaður Kópavogsbæjar fyrir árið 2010. Í umsögn lista-og menningarráðs Kópavogs segir meðal annars að Ragnar, eða Raxi eins og hann er kallaður, hafi fyrir löngu fest sig í sessi sem einn fremsti fréttaljósmyndari Íslands. Tengsl

Bifhjól og bíll rákust saman

Bifhjól og bíll rákust saman á gatnamótum Skipholts og Háaleitisbrautar á fimmta tímanum í dag. Tveir voru á hjólinu. Ekki liggur ljóst fyrir hvort nokkur hafi slasast í árekstrinum.

Grunaður um kerfisbundin og skipulögð efnahagsbrot

Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Haviland bankans, er grunaður um markaðsmisnotkun með hlutabréf í Kaupþingi samkvæmt greinagerð sérstaks saksóknara og var lögð fyrir Héraðsdóms Reykjavíkur þegar krafist var gæsluvarðhalds yfir honum fyrir helgi.

Umfangsmikil kannabisræktun í miðborginni stöðvuð

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í miðborginni í gærkvöld. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust rúmlega 100 kannabisplöntur. Karl um fertugt hefur játað aðild að málinu.

„Mótmælendur skirrðust ekki við að beita líkamlegu valdi“

Forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, svaraði fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar, á Alþingi í dag um aðkomu Alþingis að málarekstri gegn nímenningum sem hafa verið ákærðir fyrir að ryðjast inn á Alþingi.

Tollarar vísa kjaradeilu til Ríkissáttasemjara

Samninganefnd Tollvarðafélags Íslands hefur ákveðið að vísa kjaradeilu félagsins við ríkið til Ríkissáttasemjara samkvæmt frétt á vef BSRB. Í frétt á heimasíðu TFÍ kemur fram að á undanförnum mánuðum hafi ekki verið að finna mikinn samningsvilja að hálfu SNR og því hafi deilan staðið í stað.

Rökstuddur grunur um fjölda afbrota Hreiðars Más

„Samkvæmt gögnum málsins er varnaraðili (Hreiðar Már Sigurðsson innsk. blm.) undir rökstuddum grun um að hafa framið fjölmörg brot er fangelsisrefsing liggur við," segir í úrskurði Hæstaréttar þar sem rétturinn staðfestir gæsluvarðhaldið yfir Hreiðari Má. Visir.is hefur úrskurðinn undir höndum.

Fleiri Kaupþingsmenn handteknir

Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, og Steingrímur Kárason, framkvæmdastjóri áhættustýringar bankans, voru handteknir við komuna til landsins í nótt. Þeir voru yfirheyrðir snemma í morgun og í framhaldinu færðir í fangaklefa. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins.

Embætti sérstaks saksóknara þögult sem gröfin

Björn Þorvaldsson, fulltrúi sérstaks saksóknara, segist ekki staðfesta neitt varðandi handtökur Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi og Steingríms Kárason, framkvæmdastjóra áhættustýringar bankans.

Framburður Hreiðars Más stangast á við aðra

Framburður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, stangaðist á við framburð annarra einstaklinga sem hafa gefið skýrslu í rannsókn sérstaks saksóknara samkvæmt fréttavef Viðskiptablaðsins sem hefur úrskurð Hæstaréttar undir höndum.

Dómsmálaráðuneytið hefur ekki svarað bréfum dómstólaráðs

Formaður dómstólaráðs hefur í fjórgang spurst fyrir um breytingar á reglum um endurrit dómsgerða hjá dómsmálaráðuneytinu, en ekki fengið svör. Hæstiréttur hefur fallist á að breyta reglunum, en fyrst þarf að tryggja ríkissaksóknara fjármagn. Hann segir málið hafa verið í sjálfheldu síðasta hálfa árið.

Komu strandaglópum á lekum bát til aðstoðar

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Hafnarfirði og Reykjavík voru kölluð út að beiðni Landhelgisgæslunnar á tólfta tímanum þegar leki kom að bát á Faxaflóa, um 12 sjómílur NV af Gróttu. Einnig voru tveir hraðskreiðir, harðbotna bátar sendir á staðinn.

Flestar líkamsárásir á Suðurnesjum

Flestar líkamsárásir eiga sér stað á Suðurnesjum miðað við íbúafjölda en þeim hefur þó fækkað milli ára. Þetta kemur fram í afbrotatölfræði nokkurra lögregluembætta fyrir síðustu þrjú ár.

Ég er engin senditík

Sýslumaðurinn í Reykjavík átti í töluverðum erfiðleikum með að ná í lögmann Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Gest Jónsson, til að tilkynna fyrirtöku á kyrrsetningarbeiðninni á eignum Jóns. Honum reyndist ekki unnt að fá farsímanúmer Gests uppgefið og vildi lögmaður sem starfar með Gesti ekki koma boðunum áfram, þar sem hann væri engin senditík fyrir sýslumann eins og samstarfsmaðurinn orðaði það.

Yfirlýsing frá starfsfólki Stöðvar 2 og Vísis

Fréttamenn og aðrir starfsmenn á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis harma uppsögn Óskar Hrafns Þorvaldssonar úr starfi fréttastjóra. Undir stjórn hans hefur fréttastofan sýnt djörfung og ábyrgð á erfiðum tímum í þjóðfélaginu. Óskar Hrafn hefur staðið heill á bakvið fréttamenn Stöðvar 2 og Vísis þegar sótt hefur verið að fréttastofunni úr ýmsum áttum og aldrei látið annað en fréttamat og kröfuna um miðlun upplýsinga til almennings ráða ferðinni í störfum sínum.

Grjóthrunið í Bjarnarey - myndir

Talið er að allt að þúsundir tonna hafi hrunið úr Bjarnarey um fjögur leitið í nótt og er ásýnd eyjarinnar gjörbreytt eftir hamfarirnar. Óskar P. Friðriksson myndaði það sem fyrir augun bar í morgun. Nokkrar myndanna má sjá í myndasafni hér fyrir neðan.

Heimsækja bæi á öskufallssvæðinu

Skjálftahrina varð undir Eyjafjallajökli upp úr klukkan sex í morgun en skjálftarnir voru allir vægir, eða innan við tvo á Richter. Gosið hélt ámóta styrk í nótt og var í gærdag en vindur er hægur á slóðum gossins þannig að öskufall er mest í næsta nágrenni eldstöðvarinnar.

Fundu 120 kannabisplöntur í Kópavogi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Kópavogi síðdegis í gær. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust tæplega 120 kannabisplöntur. Á sama stað var einnig var lagt hald á 70 kannabisfræ og eitthvað af marijúana. Húsráðandi, karl á fertugsaldri, játaði aðild sína að málinu.

Kona í annarlegu ástandi handtekin

Kona í annarlegu ástandi var handtekin i austurborginni í Reykjavík í nótt, eftir að vitni höfðu séð hana vera að sniglast í húsagörðum og skima inn í bíla á götum úti.

Fluttur með þyrlu eftir fjórhjólaslys

Karlmaður, sem var á fjórhjóli í grennd við Hvammstanga í gærkvöldi, slasaðist þegar hann féll á hjólinu. Læknir sem kom á vettvang mat ástand hans svo að hann þyrfti hið bráðasta að komast á hátæknisjúkrahús og var því kallað á þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem sótti hann og flutti á Landsspítalann. Ekki er vitað um tildrög slyssins.

Gríðarleg sjósókn á fyrsta degi strandveiða

Gríðarleg sjósókn var í gær á fyrsta degi strandveiða smábáta hér við land í ár. Þrátt fyrir að margur sjómaðurinn væri óvanur og margar trillur hafi staðið lengi ónotaðar, er ekki vitað nema um eitt tilvik, þar sem draga þurfti bát að landi vegna bilunar.Veður var enda gott og víða mjög góð veiði. Í þeim tilvikum voru veiðiferðir stuttar, því hámark er sett á dagsafla hvers báts í þessu veiðikerfi.

Kona í barnsnauð flutt með björgunarskipi frá Eyjum

Björgunarskip Björgunarfélags Vestmannaeyja flutti í nótt konu í barnsnauð frá Vestmannaeyjum til nýju Landeyjarhafnarinnar, þar sem sjúkrabíll með ljósmóður frá Selfossi beið hennar og var hún flutt á fæðingadeild Landsspítalans í Reykjavík.

Gríðarmikið hrun varð úr Bjarnarey

Gríðarmikið hrun varð úr Bjarnarey, austan við Heimaey, þegar að minnstakosti hundruð tonna féllu úr bjarginu í sjó fram um fjögur leitið í nótt. Það var sjómaður á trillu sem sá þetta tilsýndar og var engin nær vettvangi þegar þetta gerðist. Vatnssúla steig hátt til himins enda var skákin sem hrundi frá sjólínu og alveg upp úr mjög stór úr hundrað metra háu bjarginu. Nú er þar grýtt fjara, þar sem sjórinn féll alveg að eynni áður.

Hreiðar er grunaður um fleiri brot en Magnús

Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Hreiðari Má Sigurðssyni og Magnúsi Guðmundssyni. Ástæða þess að farið var fram á lengra gæsluvarðhald yfir Hreiðari en Magnúsi er sú að Hreiðar er grunaður um fleiri brot en Magnús, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Sjálfstæðisflokkur heldur meirihluta

Sjálfstæðisflokkurinn tapar einum bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum en heldur hreinum meirihluta bæjarfulltrúa samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í gærkvöldi.

Keppa ekki við erlend veiðihús

Ísland kemst ekki á blað í umfjöllun tímaritsins Forbes yfir álitlegustu áfangastaði stangveiðimanna í heiminum. Umfjöllunarefnið er veiðihúsin sem gist er í, að því er kemur fram á vef Stangveiðifélags Reykjavíkur.

Stjórnarandstaðan ekki með í ráðum

Ríkisstjórnin hefur ekki haft samráð við stjórnarandstöðuna um fyrirhugaðar breytingar á skipan stjórnarráðsins. Steypa á saman nokkrum ráðuneytum og færa til málaflokka.

Börnin vilja fleiri hoppukastala

Frambjóðendur stjórnmálaflokkanna fimm sem keppa í borgar­stjórnarslagnum í sveitarstjórnarkosningum í enda þessa mánaðar komu í heimsókn í leikskólann Nóaborg í gær og svöruðu fyrirspurnum barnanna.

Útboðsviðmið breytast lítið

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi felldi tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar í bæjarráði um verulega lækkun á þeim upphæðum sem miða skal við þegar ákveðið er hvort aðkeypt verkefni fyrir bæinn þurfi að fara í útboð. Samkvæmt eldri reglum þurfti að bjóða út kaup á þjónustu ef áætlaður kostnaður var yfir 15 milljónum króna.

Aukningin í takt við áætlanir

Reiknað er með því að starfsmenn tölvuleikjafyrirtækisins CCP, sem meðal annars framleiðir netleikinn EVE Online, verði í lok þessa árs rúmlega 620 talsins. Þetta kemur fram í auglýsingu sem fyrirtækið birti um helgina þar sem óskað var eftir 150 nýjum starfsmönnum.

Össur og Miliband skiptust á sms-skilaboðum

Þeir þrír kandídatar sem koma til greina sem forsætisráðherraefni Breta myndu allir reynast Íslendingum betur en Gordon Brown hefur gert, sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Staðfestu gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Hreiðari og Magnúsi

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur yfir þeim Hreiðari Má Sigurðssyni og Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi stjórnendum Kaupþings banka. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis.

Leiðrétting á frétt um fjármagnsflutninga

Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis hefur ákveðið að draga til baka fréttaflutning af meintum fjármagnsflutningum nafngreindra manna til skattaskjóla sem birt var í júlí 2009. Jafnframt eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þeim skaða sem fréttin hefur valdið.

Sjúkraflutningamenn hafa farið í 57 sjúkraflutninga

Slökkviliðið var kallað í húsnæði í Vindakór á sjötta tímanum í dag. Þar hafi stíflast klóakleiðsla með þeim afleiðingum að það lak af annarri hæð hússins niður á þá fyrstu og þurfti aðstoð slökkviliðsmanna til að hreinsa til.

Eyjafjallajökull: Héraðsráðunautar skoða öskufallssvæðið

Teymi héraðsráðunauta alls staðar að af landinu munu á morgun og miðvikudag fara á bæi á öskufallssvæðinu fyrir austan, ræða við bændur og meta með þeim aðstæður og þörf fyrir aðstoð vegna fóðuröflunar og beitar í vor og sumar.

Banaslys við Ingólfsfjall

Maðurinn sem skall utan í hamravegg í vesturhluta Ingólfsfjalls á svifflugvél á fjórða tímanum í dag lést í slysinu. Slysið varð á móts við Hvammsveg í Nýbýlahverfi nánar tiltekið á milli Arnarnípu og Hólsstaðagils.

Sjá næstu 50 fréttir