Innlent

Fluttur með þyrlu eftir fjórhjólaslys

Læknir sem kom á vettvang mat ástand hans svo að hann þyrfti hið bráðasta að komast á hátæknisjúkrahús og var því kallað á þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Læknir sem kom á vettvang mat ástand hans svo að hann þyrfti hið bráðasta að komast á hátæknisjúkrahús og var því kallað á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Karlmaður, sem var á fjórhjóli í grennd við Hvammstanga í gærkvöldi, slasaðist þegar hann féll á hjólinu. Læknir sem kom á vettvang mat ástand hans svo að hann þyrfti hið bráðasta að komast á hátæknisjúkrahús og var því kallað á þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem sótti hann og flutti á Landsspítalann. Ekki er vitað um tildrög slyssins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×