Innlent

Komu strandaglópum á lekum bát til aðstoðar

Grótta.
Grótta.

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Hafnarfirði og Reykjavík voru kölluð út að beiðni Landhelgisgæslunnar á tólfta tímanum þegar leki kom að bát á Faxaflóa, um 12 sjómílur NV af Gróttu. Einnig voru tveir hraðskreiðir, harðbotna bátar sendir á staðinn.

Tveir menn voru um borð í hinum leka bát og fengu þeir strax aðstoð frá fiskibáti sem var í nágrenninu. Fluttu mennirnir sig yfir í hann enda töluverður sjór í vélarrúminu. Varðbáturinn Baldur fór einnig á staðinn og tók leka bátinn í tog. Björgunarskipin eru á leið á staðinn með dælur þegar þetta er skrifað.

Báturinn verður dreginn til hafnar í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×