Innlent

Umfangsmikil kannabisræktun í miðborginni stöðvuð

Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem lögreglan stöðvar umfangsmikla kannabisræktun.
Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem lögreglan stöðvar umfangsmikla kannabisræktun.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í miðborginni í gærkvöld. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust rúmlega 100 kannabisplöntur. Karl um fertugt hefur játað aðild að málinu.

Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem lögreglan stöðvar umfangsmikla kannabisræktun. Lögreglan stöðvaði kannabisræktun í húsi í Kópavogi síðdegis í gær. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust tæplega 120 kannabisplöntur.

Á sama stað var einnig var lagt hald á 70 kannabisfræ og eitthvað af marijúana. Húsráðandi, karl á fertugsaldri, játaði aðild sína að málinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×