Innlent

Himneskt dæmt til þess að greiða 50 þúsund í dagsektir

Himneskt skal greiða 50 þúsund á dag. Mynd af heimasíðu Himneskt.
Himneskt skal greiða 50 þúsund á dag. Mynd af heimasíðu Himneskt.

Himneskt ehf. hefur verið gert að greiða fimmtíu þúsund krónur í dagsektir fyrir að nota lénið himneskt.is.

Það er Neytendastofa sem sektar fyrirtækið en áður hafði stofan komist að þeirri niðurstöðu að Himneskt væri óheimilt að nota lénið himnesk.is og átti fyrirtækið að hætta allri notkun lénsins innan fjögurra vikna frá þeim tíma.

Ákvörðunin var kærð til áfrýjunarnefndar neytendamála sem staðfesti hana.

Þar sem Himneskt ehf. hefur ekki farið að ákvörðun Neytendastofu og notar enn lénið himnesk.is lagði Neytendastofa dagsektir á Himneskt ehf. að fjárhæð fimmtíu þúsund á dag að einni viku liðinni þar til farið yrði að ákvörðun stofnunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×