Dómsmálaráðuneytið hefur ekki svarað bréfum dómstólaráðs 11. maí 2010 12:17 Helgi I. Jónsson, starfandi formaður dómstólaráðs. Mynd/Róbert Formaður dómstólaráðs hefur í fjórgang spurst fyrir um breytingar á reglum um endurrit dómsgerða hjá dómsmálaráðuneytinu, en ekki fengið svör. Hæstiréttur hefur fallist á að breyta reglunum, en fyrst þarf að tryggja ríkissaksóknara fjármagn. Hann segir málið hafa verið í sjálfheldu síðasta hálfa árið. Við sögðum frá því í fréttum okkar fyrir helgi að Hæstiréttur hefði lýst sig sammála breytingum á lögum um endurrit dómsgerða sem fæli í sér að hún færðist frá héraðsdómstólum yfir til ríkissaksóknara. Hæstiréttur sagði hinsvegar ljóst að breytingin gæti ekki komið í framkvæmd nema ríkissaksóknari fái fjárveitingu til að standa undir kostnaði sem af því hljótist, og af þeirri ástæðu verði nýjar reglur ekki gefnar út fyrr en dómsmálaráðherra hafi hlutast til um þá fjárveitingu. Þegar málum er áfrýjað til Hæstaréttar, þurfa dómsritarar héraðsdóma að endurrita yfirheyrslur og framburða vitna í málum. Dómstólaráð vill semsagt að sú vinna færist yfir til ríkissaksóknara, sem í raun sér um áfrýjun fyrir Hæstarétti. Annir hjá Héraðsdómi Reykjavíkur eru til að mynda ástæða þess að mál tveggja ofbeldismanna hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti, en þeir sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna ofbeldisbrota sem þeir frömdu á meðan beðið var eftir að málið kæmist á dagskrá. Í bréfi sem Helgi I. Jónsson, starfandi formaður dómstólaráðs, sendir dómsmálaráðuneytinu á föstudag, og fréttastofa hefur undir höndum, segir hann að nú séu liðnir sex mánuðir frá því Hæstiréttur samþykkti að breyta umræddum reglum. Í bréfinu kemur einnig fram að Helgi hafi átt fund um þessi mál með settum ráðuneytisstjóra en bréfið er það þriðja sem hann sendir vegna málsins, en því hefur ekki verið svarað. Dómsmálaráðherra sagði fyrir helgi að ráðuneytið væri samþykkt þessum breytingum en grunaði að héraðsdómstólar vildu færa verkefnin yfir til saksóknara, en halda eftir fjármununum. Hún sagði að málið yrði skoðað sem fyrst. Ekki náðist í Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra í morgun. Hún hafði hinsvegar samband við fréttastofu í kjölfar þessarar fréttar í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ragna sagði málið standa þannig að samkomulag hefði náðst um að ráðuneytið óski eftir millifærslu á fjárheimildum í fjáraukalögum frá dómstólunum yfir til Ríkissaksóknara. Um sé að ræða 4,7 milljónir króna. Tengdar fréttir Seinagangur Ríkissaksóknara Seinagangur Ríkissaksóknara er ástæða þess að mál tveggja ofbeldishrotta hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir fyrir hrottalega árás á áttræðan úrsmið fyrir hálfu ári. Í fyrrakvöld endurtóku þeir leikinn þegar þeir réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ. Annar mannanna hefur verið nefndur yngsti mannræningi Íslands. 5. maí 2010 18:31 „Þetta gengur ekki" Annir í Héraðsdómi Reykjavíkur hafa komið í veg fyrir að gögn hafi borist saksóknara til þess að taka fyrir mál tveggja ofbeldismanna í Hæstarétti. Á meðan halda mennirnir áfram að brjóta af sér, en þeir réðust á eldri hjón um helgina. Héraðsdómur bendir á dómsmálaráðuneytið sem bendir til baka á Héraðsdóm. „Þetta gengur ekki" segir dómsmálaráðherra. 6. maí 2010 19:56 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Formaður dómstólaráðs hefur í fjórgang spurst fyrir um breytingar á reglum um endurrit dómsgerða hjá dómsmálaráðuneytinu, en ekki fengið svör. Hæstiréttur hefur fallist á að breyta reglunum, en fyrst þarf að tryggja ríkissaksóknara fjármagn. Hann segir málið hafa verið í sjálfheldu síðasta hálfa árið. Við sögðum frá því í fréttum okkar fyrir helgi að Hæstiréttur hefði lýst sig sammála breytingum á lögum um endurrit dómsgerða sem fæli í sér að hún færðist frá héraðsdómstólum yfir til ríkissaksóknara. Hæstiréttur sagði hinsvegar ljóst að breytingin gæti ekki komið í framkvæmd nema ríkissaksóknari fái fjárveitingu til að standa undir kostnaði sem af því hljótist, og af þeirri ástæðu verði nýjar reglur ekki gefnar út fyrr en dómsmálaráðherra hafi hlutast til um þá fjárveitingu. Þegar málum er áfrýjað til Hæstaréttar, þurfa dómsritarar héraðsdóma að endurrita yfirheyrslur og framburða vitna í málum. Dómstólaráð vill semsagt að sú vinna færist yfir til ríkissaksóknara, sem í raun sér um áfrýjun fyrir Hæstarétti. Annir hjá Héraðsdómi Reykjavíkur eru til að mynda ástæða þess að mál tveggja ofbeldismanna hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti, en þeir sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna ofbeldisbrota sem þeir frömdu á meðan beðið var eftir að málið kæmist á dagskrá. Í bréfi sem Helgi I. Jónsson, starfandi formaður dómstólaráðs, sendir dómsmálaráðuneytinu á föstudag, og fréttastofa hefur undir höndum, segir hann að nú séu liðnir sex mánuðir frá því Hæstiréttur samþykkti að breyta umræddum reglum. Í bréfinu kemur einnig fram að Helgi hafi átt fund um þessi mál með settum ráðuneytisstjóra en bréfið er það þriðja sem hann sendir vegna málsins, en því hefur ekki verið svarað. Dómsmálaráðherra sagði fyrir helgi að ráðuneytið væri samþykkt þessum breytingum en grunaði að héraðsdómstólar vildu færa verkefnin yfir til saksóknara, en halda eftir fjármununum. Hún sagði að málið yrði skoðað sem fyrst. Ekki náðist í Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra í morgun. Hún hafði hinsvegar samband við fréttastofu í kjölfar þessarar fréttar í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ragna sagði málið standa þannig að samkomulag hefði náðst um að ráðuneytið óski eftir millifærslu á fjárheimildum í fjáraukalögum frá dómstólunum yfir til Ríkissaksóknara. Um sé að ræða 4,7 milljónir króna.
Tengdar fréttir Seinagangur Ríkissaksóknara Seinagangur Ríkissaksóknara er ástæða þess að mál tveggja ofbeldishrotta hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir fyrir hrottalega árás á áttræðan úrsmið fyrir hálfu ári. Í fyrrakvöld endurtóku þeir leikinn þegar þeir réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ. Annar mannanna hefur verið nefndur yngsti mannræningi Íslands. 5. maí 2010 18:31 „Þetta gengur ekki" Annir í Héraðsdómi Reykjavíkur hafa komið í veg fyrir að gögn hafi borist saksóknara til þess að taka fyrir mál tveggja ofbeldismanna í Hæstarétti. Á meðan halda mennirnir áfram að brjóta af sér, en þeir réðust á eldri hjón um helgina. Héraðsdómur bendir á dómsmálaráðuneytið sem bendir til baka á Héraðsdóm. „Þetta gengur ekki" segir dómsmálaráðherra. 6. maí 2010 19:56 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Seinagangur Ríkissaksóknara Seinagangur Ríkissaksóknara er ástæða þess að mál tveggja ofbeldishrotta hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir fyrir hrottalega árás á áttræðan úrsmið fyrir hálfu ári. Í fyrrakvöld endurtóku þeir leikinn þegar þeir réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ. Annar mannanna hefur verið nefndur yngsti mannræningi Íslands. 5. maí 2010 18:31
„Þetta gengur ekki" Annir í Héraðsdómi Reykjavíkur hafa komið í veg fyrir að gögn hafi borist saksóknara til þess að taka fyrir mál tveggja ofbeldismanna í Hæstarétti. Á meðan halda mennirnir áfram að brjóta af sér, en þeir réðust á eldri hjón um helgina. Héraðsdómur bendir á dómsmálaráðuneytið sem bendir til baka á Héraðsdóm. „Þetta gengur ekki" segir dómsmálaráðherra. 6. maí 2010 19:56