Dómsmálaráðuneytið hefur ekki svarað bréfum dómstólaráðs 11. maí 2010 12:17 Helgi I. Jónsson, starfandi formaður dómstólaráðs. Mynd/Róbert Formaður dómstólaráðs hefur í fjórgang spurst fyrir um breytingar á reglum um endurrit dómsgerða hjá dómsmálaráðuneytinu, en ekki fengið svör. Hæstiréttur hefur fallist á að breyta reglunum, en fyrst þarf að tryggja ríkissaksóknara fjármagn. Hann segir málið hafa verið í sjálfheldu síðasta hálfa árið. Við sögðum frá því í fréttum okkar fyrir helgi að Hæstiréttur hefði lýst sig sammála breytingum á lögum um endurrit dómsgerða sem fæli í sér að hún færðist frá héraðsdómstólum yfir til ríkissaksóknara. Hæstiréttur sagði hinsvegar ljóst að breytingin gæti ekki komið í framkvæmd nema ríkissaksóknari fái fjárveitingu til að standa undir kostnaði sem af því hljótist, og af þeirri ástæðu verði nýjar reglur ekki gefnar út fyrr en dómsmálaráðherra hafi hlutast til um þá fjárveitingu. Þegar málum er áfrýjað til Hæstaréttar, þurfa dómsritarar héraðsdóma að endurrita yfirheyrslur og framburða vitna í málum. Dómstólaráð vill semsagt að sú vinna færist yfir til ríkissaksóknara, sem í raun sér um áfrýjun fyrir Hæstarétti. Annir hjá Héraðsdómi Reykjavíkur eru til að mynda ástæða þess að mál tveggja ofbeldismanna hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti, en þeir sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna ofbeldisbrota sem þeir frömdu á meðan beðið var eftir að málið kæmist á dagskrá. Í bréfi sem Helgi I. Jónsson, starfandi formaður dómstólaráðs, sendir dómsmálaráðuneytinu á föstudag, og fréttastofa hefur undir höndum, segir hann að nú séu liðnir sex mánuðir frá því Hæstiréttur samþykkti að breyta umræddum reglum. Í bréfinu kemur einnig fram að Helgi hafi átt fund um þessi mál með settum ráðuneytisstjóra en bréfið er það þriðja sem hann sendir vegna málsins, en því hefur ekki verið svarað. Dómsmálaráðherra sagði fyrir helgi að ráðuneytið væri samþykkt þessum breytingum en grunaði að héraðsdómstólar vildu færa verkefnin yfir til saksóknara, en halda eftir fjármununum. Hún sagði að málið yrði skoðað sem fyrst. Ekki náðist í Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra í morgun. Hún hafði hinsvegar samband við fréttastofu í kjölfar þessarar fréttar í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ragna sagði málið standa þannig að samkomulag hefði náðst um að ráðuneytið óski eftir millifærslu á fjárheimildum í fjáraukalögum frá dómstólunum yfir til Ríkissaksóknara. Um sé að ræða 4,7 milljónir króna. Tengdar fréttir Seinagangur Ríkissaksóknara Seinagangur Ríkissaksóknara er ástæða þess að mál tveggja ofbeldishrotta hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir fyrir hrottalega árás á áttræðan úrsmið fyrir hálfu ári. Í fyrrakvöld endurtóku þeir leikinn þegar þeir réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ. Annar mannanna hefur verið nefndur yngsti mannræningi Íslands. 5. maí 2010 18:31 „Þetta gengur ekki" Annir í Héraðsdómi Reykjavíkur hafa komið í veg fyrir að gögn hafi borist saksóknara til þess að taka fyrir mál tveggja ofbeldismanna í Hæstarétti. Á meðan halda mennirnir áfram að brjóta af sér, en þeir réðust á eldri hjón um helgina. Héraðsdómur bendir á dómsmálaráðuneytið sem bendir til baka á Héraðsdóm. „Þetta gengur ekki" segir dómsmálaráðherra. 6. maí 2010 19:56 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
Formaður dómstólaráðs hefur í fjórgang spurst fyrir um breytingar á reglum um endurrit dómsgerða hjá dómsmálaráðuneytinu, en ekki fengið svör. Hæstiréttur hefur fallist á að breyta reglunum, en fyrst þarf að tryggja ríkissaksóknara fjármagn. Hann segir málið hafa verið í sjálfheldu síðasta hálfa árið. Við sögðum frá því í fréttum okkar fyrir helgi að Hæstiréttur hefði lýst sig sammála breytingum á lögum um endurrit dómsgerða sem fæli í sér að hún færðist frá héraðsdómstólum yfir til ríkissaksóknara. Hæstiréttur sagði hinsvegar ljóst að breytingin gæti ekki komið í framkvæmd nema ríkissaksóknari fái fjárveitingu til að standa undir kostnaði sem af því hljótist, og af þeirri ástæðu verði nýjar reglur ekki gefnar út fyrr en dómsmálaráðherra hafi hlutast til um þá fjárveitingu. Þegar málum er áfrýjað til Hæstaréttar, þurfa dómsritarar héraðsdóma að endurrita yfirheyrslur og framburða vitna í málum. Dómstólaráð vill semsagt að sú vinna færist yfir til ríkissaksóknara, sem í raun sér um áfrýjun fyrir Hæstarétti. Annir hjá Héraðsdómi Reykjavíkur eru til að mynda ástæða þess að mál tveggja ofbeldismanna hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti, en þeir sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna ofbeldisbrota sem þeir frömdu á meðan beðið var eftir að málið kæmist á dagskrá. Í bréfi sem Helgi I. Jónsson, starfandi formaður dómstólaráðs, sendir dómsmálaráðuneytinu á föstudag, og fréttastofa hefur undir höndum, segir hann að nú séu liðnir sex mánuðir frá því Hæstiréttur samþykkti að breyta umræddum reglum. Í bréfinu kemur einnig fram að Helgi hafi átt fund um þessi mál með settum ráðuneytisstjóra en bréfið er það þriðja sem hann sendir vegna málsins, en því hefur ekki verið svarað. Dómsmálaráðherra sagði fyrir helgi að ráðuneytið væri samþykkt þessum breytingum en grunaði að héraðsdómstólar vildu færa verkefnin yfir til saksóknara, en halda eftir fjármununum. Hún sagði að málið yrði skoðað sem fyrst. Ekki náðist í Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra í morgun. Hún hafði hinsvegar samband við fréttastofu í kjölfar þessarar fréttar í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ragna sagði málið standa þannig að samkomulag hefði náðst um að ráðuneytið óski eftir millifærslu á fjárheimildum í fjáraukalögum frá dómstólunum yfir til Ríkissaksóknara. Um sé að ræða 4,7 milljónir króna.
Tengdar fréttir Seinagangur Ríkissaksóknara Seinagangur Ríkissaksóknara er ástæða þess að mál tveggja ofbeldishrotta hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir fyrir hrottalega árás á áttræðan úrsmið fyrir hálfu ári. Í fyrrakvöld endurtóku þeir leikinn þegar þeir réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ. Annar mannanna hefur verið nefndur yngsti mannræningi Íslands. 5. maí 2010 18:31 „Þetta gengur ekki" Annir í Héraðsdómi Reykjavíkur hafa komið í veg fyrir að gögn hafi borist saksóknara til þess að taka fyrir mál tveggja ofbeldismanna í Hæstarétti. Á meðan halda mennirnir áfram að brjóta af sér, en þeir réðust á eldri hjón um helgina. Héraðsdómur bendir á dómsmálaráðuneytið sem bendir til baka á Héraðsdóm. „Þetta gengur ekki" segir dómsmálaráðherra. 6. maí 2010 19:56 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
Seinagangur Ríkissaksóknara Seinagangur Ríkissaksóknara er ástæða þess að mál tveggja ofbeldishrotta hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir fyrir hrottalega árás á áttræðan úrsmið fyrir hálfu ári. Í fyrrakvöld endurtóku þeir leikinn þegar þeir réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ. Annar mannanna hefur verið nefndur yngsti mannræningi Íslands. 5. maí 2010 18:31
„Þetta gengur ekki" Annir í Héraðsdómi Reykjavíkur hafa komið í veg fyrir að gögn hafi borist saksóknara til þess að taka fyrir mál tveggja ofbeldismanna í Hæstarétti. Á meðan halda mennirnir áfram að brjóta af sér, en þeir réðust á eldri hjón um helgina. Héraðsdómur bendir á dómsmálaráðuneytið sem bendir til baka á Héraðsdóm. „Þetta gengur ekki" segir dómsmálaráðherra. 6. maí 2010 19:56